Frábær árangur á haustmóti

Haustmót í 3.-1. þrepi og frálsum æfingum fór fram síðastliðna helgi í Björkunum. 19 keppendur kepptu á mótinu frá Fjölni, 17 stúlkur og 2 drengir. Árangur helgarinnar var glæsilegur og  unnu Fjölniskrakkar alls  24 verðlaun á mótinu. Keppt var á einstökum áhöldum og í fjölþraut. Við erum gríðarlega stolt af þessum myndarhóp og þjálfurum þeirra enda stöðu þau sig frábærlega. Við óskum ykkur öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til þess að fylgjast með ykkur áfram á mótum vetrarins.

Verðlaunasæti:

1. þrep kvk 13 ára og yngri
3. sæti  stökk – Leóna Sara Pálsdóttir

1. þrep kvk 14 ára og eldri
1. sæti í fjölþraut – Venus Sara Hróarsdóttir
3.sæti á stökki – Katrín S. Vilhjálmsdóttir
1. sæti á tvíslá – Venus Sara Hróarsdóttir
2. sæti á tvíslá – Katrín S. Vilhjálmsdóttir
3. sæti á tvíslá – Agla Bríet Gísladóttir
3. sæti á slá – Venus Sara Hróarsdóttir

2. þrep kk
1. sæti á öllum áhöldum  – Sigurður Ari Stefánsson
1. sæti í fjölþraut – Sigurður Ari Stefánsson

3. þrep 11 ára og yngri
1. sæti á stökki – Júlía Mekkín Guðjónsdódttir
3. sæti á stökki – Sigríður Dís Bjarnadóttir
4. sæti í fjölþraut – Lilja Katrín Gunnarsdóttir

3. þrep kvk 12 ára
2. sæti á gólfi – Eva Sóley Kristjánsdóttir

3. þrep kvk 13 ára og eldri
3. sæti á slá – Tinna Líf Óladóttir

3. þrep kk 12 ára og eldri
2. sæti á gólfi – Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti í hringjum  – Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti á tvíslá – Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti á svifrá – Davíð Goði Jóhannsson
2. sæti í fjölþraut  – Davíð Goði Jóhannsson