Fjölnir Íslandsmeistari kvenna í íshokkí

Fjölnir er Íslandsmeistari kvenna árið 2024.

Fjölnir er Íslandsmeistari í Hertz-deild kvenna eftir 1-0 sigur á SA í fjórða leik liðanna í Egilshöll á laugardaginn. Eina mark leiksins skoraði Sigrún Árnadóttir á fjórðu mínútu.

Þetta var fyrsti titill Fjölnis en sá annar sem fer upp í Egilshöll því fyrir 18 árum, árið 2006, varð kvennalið Bjarnarsins Íslandsmeistari. SA-konur hafa haldið fast um bikarinn þessa 17 titla síðan þá – þar til nú.

Við erum ótrúlega stolt af þessum frábæru íþróttakonum og óskum þeim innilega til hamingju með titilinn!

 

Helgi Páll Þórisson, formaður ÍHÍ, afhendir Kristínu Ingadóttur, fyrirliða Fjölnis bikarinn. Ljósmynd: Bjarni Helgason


Fjölnir A sveit eru Íslandsmeistarar skákfélaga

Íslandsmót Skákfélaga fór fram í Rimaskóla um helgina. Fyrir lokaumferðina var ljóst að Fjölnir yrði Íslandsmeistari í fyrsta sinn og það með töluverðum yfirburðum.

Fór svo að Fjölnismenn unnu sigur í öllum tíu viðureignum sínum á Íslandsmótinu 2023/24 og fengu því 20 stig - einstakt afrek hjá þéttri og vel samsettri sveit.

Þetta er í fyrsta skipti sem Fjölnir er Íslandsmeistari í skák og það á 20. afmælisári!

Fjölnir B vann einnig 3. deildina og teflir því í 2. deild á næsta keppnisári!

Við erum afskaplega stolt af flotta skákfólkinu okkar.

Áfram Skákdeild Fjölnis

Gæti verið mynd af 7 manns, skegg og Texti þar sem stendur "10=70 ALSDE 1/7 1/5"

Íslandsmeistarar Fjölnis ásamt Helga Árnasyni liðsstjóra og formanni Skákdeildarinnar.

Efsta röð f.v.: Paulius, Tomas, Kaido, Oliver Aron Jóhannesson.MIðröð: Dagur Ragnarsson, Tómas Björnsson og Héðinn Hedinn Steingrimsson .
Fremsta röð f.v.: Sigurbjorn J. BjornssonHelgi Árnason, og Valery.

Gæti verið mynd af 9 manns og chess

KR-ingar "teknir í bakaríið" 7,5 - o,5

Gæti verið mynd af 6 manns

B sveitin sigraði 3. deildina. F.v. Emilía Embla (11 ára), Helgi Árnason liðsstjóri, Jóhann Arnar FinnssonOliver Aron JóhannessonTinna Kristín FinnbogadóttirLiss Acevedo Méndez