Vormót Fjölnis í frjálsum íþróttum

Vormót Fjölnis í frjálsum íþróttum var haldið í blíðskaparveðri fimmtudaginn 1. júní á frjálsíþróttavellinum í Mjódd.
Ágætis þátttaka var í mótinu en 90 keppendur á aldrinum 11-15 ára mættu til leiks.

Keppnisgreinar voru fjórar: spretthlaup, langstökk, kúluvarp og 600m eða 800m hlaup og keppt í þremur aldursflokkum – 11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára.

Keppendur Fjölnis settu fjölmörg persónuleg met og komu heim með 8 verðlaun:

Eva Unnsteinsdóttir vann gull í kúluvarpi og 600m hlaupi og brons í 60m hlaupi og langstökki í flokki 11 ára stúlkna

Haukur Leó Kristínarson vann brons í 600m hlaupi í flokki 11 ára pilta

Hilmir Snær Eyjólfsson vann gull í 800m hlaupi og brons í langstökki í flokki 12-13 ára pilta

Guðrún Ásgeirsdóttir vann brons í kúluvarpi í flokki 14-15 ára stúlkna

Að auki var keppt í nokkrum greinum fullorðinna þar sem Fjölniskeppendur bættu mörg hver sín persónuleg met

Á myndunum má sjá Evu Unnsteinsdóttur taka á móti gullverðlaunum og Guðrúnu Ásgeirsdóttur taka á móti bronsverðlaunum


Ísak Örn Baldursson skrifar undir hjá Fjölni

Ísak Örn Baldursson hefur framlengt samning sinn við Fjölni og mun leika með liðinu í 1. deild í vetur.

Ísak hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og var á dögunum valinn til að leika með U-20 landsliðinu á tveimur sterkum alþjóðamótum í sumar. Ísak, sem lék stórt hlutverk hjá Fjölni á síðasta tímabili, var á dögunum valinn varnarmaður félagsins á lokahófi félagsins.

,,Ég er spenntur fyrir komandi tímabili, það er góður andi í hópnum, og við ætlum okkur að byggja ofan á það sem við gerðum á síðasta tímabili. Það var vaxandi stemning fyrir körfunni í Grafarvogi síðasta vetur og við vonumst til að sjá sem flesta í stúkunni á þessu tímabili,” sagði Ísak þegar hann skrifaði undir.


Sumaræfingar keppnishópa

Fyrstu helgina í júní héldum við vorsýninguna okkar sem heppnaðist ótrúlega vel og erum við virkilega stolt af öllum okkar iðkendum og þakklát fyrir alla þá hjálp sem við fengum frá sjálfboðaliðum. Þetta eru alltaf skemmtilegir dagar og eftirminnilegir.

Grunnhópar og æfingahópar eru komnir í sumarfrí og við viljum þakka þeim kærlega fyrir önnina.
Keppnishópar æfa eftir sumartöflu í júní og ágúst og má sjá sumaræfingatíma keppnishópa hér.

Skráning fyrir haustönn verður opnuð á vefnum þann 1. júlí næstkomandi, passið að vera tímanlega til að tryggja iðkendum pláss í hópum.


KKÍ: U16 - U18 - U20 Landsliðshópar - Lokaval

Nú hafa þjálfarar yngri landsliða Íslands valið sína endanlega liðsskipan en það eru 12 leikmenn í U16, U18 og U20 landsliðunum sem leika á NM og EM í sumar.
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að við eigum nokkra flotta fulltrúa í landsliðunum

U18 stúlkna
Bergdís Anna Magnúsdóttir · Fjölnir
Heiður Karlsdóttir · Fjölnir

U18 drengja
Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir

U20 kvenna
Stefanía Tera Hansen · Fjölnir
Heiður Karlsdóttir · Fjölnir (mun leika með liðinu á EM)

U20 karla
Ísak Örn Baldursson · Fjölnir

Innilegar hamingjuóskir!

Ljósmyndir: Gunnar Jónatansson


Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Fjölnis

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Fjölnis fór fram á dögunum þar sem leikmenn meistaraflokka félagsins tímabilið 2022-2023 voru útnefnd fyrir sitt framlag.

MEISTARAFLOKKUR KARLA
Besti íslenski leikmaðurinn – Hilmir Arnarson
Bestir erlendi leikmaðurinn – Lewis Diankulu
Mestar framfarir – Brynjar Kári Gunnarsson
Besti varnarmaðurinn- Ísak Örn Baldursson

MEISTARAFLOKKUR KVENNA
Besti íslenski leikmaðurinn – Heiður Karlsdóttir
Bestir erlendi leikmaðurinn – Brittanny Dinkins
Mestar framfarir – Stefanía Tera Hansen
Besti varnarmaðurinn- Urte Slavickaite

Innilegar hamingjuóskir kæra Fjölnisfólk!