TVÆR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK

Tvær stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í kvöld þegar Fjölnir mætti ÍH í æfingaleik félaganna sem endaði með Fjölnis sigri 6-4.

Stúlkurnar Sara Sif Builinh Jónsdóttir og María Sól Magnúsdóttir eru báðar uppaldar hjá Fjölni.

Leikurinn var  æfingaleikur hjá meistaraflokknum og var mjög spennandi og jafn leikur þar til Fjölnis stúlkur kláruðu leikinn á loka mínútunum.

Fyrsta mark Fjölnis skoraði Alda Ólafsdóttir, þá fylgdi Marta Björgvinsdóttir eftir með annað mark liðsins, því næst Aníta Björg Sölvadóttir, þá Harpa Sól Sigurðardóttir með fjórða mark liðsins og var þá jafnt 4-4 þar til Aníta Björg Sölvadóttir kom með sitt annað mark í leiknum og færði Fjölni yfir í 5-4. Tinna Sól Þórsdóttir kom svo með lokamark leiksins og lauk leik 6-4 í verðskulduðum Fjölnis sigri. Bæði liðin munu spila í 2. deild í sumar og er stefna Fjölnis að sjálfsögðu að komast upp í Lengjudeildina.

Í leiknum í dag var öflugur hópur Fjölnis leikmanna: Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Adna Mestovic, Alda Ólafsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Ísabella Sara Halldórsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Petra Hjartardóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Þórunn Eva Ármann og Vala Katrín Guðmundsdóttir.

ÁFRAM FJÖLNIR


Aðalfundur íshokkídeildar Fjölnis

Aðalfundur íshokkídeildar Fjölnis fer fram miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20:00 í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að koma og taka þátt.
Við viljum einnig hvetja öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í stjórnarstarfi deildarinnar til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!

Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfundinn.

Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál

Hlökkum til að sjá ykkur


Aðalfundur fimleikadeildar Fjölnis

Aðalfundur fimleikadeildar Fjölnis fer fram miðvikudaginn 8. febrúar kl. 18:00 í Miðjunni, félagsrými Fjölnis í Egilshöll. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að koma og taka þátt.

Við viljum einnig hvetja öll þau sem eru áhugasöm um að taka þátt í stjórnarstarfi deildarinnar til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!

Tillaga að formanni og stjórnarmönnum þarf að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfundinn.

Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar
b) Reikningar deildar
c) Kjör formanns
d) Kjör stjórnarmanna
e) Önnur mál

Hlökkum til að sjá ykkur!