Tækni/afreksæfingar með Luka Kostic!

Í september hefjast afreksæfingar fyrir iðkendur í 4. og 5. fl kvenna og karla undir handleiðslu Luka Kostic og þjálfurum félagsins.

Æfingar verða 1x á viku og fyrsta námskeið stendur yfir 17.september -17. desember.

Tækni er grundvallaratriði fótboltans og er mjög mikilvægt að læra tækni snemma á knattspyrnuferlinum. Ástæðan er sú að ungir iðkendur eru mjög móttækilegir og hafa meiri möguleika á að ná valdi á öllum einstaklings-tækniatriðum fótboltans. Samkvæmt kenningum Arséne Wenger þá hafa leikmenn eftir 14 ára aldur minni möguleika á að bæta sig í öllum tækniatriðum.

Luka hefur kennt einstaklingstækni í meira en 20 ár og mjög margir landsliðsmenn, sem hafa náð besta árangri í sögu íslenskar knattspyrnu, hafa farið í gegnum einstaklingsprógram Luka.

 

Kostnaður er 19.500 kr. fyrir haustönn, skiptist upp í 3 fyrirlestra og 13 æfingar. Skráning fer fram HÉR 

Hér fyrir neðan má sjá ummæli fyrrverandi landsliðsþjálfara, Heimi Hallgrímssonar og fyrirliða íslenska landsliðsins, Birki Bjarnasyni.

Heimir Hallgrímson:

Ég hitti Luka fyrst á einstaklings tækninámskeiði og síðan þá hef ég fengið tækifæri að kynnast prógrammi hans enn betur. Sem landsliðsþjálfari hef ég sótt mörg UEFA & FIFA ráðstefnur og get sagt að einstaklingstækniáætlun Luka er í heimsklassa. Tækniatriðin sem eru í prógrammi Luka eru atriði sem sérhver ungur knattspyrnumaður þarf að læra, en ég er líka viss um að atvinnuleikmönnum myndi finnast það gagnlegt og upplýsandi og það gæti örugglega bætt við færni þeirra.

Birkir Bjarnason

Luka var þjálfari minn fyrir U17 & U21 og hafði mikil áhrif snemma á ferli mínum. Bæði tæknilega, taktískt og andlega herti hann mig og marga aðra í íslenska landsliðinu í dag varðandi grunnatriði í fótboltanum sem við notum enn í dag.

Ég mæli eindregið með einstaklings/tækniþjálfun Luka fyrir alla, þar sem það hefur hjálpað mér að bæta mig og verða sá leikmaður sem ég er í dag.


Björt framtíð í Fjölni og tennis á Íslandi. Fyrsti alþjóðlegi sigur Íslendings í ungmennaflokk í Tennis!

Saule Zukauskaite úr Ungmennafélaginu Fjölni bar sigur úr bítum á Ten-Pro Global Tennis Junior móti í Tbilisi í Georgíu, sterku alþjóðlegu móti sem haldið var vikuna 28. ágúst – 4. september. Árangur Saule er eftirtektarverður þar sem hún keppti í flokki U16 ára en hún er nýlega orðin 14 ára.

Ten-Pro Global Junior Tour mótið hefur verið haldið árlega um allan heim síðan árið 2015. Óvenju hlýtt veður ögraði ungu tennisleikurunum  en hitinn var frá 33°c upp í 37°c á meðan á mótinu stóð. Tennisstjörnur framtíðarinnar, stúlkur og strákar frá 10 til 16 ára aldri, komu saman alls staðar af úr heiminum og kepptu í 7 aldursflokkum.

Þetta var í annað skipti sem Saule tók þátt í Ten-Pro móti eftir frumraun hennar á Global Junior Tour í Hollandi sem fór fram fyrir þremur mánuðum. Saule, sem æfir með Fjölni, eyddi sumrinu sínu í auka tennisæfingar, til að undirbúa sig betur fyrir mótin í ágúst, undir faglegri handleiðslu hjá tennisþjálfurum félagsins Carolu Frank , Alönu Elínu Steinarsdóttir og Lamar Bartley frá Bretlandi.

Saule meiddist á vinstri úlnlið á International Children Games 2022 í Coventry sem fór fram 11.-16. ágúst. Henni tókst þó að koma sér aftur í keppnisform á þessum tveimur vikum fyrir mótið í Georgíu þökk sé þjálfarateyminu og Birni Björnssyni sjúkraþjálfara.

Saule lék 8 leiki í Tbilisy, vann 12 sett af 19 (63,1%) og 99 leiki af 171 (57,9%). Saule kláraði þrjá leiki af 3 settum, sá lengsti stóð yfir í tæpar 3 klukkustundir.

Innilega til hamingju Saule fyrir þennan frábæra árangur! Áfram Fjölnir!

 

 

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um mótið:

https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament/draw?id=5FF7D99E-8F92-4C89-9B6D-9A82FEF2C781&draw=119

https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament/draw?id=5FF7D99E-8F92-4C89-9B6D-9A82FEF2C781&draw=120