Úrslitaleikir yngri flokka KKÍ

Úrslitaleikir yngri flokka KKÍ voru í umsjón Fjölnis þetta árið. Spilaðir voru samtals 19 leikir sem allir fóru fram í Dalhúsum.

Úrslitaleikirnir eru hápunktur hvers tímabils þar sem iðkendur uppskera eftir veturinn. Keppt er til Íslandsmeistaratitils í 1. deildum 9.fl.dr. og st., 10.fl.dr. og st., drengjaflokki, stúlknaflokki og unglingaflokki. Einnig er keppt um meistaratitil í hverri deild (2. til 4. deild). Keppendur eru frá 15 ára aldri og upp úr.

Drengjaflokkur Fjölnis er Íslandsmeistari eftir öruggan sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik en lokatölur voru 110-83. Karl Ísak Birgisson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 25 stigum og 10 fráköstum.

Drengirnir okkar í 9. flokki eru Meistarar 4. deildar 🙌🙌💛 Þeir spiluðu úrslitaleik við Val. Leikur Fjölnis og Vals endaði 65-54 Fjölni í vil. Sindri Valur Sigurðsson var valinn maður leiksins en hann var með 19 stig, 10 fráköst og 28 í framlag 💪🏀

Stelpurnar okkar í 9. flokki lutu í lægra haldi gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins 🏀 þær hafa því lokið keppni á þessu tímabili en þær enduðu deildarkeppnina í 3. sæti 1. deildar 🏀 Jafn og skemmtilegur leikur en skildi að rétt undir leikslok þannig að lokatölur voru 56:45 🏀 Stelpurnar okkar eiga góða framtíð fyrir sér í körfuboltanum og verður gaman að fylgjast áfram með þeim 💛

 

#FélagiðOkkar


Alda Ólafsdóttir með í sumar

Fjölnir hefur samið við Öldu Ólafsdóttur út keppnistímabilið 2022. Alda, sem er fædd árið 1996, kemur til okkar að láni frá Aftueldingu þar sem hún hefur leikið síðustu ár. Áður var hún á mála hjá FH. Á síðasta tímabili var Alda frá vegna barneigna en sneri aftur á völlinn með Fjölni í vor.

Alda hefur leikið 126 KSÍ leiki og skorað í þeim 38 mörk. Þar að auki á hún sex yngri landsleiki, tvo með U18 og fjóra með U17. Það er mikið fagnaðrefni að fá þennan öfluga miðjumann til liðs við félagið sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

 

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen