Anna María semur við Fjölni
Fjölnir hefur samið við Önnu Maríu Bergþórsdóttur til 2024. Anna María, sem er fædd árið 2003, kemur frá Selfossi þar sem hún er uppalin. Hún er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki og hefur samtals leikið 31 KSÍ leiki í Pepsi Max deild kvenna og bikarkeppni KSÍ, þar af 10 á nýafstöðnu tímabili. Anna María er sterkur miðjumaður sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður á vellinum.
Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga leikmann sem mun koma til með að styrkja liðið og gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til næstu tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.
#FélagiðOkkar
Mynd: Baldvin Örn Berndsen

Uppskeruhátíð Fjölnis
Hin árlega Uppskeruhátíð Fjölnis fór fram þann 16. desember síðastliðinn þar sem afreksfólk deilda var heiðrað og jafnframt tilkynnt um val á Íþróttakonu- og karli ársins, sem og Fjölnismanni ársins. Athöfnin fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll og var einnig beint streymi fyrir þá sem heima sátu af Facebook síðu Fjölnis. Jón Karl, formaður félagsins setti athöfnina og fluttu systurnar og Fjölniskonurnar Auður og Hrafnhildur Árnadætur tónlistaratriði. Við þökkum Gunnari Jónatanssyni sérstaklega fyrir aðstoð sína við viðburðinn sem og ljósmyndurum Baldvini Erni Berndsen og Þorgils G.
Íþróttakona Fjölnis árið 2021 er Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir
Íþróttakarl Fjölnis árið 2021 er Ólafur Ingi Styrmisson
Fjölnismaður ársins 2021 er Sarah Buckley



Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá yfirferð ársins og viðtöl við íþróttafólkið okkar.
Fimleikadeild

Frjálsíþróttadeild

Handknattleiksdeild

Íshokkídeild

Karatedeild

Knattspyrnudeild

Körfuknattleiksdeild

Listskautadeild

Skákeild

Sunddeild

Tennisdeild
