Dómaranámskeið KKÍ

Ert þú næsti FIBA dómari?

Laugardaginn 17. október mun körfuknattleikssambandið halda dómaranámskeið.

Áætlað er að það standi yfir milli kl. 09:30 og 16:00. Um er að ræða námskeið sem fer einungis fram á netinu.

Það er hagur hreyfingarinnar að fjölga góðum og efnilegum dómurum og því hvetjum við alla félagsmenn til að skrá sig.

Skráning fer fram með því að smella HÉR!

#FélagiðOkkar


Fáðu sent heim!

Kæra Fjölnisfólk – sláum tvær flugur í einu höggi og borðum fyrir #FélagiðOkkar!

Matseðilinn hjá Barion má finna hér: https://barion.is.

  • ATH – Munið að panta frá Barion í Mosfellsbæ
  • Leikmenn knattspyrnudeildar Fjölnis keyra matinn með bros á vör upp að dyrum 🙂
  • Fyllstu varúðar í sóttvörnum að sjálfsögðu gætt
  • Pantað á netinu – einfalt og þægilegt!

Það er ekki eftir neinu að bíða. Barion sér um kvöldmatinn fyrir þig í kvöld og út alla vikuna!

#FélagiðOkkar


Lúkas Logi skrifar undir þriggja ára samning

Það er ánægjulegt að tilkynna í dag gekk knattspyrnudeildin frá þriggja ára samningi við Lúkas Loga Heimisson (f. 2003).

Lúkas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum sem kemur upp úr yngri flokka starfi Fjölnis. Hann hefur spilað 7 leiki með meistaraflokki karla í deild og bikar á þessari leiktíð auk þess hefur hann spilað 3 leiki fyrir U-16 ára landslið Íslands. Þá hefur hann skorað 15 mörk með 2. flokki á Íslandsmótinu.

Við óskum Lúkasi til hamingju og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.

#FélagiðOkkar