Frábær árangur í tennis

Íslandsmót í liðakeppni fór fram í byrjun júlí og gekk okkur mjög vel í mótinu.

Fjölnir var með lið í U14, U16, U18, 40+, 50+ og meistaraflokk karla.

Fjölnir varð Íslandsmeistari í U14 með Eygló Dís Ármannsdóttur, Maríu Hrafnsdóttur og Saule Zukauskaite.

Fjölnir varð líka Íslandsmeistari U16 með Eygló Dís Ármannsdóttur og Evu Diljá Arnþórsdóttur. Þær stöllur enduðu svo í 3. sæti í U18.

Í 40+: Hrafn Hauksson og Joaquin Armesto Nuevo í 2. sæti.
Í 50+: Reynir Eyvindsson og Ólafur Helgi Jónsson í 2. sæti

Í meistaraflokki karla spiluðu bræðurnir Kjartan Pálsson og Hjalti Pálsson og voru þeir í 2. sæti eftir spennandi tvíliðaleik sem endaði 9-8.

Við óskum öllum til hamingju með árangurinn.

#FélagiðOkkar


Æfingar 8. flokks í knattspyrnu

ÆFINGAR FRÁ OG MEÐ 7. OKTÓBER:

Í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu þurfum við að breyta aðkomu foreldra að æfingum barna í 8. flokki sem hér segir:
• Foreldrar mega ekki vera með barni sínu á æfingunni.
• Velkomið að eldri systkini/skyldmenni (14 – 16 ára/8. – 10. bekkur) mæti og fylgi barninu eftir á æfingunni.
• Þjálfarar verða við inngang á Egilshöll og taka á móti börnunum áður en æfing hefst.
• Gætið þess að mæta hvorki of snemma né of seint (sjá tímasetningar að neðan).
• Engir klefar verða í notkun fyrir æfingar og þarf barnið því að vera alveg tilbúið og með reimaða skó þegar það mætir.
• Enginn aukabúnaður og/eða skór eiga að fylgja barninu.
• Að æfingu lokinni fylgja þjálfarar börnum í anddyri og gæta þeirra þar til þau verða sótt.
• Vinsamlegast hugið að sóttvörnum fyrir og eftir æfingu – handþvottur, spritt o.s.frv.
• Ef barnið finnur fyrir einkennum þá á að halda sig heima.
• Vinsamlegast virðið þessi tilmæli.

Æfingatímar:

8. flokkur kvenna (2015-2016)
Miðvikudagur kl. 17:30-18:30 – Egilshöll
Laugardagur kl. 09:00-10:00 – Egilshöll

8. flokkur karla yngri (2016)
Miðvikudagur kl. 17:30 Egilshöll
Laugardagur kl. 10:00 Egilshöll

8.flokkur karla eldri (2015)
Miðvikudagur kl. 16:30 Egilshöll
Laugardagur kl. 09:00 Egilshöll


Skautastjóri listhlaupadeildar

Búið er að ráða Evu Björgu Bjarnadóttur til starfa á skrifstofu Fjölnis. Þar mun hún sinna ýmsum verkefnum en einnig mun hún sinna stöðu skautastjóra hjá listhlaupadeild. Eva Björg er okkur mörgum vel kunn en hún æfði með deildinni og starfaði síðar sem þjálfari og var yfirþjálfari Skautaskólans um árabil. Við erum mjög ánægð að fá hana Evu Björgu aftur til okkar og bjóðum hana velkomna til starfa.

 


Áhrif hertra sóttvarnaraðgerða á starf Fjölnis

Heilbrigðisráðherra kynnti í gær hertar sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem taka gildi frá og með 7. október og til og með 19. október.

Áhrif þeirra á starf Fjölnis:

Íþróttir utandyra

  • Íþróttir utandyra þ.m.t. æfingar og keppnir eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Áhorfendur skulu bera grímu.
  • Nánari útlistun fyrir börn fædd 2005 og síðar er neðar í fréttinni.

Íþróttir innandyra

  • Íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er óheimil innandyra.
  • Nánari útlistun fyrir börn fædd 2005 og síðar er neðar í fréttinni.

Börn fædd 2005 og síðar

  • Æfingar eru heimilar, utan- og innandyra.
  • Keppnisviðburðir eru óheimilir, utan- og innandyra.
  • Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldatakmörk ekki við um þennan hóp.

Svæði Fjölnis

  • Skrifstofa: hefðbundinn opnunartími en við beinum því til fólks að hafa samband á skrifstofa@fjolnir.is eða á símatíma á þriðjudögum milli kl. 9 og 12.
  • Egilshöll: æfingar samkvæmt ofangreindum reglum.
  • Dalhús: æfingar samkvæmt ofangreindum reglum.
  • Fundabókanirbóka þarf sérstaklega í gegnum arnor@fjolnir.is.

 

Æfingatafla – Dalhús

Æfingatafla – Egilshöll

 

Við minnum á almennar sóttvarnir. Gerum þetta vel og þá sjáum við vonandi starfið fara aftur á fullt innan skamms.

Nánari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar