Tilkynning frá skrifstofu

Kæru forráðamenn og iðkendur Fjölnis,

Tekin hefur verið ákvörðun af stjórnendum félagsins á þessum fordæmalausu tímum að lengja æfingatímabil félagsins í barna- og unglingastarfi til að mæta þeim æfingum sem fallið hafa niður til viðbótar þeirri fjarþjálfun sem farið hefur fram. Unnið verður með hverri deild að útfærslu á viðbótarvikum. Komið verður til móts við iðkendur í júní eða júlí.

Stjórnendur félagsins vilja koma á framfæri miklu þakklæti til þjálfara og stjórnarfólks í félaginu á þessum fordæmalausu tímum.

#FélagiðOkkar


Útdrætti á happdrætti frestað til 15. júní

Embætti Sýslumannsins á Suðurlandi heimilar frestun á útdrætti í happdrætti knattspyrnudeildar Fjölnis sem fara átti fram í dag, fimmtudaginn 30. apríl 2020 til mánudagsins 15. júní 2020 vegna Covid-19.

Ennþá er hægt að tryggja sér miða, en fjöldi glæsilegra vinninga er í boði og er aðeins dregið úr seldum miðum.
Miðaverð er 2.0o0 kr. og eru 3.500 miðar í boði.