Fimleikaþrek fyrir 12-15 ára

Fimleikadeild Fjölnis ætlar að bjóða uppá fimleikaþrek fyrir alla á aldrinum 12-15 ára í júní. Ekki eru gerðar kröfur um grunn í fimleikum og því er námskeiðið opið fyrir alla áhugasama.

Uppsetning námskeiðs

  • Markmiðasetning
  • Þrek og teygjur
  • Almenn fræðsa um heilbrigðan lífsstíl

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11.júní og er kennt alla virka daga.
Hægt að skrá sig á eina viku í senn eða allt námskeiðið í heild.

Skráning er opin HÉR 

 

 


Hera Björk fyrir hönd Íslands

Hera Björk Brynjarsdóttir úr tennisdeild Fjölnis tók þátt á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í Svartfjallalandi dagana 27.maí til 1.júní.

Hera Björk sem er nýlega komin heim eftir tímabil með tennisliði Valdosta Sate í Georgíu, keppti á móti Marie Anne Weckerle frá Lúxemberg. Hera þurfti að lúta í lægra haldi 2:0.


Góður árangur á Reykjavíkurmótinu

Opna Reykjavíkurmótið í tennis fór fram á dögunum og náðist þar frábær árangur meðal iðkenda Fjölnis.

Egill G. Egilsson og Ólafur Helgi Jónsson unnu í liðakeppni meistaraflokks og 30 ára og eldri.

Eygló Dís Ármannsdóttir vann í einliða í U-14 og tvíliða með Saule Zukauskaite, en síðarnefnda varð í 2.sæti í einliða.

Eygló lenti einnig í 2.sæti í einliða í U-16. Enn fremur vann hún einliða í 7.bekk á Grunnskólamóti Reykjavíkur.

Helgi Espel Lopez vann í einliða í U-14 og lenti í 2.sæti í tvíliða með Paul Cheron.

Að lokum varð Fjölnir í 2.sæti í meistaraflokki kvenna.

Glæsilegur árangur hjá iðkendum tennisdeildar.