Bjarnarbúðin styrkir íshokkístarfið

Með kjörútsýni yfir svellið, situr Bjarnarbúðin og tekur á móti foreldrum og iðkendum hvern æfingardag og á heimaleikjum íshokkídeildarinnar Fjölnir-Björninn. Þar er manni ávallt mætt með brosi og úr hefur orðið viss félagsmiðstöð þar sem foreldrar geta komið saman, horft á æfingar barnanna sinna með kaffibolla í hönd, hlegið saman og rætt saman um heima og geima. Bjarnarbúðarkonurnar sjá til þess að ýmiss hokkívarningur sé fáanlegur en engin sambærileg verslun er á höfuðborgarsvæðinu.

Allir þessir kaffibollar og ágóði af sölu hokkívarnings og matar hafa orðið til þess að nú fengu iðkendur ýmiss konar æfingarbúnað gefins frá Bjarnarbúðinni. Það er mikil lukka að fá búnað sem þennan til að nota til æfinga, bæði á ís og á þrekæfingum. Bjarnarbúðin hefur einnig keypt búnað og brynjur fyrir okkar yngstu iðkendur. Við í íshokkídeildinni erum afar þakklát fyrir þennan styrk til okkar, og krakkarnir svo sannarlega glaðir með nýjar leiðir til æfinga.

Á fyrri myndinni má sjá aðalþjálfara okkar, Alexander Medvedev, taka á móti styrk Bjarnarbúðarinnar sem afhentur var af þeim konum sem taka brosandi á móti foreldrum og iðkendum dag hvern (frá vinstri til hægri: Kristín Fossdal, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Alexander Medvedev, Heiðrún Kristín Lúðvíksdóttir og Sigríður Hafdís Baldursdóttir).

Á seinni myndinni má sjá iðkendur í 3. flokki vera að prófa okkar nýju „slide boards“ sem við fengum að gjöf.

Finna má Bjarnarbúðina á Facebook hér : Bjarnarbúðin

Fyrir hönd íshokkídeildarinnar vil ég þakka Bjarnarbúðinni kærlega fyrir þessa kærkomnu gjöf og styrk til barna- og unglingastarfsins,
Hilja Guðmunds, formaður stjórnar.


Vinningaskrá happdrættis

Því miður voru gerð mistök í fyrri útdrætti og því þurfti að ógilda hann. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Nýjan og gildandi útdrátt má sjá HÉR.

Hægt er að nálgast vinninga á skrifstofu Fjölnis frá og með mánudeginum 6.maí á milli kl. 9-16 frá mánudegi til fimmtudags.

Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn. Áfram Fjölnir.


Flottur vetur hjá 3.fl.kvk

Tímabilið hjá stelpunum er búið að vera lærdómsríkt. Stelpurnar spiluðu í 2.deildinni í vetur ásamt því að margar þeirra hafi gegnt stóru hlutverki í meistaraflokknum. Margar sem hafa tekið miklum framförum og aðlagast nýjum leikstíl hratt og örugglega. Þær enduðu í 5.sæti í deildinni og duttu út í 8.liða úrslitum í bikar gegn Fylki sem fór alla leið í úrslitaleikinn. Þær sigruðu svo B-úrslitin með frábærri frammistöðu. Nú tekur við undirbúningur fyrir næsta tímabil og ætla stelpurnar sér að nýta þann tíma vel. Skemmtilegum vetri lokið hjá mjög svo samstilltum hópi.