Kristinn hlaut Ásgeirsbikarinn fyrir besta afrek karla

Kristinn bætti sig enn frekar í úrslitum í 50 m baksundi í dag á Íslandsmótinu í 50 m laug og hlaut Ásgeirsbikarinn að launum.

Ásgeirsbikarinn er farandgripur og gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands.

Gefandi gripsins er forseti Íslands.

Ásgeirsbikarinn er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug.

Kristinn Þórarinsson hlaut bikarinn í ár ásamt Antoni Sveini Mckee SH en þeir fengu jafnmörg FINA stig fyrir sundin sín eða 791.  Kristinn synti 50 metra baksund í úrslitum í dag á tímanum 25,95 sekúndur en Anton Sveinn synti 200 metra bringusund á tímanum 2:16,91 mínútum.

Það var forseti Íslands hr. Guðni Th. J óhannesson sem afhenti bikarinn.

 


Kristinn með lágmark á HM 50

Kristinn Þórarinsson í góðum gír á ÍM 50.  Hann synti á HM 50 lágmarki í 50m baksund í morgun á tímanum 26:05, góð bæting frá því á RIG í janúar en þá synti hann á 26:19.

Kristinn syndir kl. 17:17 til úrslita og hefur þá tækifæri til að gera enn betur, en í dag fer fram síðasti hluti Íslandsmótsins 2019 í 5o metra laug. Mótið fer fram í Laugardalslauginni.