Páskamót Fjölnis

Frjálsíþróttadeild Fjölnis hélt sitt árlega Páskamót fyrir 6-10 ára iðkendur deildarinnar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sunnudaginn 24. mars. Var iðkendum frá Aftureldingu einnig boðið að taka þátt í mótinu. Keppt var í 60m spretthlaupi, langstökki, skutlukasti og 200m hlaupi. Alls tóku um 20 krakkar þátt í mótinu og heppnaðist það mjög vel. Góð stemning var á mótinu og greinilegt að mikið er af efnilegu íþróttafólki hjá þessum félögum. Að mótinu loknu fengu krakkarnir viðurkenningaskjal með upplýsingum um árangur sinn á mótinu og páskaegg frá Freyju. Mótið var styrkt af Landsbankanum.

Á myndinni er hópurinn ásamt þjálfurum.


Frestun á framhaldsaðalfundi

Framhaldsaðalfundur handknattleiksdeildar Fjölnis frestast um hálfan mánuð  og verður sem hér segir.

Miðvikudagurinn 9. apríl kl. 20:00 

 

Fundurinn fer fram í félagsrýminu okkar í Egilshöll.

Dagskrá framhaldsaðalfundar :

c)      Kjör formanns

 

Lög Fjölnis

Minnum á að framboðsfrestur um tillögur að formönnum og stjórnarmönnum er 5 dögum fyrir boðaðan aðalfund.

 

#FélagiðOkkar

Skrifstofa Fjölnis


Sigurður Ari á NM 2019

Sigurður Ari Stefánsson fer út fyrir okkar hönd á Norðurlandamót unglinga , 17.-19.maí í Svíðþjóð. Við óskum Sigga okkar og Zoltan þjálfara innilega til hamingju og óskum Sigga góðs gengis við lokaundirbúning fyrir mótið.

Meira um landslið Íslands hér: 

#FélagiðOkkar