Bikarkeppni FRÍ fyrir 15 ára og yngri fór fram sunnudaginn 3. mars í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika. Fjölnir sendi sameiginlegt lið með Aftureldingu og var eitt strákalið og tvö stelpulið. Í heildina varð Fjölnir A í 7. sæti og Fjölnir B í 9. sæti. Af strákaliðunum varð Fjölnir A í 7. sæti og af stelpuliðunum varð Fjölnir A í 5. sæti og Fjölnir B í 9. sæti. Var lið Fjölnis skipað ungu og efnilegu íþróttafólki sem lagði sig virkilega fram, en sumir voru að keppa í fyrsta skipti. Voru margir að setja persónuleg met í sínum greinum.

Öll úrslit mótsins er hér.

Úrslit í stigastöðunni er hér.