Flottur sigur hjá okkar mönnum

Á þriðjudagskvöldið var hörku leikur í Hertz deild karla í íshokkí þegar Íslandsmeistarar SA kom í heimsókn í Grafarvoginn.  Leikurinn byrjaði með þreifingum í fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta fór að draga til tíðinda þegar okkar menn skoruðu tvö mörk gegn engu.  Í þriðja leikhluta héldum við áfram af sama krafti og bættum við þriðja marki og vorum komin með þægilega forystu.  SA er lið sem gefst aldrei upp og settu spennu í leikinn með að lumma inn tveimur mörkum í lokin, það dugði ekki til í þetta skiptið og fyrsti sigur Bjarnarins kominn í hús í vetur.  Frábær sigur að baki en það sem mestu máli skiptir að þetta var mjög flottur leikur tveggja góðra liða og flott auglýsing fyrir íþróttina.  Þökkum við liði SA fyrir mjög flottan leik.

Það er óhætt að segja að Bjarnarliðið sé talsvert breytt frá síðasta vetri, ekki einungis eru það máttarstólpar liðsins síðustu ár sem eru á sínum stað, ungu strákarnir okkar eru að bæta sig gríðarlega mikið og greinilegt að við eigum mikinn efnivið í Grafarvoginum.  Undanfarið höfum við líka fengið til baka gamla Bjarnarmenn sem eru frábærir leikmenn og fengum við t.a.m. tvö mörk frá einum slíkum í þessum leik.  Þess fyrir utan erum við búnir að fá í hópinn okkar flotta drengi upprunna úr liði SA ásamt öflugum útlendingum.  Hópurinn er orðinn gríðarsterkur og er að smella saman hjá okkur eins og hefur sést á síðustu leikjum liðsins, ekki bara hefur verið gaman að fylgjast með þeim inn á svellinu heldur er einnig áberandi að stemmning innan liðsins er öflug.

Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í vetur með þennan flotta hóp og hvetjum við alla til að koma á leiki liðsins og fylgjast með.  Næsti heimaleikur okkar er nk. Þriðjudag kl: 19:45 er við tökum á móti öflugu liði SR sem hefur unnið okkur í tvígang á tímabilinu.

Áfram Fjölnir – Björninn !!


Haustmót í stökkfimi

Haustmót í Stökkfimi fór fram í Stjörnunni um síðustu helgi. Góð skráning var á mótið sem gerði mótið líflegt og skemmtilegt.
Nýlega var reglum í stökkfimi breytt, nú er alltaf keppt í liðum. Liðin samanstanda af 4-7 iðkendum og liðin skrá sig beint í A, B eða C deild eftir því hvaða stökk þau ætla að framkvæma.

Hópar KH-3 og KH-2 úr Fjölni skráðu sig á mótið og mynduðu fimm lið og enduðu fjögur þeirra á palli. Stelpurnar skemmtu mér stórkostlega og áttu góðan dag í Stjörnuheimilinu og eru spenntar fyrir að bæta sig fyrir næstu mót.

 

Öll úrslit mótsins má sjá HÉR


Haustmót á Akureyri

Haustmót í 4. og 5. þrepi fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Það voru þær Hermína Mist, Laufey Birta, Sigríður Fen og Svandís Eva sem kepptu í 5. þrepi og hjá strákunum voru það þeir Arnþór, Bjarni Hans, Grétar Björn, Sigurjón Daði og Viktor Páll sem kepptu í 5. þrepi og Bjartþór Steinn, Brynjar Sveinn og Wilhelm Mar kepptu í 4. þrepi. Þetta var liðakeppni og þegar það eru fáir keppendur frá félögunum þá blandast þau saman í lið þannig að allir geti verið með, gefin voru verðlaun fyrir efstu sætin. Keppendur skemmtu sér vel á mótinu og var þetta góð reynsla í reynslubankann. Það verður gaman að fylgjast með þeim áfram á mótum vetrarins og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Verðlaunasæti:

5.þrep kk
1.sæti Fjölnir/FIMAK

4.þrep kk 10 ára og yngri
2.sæti ÁRM/Fjölnir

4.þrep kk 11 ára og eldri
1.sæti Fjölnir/FIMAK/Björk/ÁRM


Frábær árangur á haustmóti

Haustmót í 3.-1. þrepi og frálsum æfingum fór fram síðastliðna helgi í Björkunum. 19 keppendur kepptu á mótinu frá Fjölni, 17 stúlkur og 2 drengir. Árangur helgarinnar var glæsilegur og  unnu Fjölniskrakkar alls  24 verðlaun á mótinu. Keppt var á einstökum áhöldum og í fjölþraut. Við erum gríðarlega stolt af þessum myndarhóp og þjálfurum þeirra enda stöðu þau sig frábærlega. Við óskum ykkur öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til þess að fylgjast með ykkur áfram á mótum vetrarins.

Verðlaunasæti:

1. þrep kvk 13 ára og yngri
3. sæti  stökk - Leóna Sara Pálsdóttir

1. þrep kvk 14 ára og eldri
1. sæti í fjölþraut – Venus Sara Hróarsdóttir
3.sæti á stökki - Katrín S. Vilhjálmsdóttir
1. sæti á tvíslá – Venus Sara Hróarsdóttir
2. sæti á tvíslá – Katrín S. Vilhjálmsdóttir
3. sæti á tvíslá – Agla Bríet Gísladóttir
3. sæti á slá – Venus Sara Hróarsdóttir

2. þrep kk
1. sæti á öllum áhöldum  - Sigurður Ari Stefánsson
1. sæti í fjölþraut – Sigurður Ari Stefánsson

3. þrep 11 ára og yngri
1. sæti á stökki - Júlía Mekkín Guðjónsdódttir
3. sæti á stökki – Sigríður Dís Bjarnadóttir
4. sæti í fjölþraut – Lilja Katrín Gunnarsdóttir

3. þrep kvk 12 ára
2. sæti á gólfi - Eva Sóley Kristjánsdóttir

3. þrep kvk 13 ára og eldri
3. sæti á slá – Tinna Líf Óladóttir

3. þrep kk 12 ára og eldri
2. sæti á gólfi – Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti í hringjum  - Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti á tvíslá – Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti á svifrá – Davíð Goði Jóhannsson
2. sæti í fjölþraut  - Davíð Goði Jóhannsson