Okkar fólki gekk ágætlega á fyrsta GrandPrix móti Karatesambands Íslands á árinu. Alls komust iðkendur frá Karatedeild Fjölnis 7 sinnum á verðlaunapall.

Urðu úrslit eftirfarandi:

Kata 12-13 ára stúlkna

  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, gull
  • Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, silfur

Kata 14-15 ára stúlkna

  • Sunna Rut Guðlaugardóttir, brons

Kata 16-17 ára pilta

  • Baldur Sverrisson, silfur

Kumite 12-13 ára stúlkna

  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur

Kumite 14 ára pilta

  • Hákon Bjarnason, brons

Kumite 16-17 ára pilta

  • Baldur Sverrisson, silfur

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn.

* Á myndinni má sjá þær Eydísi Magneu og Ylfu Sól á verðlaunapallli fyrir keppni í kata 12-13 ára stúlkna