Ársfundur Karatedeildar Fjölnis

Þann 21. febrúar síðastliðinn var haldinn aðalfundur Karatedeildar Fjölnis.

Á honum var farið yfir þann árangur sem náðst hefur í starfinu á árinu. Á meðal nokkurra helstu atriða má nefna:

  • Mikil þátttaka var í mótum hjá iðkendum frá aldrinum 8 ára til 16 ára. Árangur reyndist með ágætum.
  • 12 iðkendur fóru gegnum Dan gráðun til svarts beltis
  • Stór hópur iðkenda fór til Skotlands á námskeið hjá Sensei Steven Morris og til mótahalds.
  • Allir þátttakendur deildarinnar sem þátt tóku í Íslandsmeistaramóti unglinga í kumite komust á verðlaunapall
  • Íþróttasamband Íslands staðfesti viðurkenningu sína á því að deildin sé Fyrirmyndardeild ÍSÍ
  • Alger viðsnúningur á rekstrarniðurstöðum
  • Fjöldi iðkenda á síðustu önn ársins var rétt um 90

Stjórn deildarinnar árið 2018 er sem hér segir:

  •   Þorsteinn Yngvi Guðmundsson, formaður
  •   Esther Hlíðar Jensen, gjaldkeri
  •   Valborg Guðjónsdóttir, ritari
  •   Sif Ólafsdóttir, meðstjórnandi
  •   Willem C.Verheul, meðstjórnandi
  •   Kristján Valur Jónsson, meðstjórnandi

Góður árangur á fyrsta GrandPrix móti KAÍ 2018

Okkar fólki gekk ágætlega á fyrsta GrandPrix móti Karatesambands Íslands á árinu. Alls komust iðkendur frá Karatedeild Fjölnis 7 sinnum á verðlaunapall.

Urðu úrslit eftirfarandi:

Kata 12-13 ára stúlkna

  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, gull
  • Ylfa Sól Þorsteinsdóttir, silfur

Kata 14-15 ára stúlkna

  • Sunna Rut Guðlaugardóttir, brons

Kata 16-17 ára pilta

  • Baldur Sverrisson, silfur

Kumite 12-13 ára stúlkna

  • Eydís Magnea Friðriksdóttir, silfur

Kumite 14 ára pilta

  • Hákon Bjarnason, brons

Kumite 16-17 ára pilta

  • Baldur Sverrisson, silfur

Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn.

* Á myndinni má sjá þær Eydísi Magneu og Ylfu Sól á verðlaunapallli fyrir keppni í kata 12-13 ára stúlkna