Fjölnir og Ármann í samstarfi um sundæfingar í Grafarvogslaug

Íþróttafélagið Fjölnir og Ármann hafa tekið höndum saman og bjóða áfram upp á sundæfingar og sundnámskeið fyrir börn í Grafarvogslaug. Með þessu samstarfi er tryggt að boðið verði upp á fjölbreytt og öflugt sundstarf í Grafarvogi, þar sem börnum í hverfinu gefst kostur á að stunda sund í heimahverfi sínu.

Sunddeild Ármanns sér áfram um skipulag og faglega þjálfun námskeiðanna í samstarfi við Fjölni. Byggt er á reynslu og þekkingu þjálfara sem hafa áralanga reynslu af sundkennslu og þjálfun barna.

Fjölnir leggur mikla áherslu á að íbúar Grafarvogs hafi aðgang að fjölbreyttu íþróttastarfi í nærumhverfinu, og sundið er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem félagið býður upp á. Með samstarfi Fjölnis og Ármanns er tryggt að sundstarf í Grafarvogi haldi áfram að þróast og dafna.

Félögin vonast til að enn fleiri börn í hverfinu sjái sér fært að taka þátt í sundnámskeiðum og að sundið verði áfram sterkur hluti af íþróttalífi svæðisins.

Allar nánari upplýsingar um námskeið og skráningu má finna hér: https://www.abler.io/shop/armann/sund

UM DEILDINA

Sunddeild Fjölnis var stofnuð 16. júní 1998 og hefur farið ört vaxandi og telur nú yfir 200 áhugasama iðkendur á aldrinum 2-25 ára.

Nánari upplýsingar

HAFA SAMBAND

Starfsmenn skrifstofu veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700 eða í gegnum netfangið skrifstofa@fjolnir.is

Nánari upplýsingar

ÆFINGAGJÖLD

Skilyrði er að æfingagjöld séu greidd í upphafi tímabils.

Nánari upplýsingar

Sumarstörf 2023 fyrir 15-25 ára

Líkt og fyrri ár munum við hjá Fjölni bjóða upp á fjölbreytt sumarstörf í tengslum við vinæslu sumarnámskeiðin okkar. HÉR er umsóknareyðublað sem…

Sunddeild Fjölnis leitar að þjálfara!

Sunddeild Fjölnis leitar að metnaðarfullum þjálfara. Mikið uppbyggingarstarf er hjá deildinni þar sem megin markmið eru að fjölga iðkendum og bjóða…

Frítt að æfa sund fyrir börn á aldrinum 7-10 ára í mars!

Sunddeild Fjölnis býður börnum á aldrinum 7-10 ára að æfa frítt í mars í útilaug Grafarvogslaugar. Þau sem vilja halda áfram að æfa eftir mars borga…

Uppskeruhátíð Fjölnis 2022

Uppskeruhátið Fjölnis fór fram þann 15. desember síðastliðinn að viðstöddum 100 manns. Veitt voru verðlaun fyrir íþróttaafrek ársins, gull- og…

Jólagjafahugmyndir fyrir Fjölnisfólk!

Nú fer að líða að jólum og því sniðugt að fara huga að jólagjöfum🎄🎁 Hér eru nokkrar hugmyndir af sniðugum pökkum fyrir Fjölnisfólk 🤩 Hægt er að skoða…

FJÖLNIR X PUMA

Við kynnum stolt FJÖLNIR X PUMA! Allar deildir í eitt merki Vefverslunin hefur opnað og nú er hægt að versla PUMA fatnað Hér er linkur á…

UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Translate »