Jóladagatal Fjölnis 2021

Dregið var fyrir 13.-24. desember í Jóladagatali KND Fjölnis í dag. Þá er búið að draga fyrir alla dagana.

Vinninga má nálgast á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll. Alla útdrætti má sjá á heimasíðu www.fjolnir.is sem og neðar í þessum pósti.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. Takk fyrir stuðninginn og áfram Fjölnir!

Hér að neðan á sjá öll vinningsnúmer í Jóladagatalinu:

Vinningsnúmer Desember Vinningur Verðmæti
146 1.des Nings gjafabréf 10,500
228 2.des Fyririsland.is gjafabréf 5,000
137 3.des Plan B Burger – 2 x Fjölskyldutilboð fyrir 4 8,900
126 4.des Barbarinn klipping 5,950
50 5.des Horfnar eftir Stefán Mána og 11.000 volt, þroskasaga Guðmundar Felix Grétarssonar eftir Erlu Hlynsdóttur – Sögur útgáfa 14,480
43 6.des Bókin Bjór – umhverfis jörðina á 120 tegundum 4,790
225 7.des Bókin Vín – umhverfis jörðina á 110 flöskum 5,990
234 8.des fyririsland.is gjafabréf 5,000
29 9.des Mjólkursamsalan pakki 7,990
173 10.des Golfvöllur Þorlákshafnar 5 hringir 13,000
195 11.des Barbarinn klipping 5,950
253 12.des Gullkort knattspyrnudeildar 25,000
250 13.des Pizzaveisla á Natalía Pizzería 10,000
77 14.des Nings gjafabréf 10,500
53 15.des Heima hjá lækninum í eldhúsinu, matreiðslubók og Leikskólalögin 2, undirleikur Jón Ólafsson – Sögur útgáfa 13,980
3 16.des Húsasmiðjan gjafabréf 15,000
238 17.des Audio-technica M20x heyrnatól 11,500
122 18.des Gyðjan Snyrtistofa – fótsnyrting 11,900
31 19.des Pizzaveisla á Natalía Pizzería 10,000
100 20.des Nings gjafabréf 10,500
78 21.des Golfvöllur Þorlákshafnar 5 hringir 13,000
150 22.des Gullkort knattspyrnudeildar 25,000
127 23.des Öryggismiðstöðin – Eldvarnarpakki 19,900
57 24.des Hreyfing – 3 mánaða kort 39,900


Guðrún Helga framlengir til 2024

Guðrún Helga Guðfinnsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Guðrún Helga, sem er fædd árið 2002, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 36 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Guðrún Helga er sterkur leikmaður sem getur leyst allar stöður I vörninni og hefur gegnt mikilvægu hlutverki fyrir bæði meistaraflokk og 2. flokk á síðustu árum.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Ísabella semur til 2024

Ísabella Sara Halldórsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur samið við Knattspyrnudeild Fjölnis. Ísabella, sem er fædd árið 2002, kom á láni til okkar fyrir síðasta tímabil frá Aftureldingu eftir að hafa leikið líka með Fylki tímabilið 2020. Þar að auki á hún leiki með Selfossi í meistaraflokk þar sem hún er uppalin. Ísabella hefur leikið samtals 23 KSÍ leiki, þar af 10 með Fjölni á síðasta tímabili. Hún er öflugur varnarmaður sem spilar yfirleitt í stöðu bakvarðar.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan unga og spennandi leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen


Eva María framlengir til 2024

Eva María Smáradóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Eva María, sem er fædd árið 2003, gekk til liðs við okkur fyrir síðasta tímabil frá Aftureldingu en hún gekk upp alla yngri flokka hjá Breiðablik. Hún hefur samtals leikið 21 KSÍ leiki en þar af 9 leiki með Fjölni. Eva María er öflugur varnarmaður sem er að koma til baka eftir meiðsli en getur líka leyst ýmsar stöður ofar á vellinum með góðu móti. Endurhæfingin lofar góðu og við væntum mikils af þessum öfluga leikmanni í endurkomunni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan unga og spennandi leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Dregið var fyrir 6.-12. desember í Jóladagatali KND Fjölnis. Eftirfarandi númer voru dregin út:

Vinnigsnúmer Desember Vinningur Verðmæti
43 6.des Bókin Bjór – umhverfis jörðina á 120 tegundum 4,790
225 7.des Bókin Vín – umhverfis jörðina á 110 flöskum 5,990
234 8.des fyririsland.is gjafabréf 5,000
29 9.des Mjólkursamsalan pakki 7,990
173 10.des Golfvöllur Þorlákshafnar 5 hringir 13,000
195 11.des Barbarinn klipping 5,950
253 12.des Gullkort knattspyrnudeildar 25,000

Vinninga má nálgast á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.
Næsti og síðasti dráttur er 19. desember. Takk fyrir stuðninginn og áfram Fjölnir!


Silja framlengir til 2024

Silja Fanney Angantýsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Silja, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fjórða tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 38 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk Fjölnis og skorað í þeim tvö mörk. Silja býr yfir miklum hraða og er með mikið markanef sem sannaði sig heldur betur í sumar, þegar hún skoraði 15 mörk í 16 leikjum með 2. flokki kvenna. Það er því bjart framundan hjá þessum unga og öfluga leikmanni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan hæfileikaríka og uppaldna leikmann sem mun gegna lykilhlutverki í Fjölnisliðinu á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Marta framlengir til 2024

Marta Björgvinsdóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Marta, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fjórða tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 31 KSÍ leiki fyrir félagið og skorað í þeim fjögur mörk. Marta býr yfir miklum hraða og getur leyst af flestar stöður framarlega á vellinum en hún fer vel af stað núna á undirbúningstímabilinu þar sem hún skoraði meðal annars í æfingaleik gegn Gróttu á dögunum. Hún hefur einnig verið drjúg við markaskorun í 2. flokknum síðustu ár þannig von er á góðu frá þessum unga og hæfileikaríka leikmanni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna lykilhlutverki í Fjölnisliðinu á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Anna Kolbrún semur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við Önnu Kolbrúnu Ólafsdóttur til ársins 2024. Anna Kolbrún, sem er fædd árið 2003, kemur frá Aftureldingu eftir að hafa verið á láni hjá okkur síðasta sumar. Hún hefur leikið 14 KSÍ leiki í meistaraflokki, þar af 2 leiki í Pepsi Max deildinni með Fylki þar sem hún er uppalin. Anna Kolbrún er sterkur miðjumaður sem er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Endurhæfingin lofar okkur og við væntum mikils af þessum öfluga leikmanni í endurkomunni.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan efnilega leikmenn sem mun gegna stóru hlutverki í meistaraflokki kvenna á næstu tímabilum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tíma saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Hafliði Breiðfjörð


Hrafnhildur framlengir til 2024

Hrafnhildur leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis. Hrafnhildur, sem er fædd árið 2003, er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki. Hún hefur samtals leikið 50 KSÍ leiki og skorað í þeim eitt mark en þetta eina mark verður að teljast ansi mikilvægt. Markið mikilvæga var útivallarmark sem kom gegn Völsungi í úrslitakeppni 2. deildar í sumar og var eitt tveggja marka í síðari leik liðanna sem tryggði okkur sæti í 1. deild á komandi tímabili. Hrafnhildur er öflugur varnarmaður sem getur líka leyst stöðu miðjumanns á vellinum.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan sterka og uppaldna leikmanns sem gegnt hefur mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna síðustu ár. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Jóladagatal knattspyrnudeildar

Jóladagatal KND Fjölnis 2021

Knattspyrnudeild Fjölnis er komin í jólaskap og hefur sölu á „rafrænum“ jóladagatölum í dag til að telja saman niður í jólin!

Jóladagatalið virkar einfaldlega eins og happdrætti en fólk fær úthlutað númeri fyrir 3. desember í tölvupósti við kaup. Það eru 24 flottir vinningar í boði að heildarverðmæti 303.730 kr. Vinningar eru dregnir út sunnudagana 5., 12. og 19. desember og hægt að nálgast á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.

Hægt er að styrkja deildina með kaupum á rafrænu jóladagatali með því að smella hér 

Greiðsluupplýsingar eru eftirfarandi: (Þessar upplýsingar koma einnig fram í sölulinknum)

Rkn: 0114-05-060968Kt: 631288-7589Senda kvittun á 1×2@fjolnir.is 

Við hvetjum alla til að styðja við öflugt starf deildarinnar með kaupum á rafrænu og umhverfisvænu jóladagatali. Þinn stuðningur skiptir máli.

Áfram Fjölnir!  #FélagiðOkkar

Dregið var fyrir 1.-5. desember í Jóladagatali KND Fjölnis 2021. Eftirfarandi númer voru dregin út:

Vinningsnúmer Desember Vinningur Verðmæti
146 1.des Nings gjafabréf 10,500
228 2.des Fyririsland.is gjafabréf 5,000
137 3.des Plan B Burger – 2 x Fjölskyldutilboð fyrir 4 8,900
126 4.des Barbarinn klipping 5,950
50 5.des Horfnar eftir Stefán Mána og 11.000 volt, þroskasaga Guðmundar Felix Grétarssonar eftir Erlu Hlynsdóttur – Sögur útgáfa 14,480

Vinninga má nálgast á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.Næsti dráttur er 12. desember. Takk fyrir stuðninginn og áfram Fjölnir!

Jólakveðjur-Knattspyrnudeild Fjölnis