Guðlaug Ásgeirsdóttir gengur til liðs við Fjölni

Guðlaug Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við Fjölni. Guðlaug, sem er fædd árið 2005, er uppalin hjá Val en kemur til okkar frá KH þar sem hún lék á síðasta tímabili. Guðlaug er kantmaður, fljót og vinnusöm og með auga fyrir mörkum og stoðsendingum. Hún á að baki 30 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 4 mörk.
Knattspyrnudeild Fjölnis fagnar komu Guðlaugar og bindur miklar vonir við þennan hæfileikaríka leikmann.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen


Lovísa María Hermannsdóttir

Fjölnir hefur samið við Lovísu Maríu Hermannsdóttur út tímabilið 2024. Lovísa, sem er fædd árið 2001, er uppalin hjá FH en lék á síðasta tímabili með ÍH í 2. deild. Hún hefur samtals leikið 17 KSÍ leiki og skorað í þeim eitt mark. Lovísa er sókndjarfur hægri bakvörður og er frábær viðbót við þann unga og spennandi sem við erum að byggja upp.

Það er því mikið fagnaðarefni að semja við þennan sterka leikmann sem verður spennandi að fylgjast með í sumar. Knattspyrnudeild Fjölnis hlakkar til komandi tíma saman og væntir mikils af samstarfinu

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen


TVÆR Í SÍNUM FYRSTA MEISTARAFLOKKSLEIK

Tvær stúlkur hjá Fjölni spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik í kvöld þegar Fjölnir mætti ÍH í æfingaleik félaganna sem endaði með Fjölnis sigri 6-4.

Stúlkurnar Sara Sif Builinh Jónsdóttir og María Sól Magnúsdóttir eru báðar uppaldar hjá Fjölni.

Leikurinn var  æfingaleikur hjá meistaraflokknum og var mjög spennandi og jafn leikur þar til Fjölnis stúlkur kláruðu leikinn á loka mínútunum.

Fyrsta mark Fjölnis skoraði Alda Ólafsdóttir, þá fylgdi Marta Björgvinsdóttir eftir með annað mark liðsins, því næst Aníta Björg Sölvadóttir, þá Harpa Sól Sigurðardóttir með fjórða mark liðsins og var þá jafnt 4-4 þar til Aníta Björg Sölvadóttir kom með sitt annað mark í leiknum og færði Fjölni yfir í 5-4. Tinna Sól Þórsdóttir kom svo með lokamark leiksins og lauk leik 6-4 í verðskulduðum Fjölnis sigri. Bæði liðin munu spila í 2. deild í sumar og er stefna Fjölnis að sjálfsögðu að komast upp í Lengjudeildina.

Í leiknum í dag var öflugur hópur Fjölnis leikmanna: Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Adna Mestovic, Alda Ólafsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Ísabella Sara Halldórsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Aldís Tinna Traustadóttir, Petra Hjartardóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Þórunn Eva Ármann og Vala Katrín Guðmundsdóttir.

ÁFRAM FJÖLNIR


Lúkas Logi til Vals

Knattspyrnudeild Fjölnis hefur samþykkt kauptilboð Vals í Lúkas Loga Heimisson.

Lúkas Logi er 19 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Fjölni en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið 41 leik fyrir félagið og skorað í þeim 13 mörk. Á síðasta tímabili sneri hann aftur í Voginn eftir tæplega ársdvöl á láni hjá Empoli FC á Ítalíu þar sem hann lék með U19 ára liði félagsins við góðan orðstír.

Knattspyrnudeild Fjölnis vill þakka Lúkasi fyrir þau góðu ár sem hann hefur leikið fyrir félagið og óskar honum alls hins besta hjá nýju félagi.


Harpa Sól Sigurðardóttir snýr aftur í Voginn

Harpa Sól Sigurðardóttir snýr aftur í Voginn og semur við Knattspyrnudeild Fjölnis til næstu tveggja ára, út tímabilið 2024. Harpa Sól, sem er fædd árið 2004, kemur til okkar frá KH þar sem hún lék á síðasta tímabili. Hún lék áður með FH og Breiðablik. Harpa Sól, sem er fjölhæfur miðjumaður, hefur leikið 15 KSÍ leiki og skorað í þeim tvö mörk.

Það er mikið fagnaðarefni að fá Hörpu Sól aftur heim í Voginn. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tíma saman og bindur miklar vonir við þennan öfluga leikmann.

Mynd: Baldvin Örn Berndsen


Sigur í öðrum leik á Reykjavíkurmótinu 2023

Sigur í öðrum leik á Reykjavíkurmótinu 2023.

Meistaraflokkur kvenna vann 4-2 sigur gegn ÍR í Egilshöll í gærkvöldi.

Mörk liðsins skoruðu þær Anna María Bergþórsdóttir á 9.mínútu, Aníta Björg Sölvadóttir á 68 mínútu, Harpa Sól Sigurðardóttir á 90 mínútu og Adna Mesetovic á uppbótatíma 91.mínútu.

Lið Fjölns: Eva María Smáradóttir (Fyrirliði), Hrafnhildur Árnadóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Oddný Sara Helgadóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir (Markmaður). Ísabella Sara Halldórsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Alda Ólafsdóttir, Adna Mesetovic, Harpa Sól Sigurðardóttir, Þórunn Eva Ármann og Freyja Dís Hreinsdóttir.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Alda Ólafsdóttir semur við Fjölni

Alda Ólafsdóttir semur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við Öldu Ólafsdóttur út keppnistímabilið 2024. Alda, sem er fædd árið 1996 er uppalin FH-ingur, hefur leikið 146 KSÍ leiki og skorað í þeim 38 mörk. Alda mun einnig verða hluti af þjálfarateymi liðsins en hún mun stýra styrktarþjálfun. Þá á Alda yngri landsleiki að baki með U17 og U18.

Það er mikið fagnaðarefni að fá þennan öfluga miðjumann til liðs við félagið sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

ÁFRAM FJÖLNIR

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Sigur í fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu 2023

Sigur í fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu 2023.

Meistaraflokkur kvenna vann góðan þriggja marka sigur gegn KR í Egilshöll í gærkvöldi.
Mörk liðsins skoruðu Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir á 26.mínútu, Oddný Sara Helgadóttir á 60.mínútu og Anna María Bergþórsdóttir á 85.mínútu.

Lið Fjölnis: Lovísa María Hermannsdóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Eva María Smáradóttir (Fyrirliði), Elvý Rut Búadóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir (Markmaður), Aldís Tinna Traustadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðlaug Ársgeirsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir. Varamenn: Anna María Bergþórsdóttir, Odný Sara Helgadóttir, Hjördís Erla Björnsdóttir, Petra Hjartardóttir, Þórunn Eva Ármann, Freyja Dís Hreinsdóttir og Alda Ólafsdóttir.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í U16 ára landsliðshópinn!

Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í U16 ára landsliðshópinn!

Fjölnisstúlkan Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í hóp U16 ára landsliðsins sem æfir saman 18.-20. janúar!

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, tilkynnti valið í hópinn í upphafi mánaðarins. Liðið mun æfa saman í Miðgarði í Garðabæ.

Við óskum Aldísi Tinnu góðs gengis með landsliðshópnum!

Fjölnir Knattspyrna #FélagiðOkkar


TÆKNINÁMSKEIÐ MEÐ LUKA HEFST 22. JANÚAR

Það er óhætt segja að fyrsta tækninámskeið okkar hafi heppnast gríðarlega vel, það var mikill metnaður, gleði og frábært andrúmsloft á æfingum. Krakkarnir voru að gera frábæra hluti og sýndu framfarir í þeim tækniatriðum sem voru kennd.
Ýmislegt var krefjandi og krakkarnir þurftu að leggja mikið á sig til að ná valdi á tækniatriðunum.
Brosið fylgdi öllum tækniæfingum vegna þess að það heppnast alltaf eitthvað af atriðum/æfingum sem voru lögð fyrir krakkana.
Við þökkum kærlega leikmönnum og foreldrum fyrir frábært námskeið.

Námskeið nr. 2 byrjar 22. janúar og mun standa í 2 mánuði, á námskeiðinu ætlum við að kenna skot og langar sendingar.
Fótboltasérfæðingar segja að skottækni sé grunnundirstaða í öllum spyrnum fótboltans: löngum sendingum, fyrirgjöfum, innanfótsendingum … Þeir leikmenn sem ná valdi á skottækni munu auðveldega læra allar aðrar spyrnur í  fótboltanum.  Í gegnum tíðina hef ég (Luka) mælt framfarir leikmanna í skottækni og niðurstaða mælinga er sú að leikmenn 15 ára og eldri bættu sig um 35-75% en leikmenn 10-14 ára bættu sig 140 – 380%.  Mælingar sýna að kenning Arséne Wenger hefur mikið að segja, en kenning hans snýr að því að krakkar á þessum aldri eru móttækilegastir að læra tækniatriði.

Á námskeiðinu veður haldinn fyrirlestur um einstaklingsatriði sem eru kennd og æfingar munu fara fram eingöngu innandyra. Takmarkaður fjöldi verður í boði.

Skráning fer fram HÉR

Kær kveðja,
Luka og þjálfarar


UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »