Greifamótið á Akureyri

Um síðustu helgi (12-14. október) hélt SA hið árlega Greifamót fyrir 5.-7. flokk og fór Björninn að vanda með galvaska krakka norður að keppa. Ferðin heppnaðist mjög vel og voru bæði keppendur og fullorðnir ánægðir með ferðina. Góður andi var í ferðinni og mikið um hópefli bæði á svellinu og utan þess eins og myndirnar sýna klárlega.


Zamboni bilaður

Því miður er Zamboni-inn bilaður og verða því engar æfingar að minnstaskosti í tvo daga. Við vonumst til að æfinginar verði samkvæmt dagskrá á fimmtudaginn en munum láta vita.


Niðurstöður atkvæðagreiðslu

Í gær var framhaldsaðalfundur Skautafélagsins Björninn þar sem gengið var til atkvæðagreiðslu um hvort Björninn og Fjölnir ættu að sameinast og Fjölnir yfirtaka alla starfsemi og skyldur Skautafélagsins.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar var sú að 40 greiddu atkvæði með tillögunni, 8 á móti og 1 auður.
Til hamingju Bjarnarmenn nær og fjær með niðurstöðuna, nú eru bara spennandi timar framundan

Framhaldsaðalfundur 27.september

Boðað er til framhaldsaðalfundar þann 27.september.

Áður hefur verið boðað til þessa sama fundar nema viku fyrr. Vegna óviðráðanlegra ástæðna hefur honum verið frestað um viku.