Sigur hjá meistaraflokki kvk í gærkvöldi
Fjölnir tók á móti SR í Egilshöll í Hertz deild kvenna í gærkvöld.
Bæði lið komu ákveðin til leiks og byrjaði leikurinn jafn.
Fyrsta mark leiksins skoraði Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Laura Murphy (13) þegar 7 mín og 10 sek voru liðnar af leiknum.
Baráttan hélt áfram og eftir 17 min og 16 sek jafnaði SR.
Staðan Fjölnir 1 – 1 SR eftir fyrsta leikhluta.
Í öðrum leikhluta lék Fjölnir á alls oddi og bættu stelpurnar 7 mörkum við fyrra mark.
Mörkin skoruðu:
Harpa Kjartansdóttir (12)
Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Krístínu Ingadóttur (17)
Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Grétu Jónsteinsdóttur (8)
Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Maríönu Birgisdóttur (99)
Sigrún Árnadóttir (7)
Berglind Valdimarsdóttir (24) með stoðsendingu frá Hörpu Kjartansdóttur (12)
Berglind Valdimarsdóttir (24) með stoðsendingu frá Elínu Alexdóttur (25)
Staðan eftir annann leikhluta Fjölnir 8 - 1 SR
Leikhlutinn einkenndist af skemmtilegu samspili og mikilli samstöðu í liði Fjölnis.
Í þriðja leikhluta hélt Fjölnir áfram að herja á mark SR og bættu tveim mörkum við, þau mörk skoruðu:
Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu fráGrétu Jónsteinsdóttur (8)
Maríana Birgisdóttir (99)
Stelpurnar voru hvergi hættar að berjast fyrir fleiri mörkum, þegar aðeins tæpar tvær mín voru eftir af leiknum Skoraði þó SR lokamarkið.
Fjölnir gekk því af velli með 10-2 sigur og geta verið sáttar eftir góðann leik sem einkenndist af leikgleði og samvinnu.
Ásta Hrönn Ingvarsdóttir og Kristján V. Þórmarsson
Myndir Gunnari Jónatanssyni.
Meistaraflokkur Fjölnis unnu 9-1 sigur gegn SR
26.1 2021
Fjölnir/Björninn tók á móti SR í Egilshöll í fyrsta leik Hertz deildar kvenna eftir langt hlé vegna Covid 19.
Bjarnar stelpur mættu ferskar til leiks og einbeiting liðsheildarinnar var í fyrirrúmi allt frá byrjun til enda leiksins.
Liðin tvö voru að keppa á móti hvor öðru í fyrsta sinn í langann tíma. Síðustu ár hafa liðin tvö teflt fram sameiginlegu liði undir merkjum Reykjavíkur.
Það var því við búist að skemmtilegur leikur væri framundan þar sem bæði lið vildu sýna sitt besta andlit. Mikil stemming var í kringum leikinn þó svo að áhorfendur séu ekki leifðir í bili.
Stemmingin fór þó ekki fram hjá neinum sem horfðu á, hvort heldur sem er í gegnum netið eða á staðnum.
Eftir 15 min og 45 sek kom fyrsta mark leiksins, markið skoraði Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Sigrúnu Árnadóttur (7). Staðan Björninn 1- SR 0.
Var þetta eina mark fyrsta leikhluta.
Annar leikhluti fór hratt af stað og mörkin duttu inn eitt af öðru.
Annað mark Bjarnarins skoraði Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur (17) Staðan Björnin 2 SR 0
Stuttu eftir það minnkaði SR muninn niður í eitt mark þegar Arna Friðjónsdóttir (10) skoraði fyrir SR með stoðsendingu frá Brynhildi Hjaltested (9). Björninn 2- SR 1
Bjarnarstelpur léku á alls oddi og skoruðu 5 mörk í viðbót í öðrum leikhluta, mörkin skoruðu:
Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Berglindi Valdimarsdóttur (24) Björninn 3- SR 1
Kristín Ingadóttir (17) með stoðsendingu frá Sigrúnu Árnadóttur (7)
Björninn 4- SR 1
Maríanna Birgisdóttir (99) með stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur (17)
Björninn 5-SR 1
Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Karen Þórisdóttur (22)
Björninn 6- SR 1
Og Steinunn Sigurgeirsdóttir (10)
Björninn var mikið í sókn og spiluðu af mikilli leiksgleði.
Í þriðja leikhluta var ekkert gefið eftir, SR vörðust sem aldrei fyrr en Björninn náði þó að bæta tveim mörkum við.
Fyrra markið kom á 44 min og 54 sek en markið skoraði Sigrún Árnadóttir (7) og þá búin að skora 3 mörk, Björninn 8- SR 1
Síðasta markið skoraði einnig Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Berglindi Valdimarsdóttur (24)
Eftir 57 min og 26 sek fék Sigrún Árnadóttir (7) leikmaður Bjarnarinns 2 min brottvísun fyrir Slashing og Björninn því einum færri þar til 34 sek voru eftir af leiknum. Það breytti ekki stöðunni.
Lokastaða Björninn 9- SR 1
Bæði lið gáfu allt í leikinn og úr varð frábær skemmtun. Eitt er víst að gaman verður að fylgjast áfram með þessum liðum í vetur.
Ásta Hrönn Ingvarsdóttir
Kristján V. Þórmarsson
Myndir hér að ofan eru skjáskot tekin úr streymi af leiknum.
Fyrir áhugasama sem misstu af leiknum þá má horfa á leikinn hér
Skautaskóli Íshokkídeildar
Íshokkí er hraðasta íþrótt í heimi!
Skautaskóli Íshokkídeildar Fjölnis er fyrir alla(r) stelpur og stráka á aldrinum 4 til 12 ára sem langar að ná færni á skautum og í íshokkí. Engin krafa er á að kunna á skauta eða íshokkí, við munum læra það í skautaskólanum.
Skautaskólinn er 2x í viku, fimmtudaga kl. 16:50 og sunnudaga kl. 11:15. Æfingar eru bæði á ís sem og einnig af ís.
Uppistaða æfinga hjá Skautaskólanum eru leikir og skemmtun til að halda börnum áhugasömum við efnið og að vera sem mest á hreyfingu.
Við notumst við kennslufræði Alþjóða íshokkísambandsins Learn to Play (LTP).
„Helstu markmið IIHF Learn to Play Program er til að veita stelpum og strákum fullkomna íshokkí upplifun. Íshokkí á þessum getustigi á að vera byggð á því að hafa gaman, hafa æfingar sem allir taka þátt í og til að byggja upp góðan grunn í íshokkí.“
Svör við algengum spurningum:
-
-
- Alltaf Frítt að prufa!
- Við lánum allan útbúnað án endurgjalds.
- Mælum með að mæta u.þ.b 20 mín fyrir auglýstan æfingartíma.
- Best ef börnin séu klædd í íþróttagalla til að klæðast undir íshokkí útbúnaði, einnig sem að við mælum með íþróttaskóm til að taka þátt í af ís æfingum.
- Foreldrum er velkomið að fylgjast með æfingum barna í Skautaskóla.
- ATH! vegna sóttvarna og takmarkana er grímuskilda á alla foreldra, einnig sem að við biðjum einungis eitt foreldri forráðamann að fylgja barni.
-
Æfingargjöld fyrir skautaskóla eru 26.000kr fyrir vorönn 2021 (jan – maí). (Það er samt alltaf Frítt að prufa).
Þegar barn hefur svo öðlast færni/getu til að taka þátt í almennum æfingum með sínum aldursflokk flytum við iðkandann upp í sinn aldursflokk og verða þá æfingar 3x í viku (ís og af ís æfingar).
Skráningu í skautaskólann má finna á heimasíðu Fjölnis Hér.
Varðandi nánari upplýsingar beinum við á Andra þjálfara hokki@fjolnir.is
Hér á myndinni fyrir neðan má sjá íshokkí búnað sem allir iðkendur klæðast.
Áhugaverðir tenglar:
Blaðagrein við þjálfara íshokkídeildar Hér:
Fjölnir íshokkí í Facebook Hér:
Fjölnir íshokkí á Instagram Hér:
Æfingar Íshokkídeildar 18. nóv – 2. des
Vegna ástandsins þurfum við að breyta stundartöflu til að ná að skipta upp hópum betur og til að fækka umgangi á svæðinum Skautahallarinnar.
- Iðkenndur og aðrir tengdum íshokkídeild ganga ekki inn um aðalinngang Egilshallarinnar. Iðkendur skulu notast við inngang bakatil á Egilshöllinni. Stigagangur beint upp í skautahöll (Sjá mynd neðst í færstlu).
- Við ráðleggjum öllum sem geta að taka íshokkí búnað með heim og klæða sig/börnin eins míkið og hægt er áður en komið er til æfinga.
- Andlitsgrímu skylda er á alla aðra en iðkenndur (2005 eða yngri).
- Við mælum með hanska notkun.
- Viðahlda skal 2m reglunni.
- Eitt foreldri /forráðamaður er leyft að koma og aðstoða barn við að klæða sig, svo verður foreldri/forráðamaður að fara út úr skautahöllinni þar til æfing er lokið. Að æfingu lokinni má foreldri/forráðamaður koma aftur og aðstoða við að klæða úr.
- Foreldrum/forráðamönnum er meinaður aðgangur að búningsherbergjum. (notast skal við sameiginleg rými frammi).
- Einungis 10 fullorðnir/foreldrar/forráðamenn eru leyfðir á sama tíma í húsinu (Þjálfarar og starfsmenn skautahallar teljast ekki með í þessum). Þannig að vinsamlegast virðið fjöldatakmörkun og ekki vera í húsinu nema að ítrustu nauðsyn.
- Velkomið er að eldri systkini/skyldmenni (14 – 16 ára/8. – 10. bekkur) mæti og fylgi barninu eftir á æfingu.
- Vinsamlegast hugið að sóttvörnum fyrir og eftir æfingu – handþvott, spritt o.s.frv.
- Ef barnið eða aðrir fjölskyldumeðlimir finnur fyrir einkennum þá á að halda sig heima.
- Vinsamlegast virðið þessi tilmæli.
Hér að neðan eru breyttir æfingatímar 18. nóv - 2. des Einnig viljum benda á að fylgjast vel með upplýsingum á FB grúpum hvers og eins flokks.
Skautaskóli.
Fimmtudaga kl. 16:50 -17:30
Sunnudaga kl. 12:10- 13:00
Notast skal við aðstöðu frammi (við sjoppu) eða áhorfenda stúku til að klæða börn.
U8 og U10
Þriðjudaga kl. 17:15- 18:05
Fimmtudaga kl. 17:30- 18:20
Sunnudaga kl. 08.00- 08:45
U8 og U10: Notar klefa nr. 5
U12
Þriðjudaga kl. 18:05- 19:00
Fimmtudaga kl. 18:20- 19:10
Sunnudaga kl. 08:45- 9:45
U12: Notar klefa nr. 4
U14
Mánudaga kl. 19:00- 20:20
Þriðjudaga kl. 19:15- 20:15
Fimmtudaga kl. 19:25- 20:30
Laugardaga kl. 18:15- 19:05
Sunnudaga kl. 10:00- 11:50
U14: Notar klefa nr. 3
U16
Mánudaga kl. 17:55- 19:00 & 20:35- 21:35
Þriðjudaga kl. 20:15- 21:15
Fimmtudaga kl. 20:30- 21:30
Laugardaga kl. 19:05- 20:05
Sunnudaga kl. 10:50- 11:50 & 20:15- 21:15
U16: Notar klefa nr. 2
Allar ísæfingar í U18, Meistaraflokki kvenna, Meistaraflokki karla, Skautaskóla Fullorðinna og Old boys falla niður 7.- 19. okt.
Allar nánari upplýsingar og spurningar verður svarað á Facebook síðu íshokkídeildar, grúppum hvers flokks eða hokki@fjolnir.is
Tilkynning um barnamótið sem á að fara fram 2.-4. október.
Hokkí markaður fimmtudaginn 1. október
Við ætlum að hittast í Íssalnum fimmtudaginn 1. október milli 18:30 og 19:30 með gamla íshokkídótið sem við erum hætt að nota og koma því í pening eða bítta því fyrir eitthvað sem passar betur.
Þetta er markaður sem er opinn öllum sem eiga eða langar að kaupa íshokkídót.
Þjálfarar verða á svæðinu og aðstoða fólk við að finna sanngjarnann verðmiða.
Endilega takið til í skápum og geymslum og komið með allt sem þið finnið.
Einnig bendum við á að þjálfarar og stjórn taka alltaf við frjálsum framlögum á notuðu íshokkídóti ef fólk vill styrkja deildina í því formi.
Litríkur og spennandi fyrsti leikur Fjölnis kvenna
26.9 2020
Fyrsti leikur nýskipaðs liðs Bjarnarins hjá meistaraflokks kvenna í Fjölni fór fram í gær þegar þær mættu SA í Egilshöll.
Bæði lið mættu ákveðin til leiks og úr varð spennandi leikur sem hélt áhorfendum á tánum.
SA skoraði fyrsta mark leiksins þegar aðeins 1 mín og 24 sek voru búnar af leiknum. Mikil barátta var inn á svellinu en fyrsti leikhluti endaði 0-2 fyrir SA þar sem annað mark þeirra var skorað þegar 14 min og 29 sek voru búnar af leiknum.
Stelpurnar stilltu strengi sína í fyrsta leikhléi og mættu ákveðnar inn í annann leikhluta. SA náði þó að skora fyrsta mark þess leikhluta þegar 21 min og 16 sek voru búnar af leiknum.
Bjarnarstelpurnar skoruðu þó næstu tvö mörk .
Fyrra markið var skorað eftir 32 min og 30 sek, markið skoraði leikmaður nr 10, Steinunn Sigurgeirsdóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 12 Hörpu Kjartansdóttur.
Seinna markið kom eftir 34 min og 57 sek, markið skoraði leikmaður nr 7 Sigrún Árnadóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 13 Laura Murphy.
Staðan því orðin 2-3 fyrir SA eftir æsispennandi leikhluta.
Ljóst var að í þriðja leikhluta gæti allt gerst.
Liðin tvö mættu í síðasta leikhluta og augljóst var að bæði lið ætluðu að gefa allt í þennann leik.
Fyrstu tvö mörk leikhlutans skoruðu SA, fyrra eftir 41 min og 03 sek og seinna eftir 47 min og 54 sek.
Staðan því orðin 5-2 SA í vil.
Bjarnarstelpurnar héldu baráttu sinni áfram og skoruðu þriðja mark sitt eftir 55 min og 29 sek, markið skoraði leikmaður nr 99 Maríana Birgisdóttir eftir stoðsendingu frá leikmanni nr 10 Steinunni Sigurgeirsdóttur.
Að leikslokum var staðan Björninn 3 – SA 5.
Leikurinn var litríkur og skemmtilegur og fengu áhorfendur að sjá frábæra takta inn á svellinu.
Ljóst er að framundan er spennandi leiktíð í Hertz deild kvenna þar sem gaman verður að fylgjast með þessu nýskipaða Bjarnarliði frá Fjölni.
hægt er að horfa á leikinn hér:
https://www.youtube.com/watch?v=K7sFNR2SRLk
Fjölnir teflir fram meistaraflokki kvenna í íshokkí
Stjórn íshokkídeildar Fjölnis hefur tekið ákvörðun um að tefla fram eigin liði í meistaraflokki kvenna á næsta tímabili. Þar með líkur þriggja ára samstarfi Reykjavíkurliðana í meistaraflokki kvenna.
Viljum við í stjórn íshokkídeildar Fjölnis þakka SR fyrir samstarfið og óskum þeim alls hins besta á komandi tímabili.
Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020
Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.
Allar skráningar fara fram í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/
Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!
Ráðning nýs aðstoðarþjálfara
Það gleður okkur að tilkynna um ráðningu Andra Freys Magnússonar sem aðstoðarþjálfara Alexanders. Andri mun sjá um barnastarfið hjá okkur, Alexander er og verður áfram yfirþjálfari og er Andri því góð viðbót við þjálfarateymið hjá íshokkídeildinni.
Jenni Varaformaður og Andri innsigla ráðninguna með handabandi
