Íslandsmót í hópfimleikum og stökkfimi
Íslandsmót í hópfimleikum lauk núna um helgina með keppni hjá 3.-2.flokki. Mótið var haldið í Aftureldingu og var öll umgjörð mótsins til fyrirmyndar.
Fjölnir átti fjögur lið á mótinu sem náðu öll frábærum árangri og framförum frá síðustu mótum. Félagið skilaði inn tveimur Íslandsmeistaratitlum heim um þessa helgi.
Í lok apríl fór fram fyrri hluti Íslandsmótsins, keppt var í strákaflokkum, yngri og eldri og 5.-4.flokk. Fimm lið frá Fjölni kepptu í þessum hluta mótsins og var helgin skemmtileg og dýrmæt reynsla í bankann hjá öllum.
Öll lið okkar í A-deild og KK-yngri hafa því fengið þátttökurétt á Deildarmeistaramóti í hópfimleikum sem fer fram í júní.
Við viljum óska iðkendum, þjálfurum og foreldrum til hamingju með einstakan árangur Fjölnis í vetur.
Hér má sjá lið frá Fjölni sem náðu verðlaunasæti á Íslandsmóti 2019.
Fjölnir KK-Yngri – Íslandsmeistarar
Fjölnir KK – Eldri – 3.sæti
Fjölnir 5.flokkur – 2.sæti
Fjölnir 4.flokkur A – 3.sæti
Fjölnir 3.flokkur A – Íslandsmeistarar
Fjölnir 3.flokkur B – 4.sæti
Fjölnir 2.flokkur A – Íslandsmeistarar
Fjölnir 2.flokkur B – 2.sæti
Coaching in Iceland
COACHING IN ICELAND ?
Fjölnir Gymnastics, located in Reykjavík Iceland, is seeking TeamGym coaches for our athletes, both children and teenagers.
Our goal is to bring Fjölnir Gymnastics to the top level in Icelandic gymnastics and we are therefore eager to hire ambitious coaches that are conducive to that goal.
Do you meet our requirements?
• Education relevant to gymnastics coaching
• At least two year experience in coaching children/teenagers
• Ability to develop appropriate instructional programs
• Good communication and human relations skills
• A great interest in working with children/teenagers and inspiring them to achieve their goals
We offer a great opportunity for individuals who wants to get inspired by Iceland and it’s unpredictable nature as well as working as a part of ambitious team of gymnastic coaches. We offer competitive salaries and perquisite, great facilities and excellent team spirit! We need you from August 2019 and we can offer either full time or part time employment.
Please send applications and enquiries to the e-mail address hallakari@fjolnir.is. Also feel free to contact our director, Halla Kari Hjaltested, Tel: +354 661 6520.
Sigurður Ari á NM 2019
Sigurður Ari Stefánsson fer út fyrir okkar hönd á Norðurlandamót unglinga , 17.-19.maí í Svíðþjóð. Við óskum Sigga okkar og Zoltan þjálfara innilega til hamingju og óskum Sigga góðs gengis við lokaundirbúning fyrir mótið.
Meira um landslið Íslands hér:
#FélagiðOkkar
ÍSLANDSMEISTARAR Í 1. ÞREPI
Íslandsmót í áhaldafimleikum fór fram um helgina í Ármannsheimilinu að Laugarbóli. Keppendur frá Fjölni voru þau Katrín S. Vilhjálmsdóttir, Leóna Sara Pálsdóttir og Sigurður Ari Stefánsson. Þau kepptu öll í 1.þrepi íslenska fimleikastigans. Leóna Sara og Sigurður Ari gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í fjölþraut og urðu þar með Íslandsmeistarar í 1.þrepi í kvk og kk flokki.
Við óskum þeim og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur og erum við afar stolt af þeim.
#FélagiðOkkar
Þrepamót og RIG
Nú er nýtt fimleikaár farið af stað af fullum krafti og nú þegar búin að vera haldin tvö þrepamót.
Í lok janúar var keppt í 5.þrepi stúlkna á þrepamóti 1, mótið var haldið Björk.
17 stúlkur frá Fjölni kepptu á mótinu og stóðu stóðu sig vel og voru flottir fullrúar félagsins.
Þrepamót 2 var svo haldið núna síðustu helgi samhliða RIG (Reykjavík International Games) mótið fór fram í Laugardalshöllinni og öll umgjörð í kringum mótið með besta móti.
Á þrepamótinu voru flottir strákar sem kepptu fyrir hönd Fjölnis í 5. og 4.þrepi og stúlkur í 4.þrepi.
Síðast en ekki síst átti Fjölnir svo þrjá fulltrúa á RIG og voru þau öll að keppa á sínu fyrsta stórmóti og erum við ótrúlega stolt af þeim og þeirra árangri.
Fimleikadeild Fjölnis mun svo halda Þrepamót 3 helgina 8.-10.febrúar. Á mótinu verður keppt í 1.-3.þrepi karla og kvenna.
Sigurður í úrvalshóp
Sigurður Ari Stefánsson var valinn á dögunum í úrvalshóp drengja U-18 fyrir árið 2019 í áhaldafimleikum. Hann er sá fyrsti til þess að ná þessum árangri í áhaldafimleikum kk í Fjölni enda brautriðjandi í sinni grein hér hjá okkur. Við óskum honum og Zoltáni þjálfara innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur og verður spennandi að fylgast með honum í verkefnum framundan.
Afreksfólk árið 2018
Ásta Kristinsdóttir og Sigurður Ari Stefánsson valin afreksfólk fimleikadeildar árið 2018.
Ásta Kristinsdóttir hefur stundað fimleika frá unga aldri hjá fimleikadeild Fjölnis og er nú í fremstu röð fimleikastúlkna á Íslandi í hópfimleikum. Hún er aldursforseti og frumkvöðull í hópfimleikadeild Fjölnis. Á árinu var hún lykilmaður í meistarflokki Fjölnis þegar liðið keppti á danska meistaramótnu. Þar keppti hún með tvö erfiðustu stökkin bæði í fram og aftur umferð. Ásta keppti fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum þar sem liðið endaði í 2.sæti. Við óskum Ástu okkar innilega til hamingju með frábært fimleikaár.
Sigurður Ari Stefánsson hefur stundað áhaldafimleika frá 7 ára aldri, hann hefur ávallt verið með þeim bestu og hefur unnið til fjölda verðlauna í gegnum árin og er árið 2018 engin undantekning.
Sigurður var í 2.sæti á Íslandsmóti í 3.þrepi, hann keppti í fyrsta skipti í frjálsum æfingum á GK meistaramótinu og jafnframt sá fyrsti í Fjölni í áhaldafimleikum kk til að keppa á þessu móti og lenti í 2.sæti. Í lok árs var hann svo valinn í úrvalshóp fimleikasambandsins. Við óskum Sigurði okkar einnig til hamingju með frábæran árangur á liðnu ári.
Aðventumót Ármanns
Árlega aðventumót Ármanns var haldið nú um helgina. Á mótinu var keppt í 4., 5., og 6. þrepi í áhaldafimleikum. Mótið var ótrúlega vel heppnað og skemmtilegt og áttu Fjölniskrakkar frábæra keppni.
Við erum stolt af okkar iðkendum og þjálfurum, til hamingju öll.
Haustmót í stökkfimi
Haustmót í Stökkfimi fór fram í Stjörnunni um síðustu helgi. Góð skráning var á mótið sem gerði mótið líflegt og skemmtilegt.
Nýlega var reglum í stökkfimi breytt, nú er alltaf keppt í liðum. Liðin samanstanda af 4-7 iðkendum og liðin skrá sig beint í A, B eða C deild eftir því hvaða stökk þau ætla að framkvæma.
Hópar KH-3 og KH-2 úr Fjölni skráðu sig á mótið og mynduðu fimm lið og enduðu fjögur þeirra á palli. Stelpurnar skemmtu mér stórkostlega og áttu góðan dag í Stjörnuheimilinu og eru spenntar fyrir að bæta sig fyrir næstu mót.
Öll úrslit mótsins má sjá HÉR
Haustmót á Akureyri
Haustmót í 4. og 5. þrepi fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Það voru þær Hermína Mist, Laufey Birta, Sigríður Fen og Svandís Eva sem kepptu í 5. þrepi og hjá strákunum voru það þeir Arnþór, Bjarni Hans, Grétar Björn, Sigurjón Daði og Viktor Páll sem kepptu í 5. þrepi og Bjartþór Steinn, Brynjar Sveinn og Wilhelm Mar kepptu í 4. þrepi. Þetta var liðakeppni og þegar það eru fáir keppendur frá félögunum þá blandast þau saman í lið þannig að allir geti verið með, gefin voru verðlaun fyrir efstu sætin. Keppendur skemmtu sér vel á mótinu og var þetta góð reynsla í reynslubankann. Það verður gaman að fylgjast með þeim áfram á mótum vetrarins og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Verðlaunasæti:
5.þrep kk
1.sæti Fjölnir/FIMAK
4.þrep kk 10 ára og yngri
2.sæti ÁRM/Fjölnir
4.þrep kk 11 ára og eldri
1.sæti Fjölnir/FIMAK/Björk/ÁRM