Haustmót í áhaldafimleikum
Um helgina fór fram Haustmót í áhaldafimleikum, 3.þrepi, 2.þrepi, 1.þrepi og frjálsum æfingum hjá báðum kynjum.
Mótið var einstaklega vel heppnað og viljum við hjá fimleikadeildinni koma fram þökkum til allra þeirra sjálfboðaliða sem hjálpuðu okkur um helgina.
Alls voru níu keppendur frá Fjölni sem tóku þátt á mótinu og sýndu glæsilegar æfingar og var árangur Fjölnis drengja virkilega flottur, þess má geta að Sigurður Ari keppti með nýtt flug á svifrá og er eini íslendingurinn sem hefur keppt með þetta mótment.
HÉR er hægt að sjá myndband á facebook síðu fimleikasambandsins
Fjölnir í verðlaunasætum í samanlögðum árangri
3.þrep KVK 12 ára og eldri
3.sæti Lúcía Sóley Óskarsdóttir
1.þrep KK
1.sæti- Sigurður Ari Stefánsson
Unglingaflokkur KK
2.sæti - Davíð Goði Jóhannsson
3.sæti - Elio Mar Rebora
HÉRmá sjá öll úrslit frá mótinu
Starfskraftur óskast í fimleikadeild
Fimleikadeild Fjölnis í Egilshöll í Grafarvogi óskar eftir að ráða rekstrarstjóra fyrir deildina. Við leitum að jákvæðum, metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við skemmtileg en krefjandi verkefni fimleikadeildarinnar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Daglegur rekstur deildarinnar
• Starfsmannahald
• Umsjón með fjármálum deildarinnar
• Áætlanagerð
• Stefnumótun og uppbygging deildarinnar
• Skipulagning viðburða á vegum deildarinnar
Hæfnikröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun og rekstri
• Reynsla af starfsmannahaldi
• Frumkvæði, skipulag og metnaður í starfi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hreint sakavottorð
• Þekking á íþróttastarfi
Frekari upplýsingar um starfið:
• Starfshlutfall 70% með endurskoðun eftir 3 mánuði
• Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri
• Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
• Í fimleikadeildinni eru um 750 iðkendur og 45 þjálfarar
• Yfirmaður er framkvæmdastjóri Fjölnis
Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á netfangið: stjorn.fimleikar.fjolnir@gmail.com
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til 20. október 2019.
#FélagiðOkkar
Fjölnir í Craft
Síðastliðinn föstudag undirrituðu þeir Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis og Haraldur Jens Guðmundsson, framkvæmdastjóri New Wave Iceland, umboðsaðila Craft, samstarf til næstu þriggja ára.
Samstarf þetta felur í sér að allar deildir innan félagsins sem eru ekki með samning við aðra búningaframleiðendur geta nú keypt vörur á góðum kjörum frá Craft.
Fimleikadeildin var fyrsta deildin til að semja við Craft og mun frá og með haustinu 2019 klæðast Craft.
Sérstakur mátunar- og pöntunardagur verður auglýstur sérstaklega á næstu dögum. Á sama tíma mun fimleikadeildin kynna nýja vörulínu.
Samningurinn er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og bindum við miklar vonir við farsælt samstarf við NWI til næstu ára.
Á myndinni frá vinstri: Haraldur Jens Guðmundsson, Guðmundur L Gunnarsson, iðkendur fimleikadeildar.
Frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson, markaðsfulltrúi á netfangið arnor@fjolnir.is.
#FélagiðOkkar

FFF - Fullorðins Fimleikar Fjölnis
Fullorðins fimleikar Fjölnis - FFF
Skemmtileg hreyfing og félagsskapur fyrir alla 18 ára og eldri, ekki gerðar kröfur um grunn í fimleikum. Þrek, teygjur og fimleikaæfingar fyrir alla.
Skráning er opin inná heimasíðunni okkar, ekki gleyma að skrá þig !
Skráning er hafin á haustönn
Haustönn fimleikadeildar hefst miðvikudaginn 21.ágúst og hlökkum við til þess að taka á móti ykkur. Skráning er hafin og fer fram hér á síðunni undir skrá í Fjölni hnappinn.
Boðið verður upp á fjölbreyttar fimleikaæfingar þar sem iðkendur valið það sem hentar þeirra áhugasviði.
Allar nánar upplýsingar um hvern hóp fyrir sig er að finna hér á heimasíðunni.
Starfsmenn veita allar upplýsingar á opnunartíma í síma 578-2700 eða í gegnum netfangið fimleikar@fjolnir.is. Mikið álag er þessa dagana vegna skipulagningar á vetrarstarfi. Við gerum okkar besta til þess að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.
Sumaræfingar keppnishópa í ágúst
Hér má sjá æfingatíma fyrir keppnishópa í áhaldafimleikum og hópfimleikum sumarið 2019.
Iðkendur í keppnishóp þurfa að skrá sig sérstaklega og greiða fyrir þessar æfingar.
Athuga að gert er ráð fyrir æfingum í allan ágúst í æfingagjöldum hjá úrvalshópum á haustönn.
Hefðbundnar æfingar hefjast miðvikudaginn 21.ágúst
Hægt að skrá sig HÉR
Hópalistar 2019
Á meðfylgjandi slóðum má sjá hópalista fyrir haustönn 2019
Skráning hefst 6. ágúst inn á skráningarsíðunni, https://fjolnir.felog.is/
allir iðkendur þurfa að vera skráðir í réttan hóp áður en æfingar hefjast. Þjálfurum er óheimilt að taka á móti óskráðum iðkendum.
Athugið að foreldrar eiga aðeins að skrá í úthlutaðann hóp.
Það er mikilvægt að foreldrar skrái iðkendur í rétta hópa í réttri fimleikagrein. Tilfærslur geta haft auka kostnað í för með sér og því mikilvægt að vanda skráninguna.
Grunnhópar, smellið hér
Fimleikar fyrir alla, smellið hér
Keppnis og úrvalshópar, smellið hér
Fimleikaþrek fyrir 12-15 ára
Fimleikadeild Fjölnis ætlar að bjóða uppá fimleikaþrek fyrir alla á aldrinum 12-15 ára í júní. Ekki eru gerðar kröfur um grunn í fimleikum og því er námskeiðið opið fyrir alla áhugasama.
Uppsetning námskeiðs
- Markmiðasetning
- Þrek og teygjur
- Almenn fræðsa um heilbrigðan lífsstíl
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 11.júní og er kennt alla virka daga.
Hægt að skrá sig á eina viku í senn eða allt námskeiðið í heild.
Skráning er opin HÉR
Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi
Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.
Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins. Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.
Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/
Vorsýning fimleikadeildar
Boðið verður upp á 4 sýningar fimmtudaginn 30.maí
Sýning 1 – kl. 10:00
Sýning 2 – kl. 12:00
Sýning 3 – kl. 14:00
Sýning 4 – kl. 16:00
Miðaverð
17 ára og eldri – 1.500 kr
6 til 16 ára – 1.000 kr
5 ára og yngri – Frítt
Athugið! Miðasala fer fram hér: https://fjolnisverslun.felog.is/verslun. Kaupandi fær kvittun í tölvupósti með QR-kóða sem er svo skannaður við innganginn.
#FélagiðOkkar
Settu vorsýninguna í dagatalið þitt með því að boða komu þína á Facebook viðburðinn: https://www.facebook.com/events/2325831370794007/