Þjálfari óskast til að hafa umsjón með leikskólahópum
Fimleikadeild Fjölnis óskar eftir þjálfara til að hafa yfirumsjón með leiksskólahópum deildarinnar veturinn 2020 – 2021.
Um er að ræða æfingar sem fara fram á sunnudagsmorgnum. Hóparnir eru fimm talsins og eru iðkendur frá tveggja ára aldri.
Í tímunum er lögð áhersla á hreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.
Óskað er eftir ábyrgum aðila með menntun sem nýtist í starfi s.s íþróttafræðimenntun eða aðra sambærilega menntun.
Nánari upplýsingar veitir Íris Svavarsdóttir á iris@fjolnir.is eða í síma 694-8451.
Umsóknarfrestur er 6. ágúst 2020.
Búið er að opna fyrir skráningar á haustönn 2020
Í dag 15. júlí var opnað fyrir skráningar í flest allar greinar hjá félaginu fyrir haustönn 2020.
Allar skráningar fara fram í Nora skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/
Við hvetjum foreldra til að skoða fjölbreytt úrval íþrótta í Fjölni!
Þrjár Fjölnisstúlkur í landsliðshóp EM
Þrjár frá Fjölni í landsliðshóp fyrir EM 2021 í hópfimleikum.
Hópfimleikastúlkurnar Kristín Sara Stefánsdóttir, Sunna Lind Bjarkadóttir og Guðrún Hrönn Sigurðardóttir voru allar valdar í landsliðshópa fyrir Evrópumótið í Danmörku 2021. Mótið mun fara fram 14. – 17 apríl í Kaupmannahöfn.
Kristín Sara var valin í blandað lið fullorðinna, Sunna Lind í stúlknalið og Guðrún Hrönn í blandað lið unglinga.
Einnig erum við stolt af því að Katrín Pétursdóttir okkar er þjálfari blandaðs liðs fullorðina.
Við óskum þessum flottu fulltrúum okkar innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í þessari vegferð.
Verkefninu var formlega hrint af stað með fyrstu æfingarviku liðanna sem hófst í gær.
Hér má sjá landsliðshópana í heild sinni ásamt þjálfurum liðanna
Æfingatafla fyrir uppbótartímabil - Fimleikadeild
Hér má sjá breytta æfingatíma í uppbótartímabili 8.-20.júní fyrir grunn- og æfingahópa hjá Fimleikadeild Fjölnis
Grunnhópar
Grunnhópar
Iðkendur mæta áþeim dögum sem þau eru vön að mæta
æfingar .
9.júní þriðjudagur 17:30-18:30
11.júní fimmtudagur kl 17:30-18:30
16.júní þriðjudagur 17:30-18:30
18.júní fimmtudagur kl 17:30-18:30
Framhaldshópar
8.júní mánudagur 16:30-17:30
10.júní miðvikudagur 16:30-17:30
15.júní mánudagur 16:30-17:30
20.júní laugardagur 9:30-10:30
Undirbúningshópar
9.júní þriðjudagur 16.30-17.30
11.júní fimmtudagur 16.30-17.30
16.júní þriðjudagur 16.30-17.30
18.júní fimmtudagur 16.30-17.30
Æfingahópar
Byrjendahópur
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 10:30-11:30
AH 2 og AÁ 2
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 10:30-11:30
A 20 og A 21
8.júní mánudagur 17:30-18:30
10.júní miðvikudagur 17:30-18:30
15.júní mánudagur 17:30-18:30
20.júní laugardagur 11:30-12:30
AÁ 1 / AH 1
8.júní mánudagur 14:00-15:30
10.júní miðvikudagur 14:00-15:30
11.júní fimmtudagur 17:30-19:00
15.júní mánudagur 14:00-15:30
18.júní fimmtudagur 17:30-19:00
P3 og P4
9.júní þriðjudagur 18:30-19:30
12.júní föstudagur 16:30-17:30
16.júní þriðjudagur 18:30-19:30
19.júní föstudagur 16:30-17:30
P1 og P2
9.júní þriðjudagur 19:30-20:30
11.júní fimmtudagur 18:30-19:30
12.júní föstudagur 17:30-18:30
16.júní þriðjudagur 19:30-20:30
18.júní fimmtudagur 19:30-20:30
19.júní föstudagur 17:30-18:30
Sumarhátíð fimleikadeildar Fjölnis
Nú er kominn tími til þess að fagna því að fimleikastarf er komið aftur í samt horf eftir heldur óvenjulegan vetur. Við ætlum að bjóða uppá sumarhátíð fyrir alla okkar iðkendur sem er eru fæddir 2014 og eldri
Dagskránni hefur verið skipt upp á milli daga.
Föstudaginn 5.júní – er dagskrá fyrir eldri keppnishópa og parkour ( taka ekki með gesti )
Laugardaginn 6.júní – hefur hópum verið skipt upp í hópa sem fá að mæta í salinn með gesti og hafa gaman*
*Einn til tveir gestir á hvern og æskilegt að yngri iðkendur komi með forráðamann með sér. Við verðum þó að virða fjöldatakmarkanir sem eru enn við gildi og reynum því að passa að það komi ekki fleiri en tveir fullorðnir með hverjum iðkanda.
ATHUGA allar hefðbundar æfingar falla niður þessa daga

Dagskrá föstudaginn 5.júní
15:30-17:30
KÁ 1/2
ÚÁ 2
ÚÁ 20
17:30-18:30
P1
P2
16:00-18:00
KH 3
ÚH 3
ÚH 2
18:00-20:00
KH 1
ÚH 1
ÚHM
Dagskrá laugardaginn 6.júní
Hópur 1
9:30-10:15
G1
G2
G20
G21
Hópur 5
13:30-14:15
A20
A21
AÁ/AH 1
AÁ 2
AH 2
Byrjendahópur
P 3
P 4
Hópur 2
10:30-11:15
G3
G4
Hópur 6
14:30-15:15
KÁ 3
KÁ 4
KÁ 5
KÁ 6
KÁ 7
ÚÁ 3
Hópur 3
11:30-12:15
F1
F2
F3
F4
F20
F21
Hópur 7
15:30-16:15
KH 5
KH 4
ÚH 4
KH Strákar
Hópur 4
12:30-13:15
U1
U2
U3
U4
U20
KÁ 20
KÁ 21
Nýr rekstrarstjóri fimleikadeildar
Íris Svavarsdóttir hefur verið ráðinn rekstrarstjóri fimleikadeildar Fjölnis.
Íris er fimleikum vel kunn en hún hefur verið iðkandi og þjálfari, auk þess að vera með alþjóðleg dómararéttindi í hópfimleikum. Íris starfaði áður hjá Fimleikasambandi Íslands en þar starfaði hún í hátt í 7 ár.
Íris er íþróttafræðingur að mennt og með meistaragráðu í verkefnastjórnun.
Nýr rekstrarstjóri tekur formlega til starfa 1.maí og bjóðum við nýjan rekstrarstjóra hjartanlega velkominn til starfa hjá Fjölni.
#FélagiðOkkar

Bikarmót í áhaldafimleikum
Bikarmót í áhaldafimleikum fór fram síðustu helgi og var keppt í 1. – 3. þrepi og frjálsum æfingum kvk og kk. Keppendur stóðu sig mjög vel, sýndu flottar æfingar og skemmtu sér vel á mótinu. Strákarnir sem kepptu í frjálsum æfingum áttu gott mót en þeir lentu í 3. sæti. Stúlkurnar áttu einnig gott mót og bættu sig margar frá því á síðast móti.
Fimleikar fyrir stráka
Fimleikasambandið stendur að ótrúlega flottu verkefni um þessar mundir og vilja gefa öllum strákum sem eru fæddir á árunum 2005-2011 sem hafa áhuga tækifæri á að kynnast fimleikum sér að kostnaðarlausu.
Næsta æfing verður haldin 22. febrúar í Íþróttamiðstöð Gróttu kl. 13:30-16:30. Ekki þarf að skrá sig á æfinguna, heldur er nóg að mæta og taka þátt.
Hægt er að fylgjast með verkefninu á facebook og instagram Hér
Mælum með því að áhugasamir horfi á þetta kynningarmyndband um verkefnið.
https://www.youtube.com/watch…
https://www.youtube.com/watch?v=-agW0r3JG7Y&feature=youtu.be&fbclid=IwAR2Xk1U_tcQV4uu7FfIWIX9Xo3C4Dlu3oTFAXFVworOGJBI1Ws-HNtf8n1w
Ofurhetjumót Gróttu
Ofurhetjumót Gróttu fór fram núna um helgina og voru iðkendur frá 6 félögum að keppa í 4.,5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans. Nokkrir flottir strákar frá Fjölni tóku þátt á mótinu og var þetta þeirra fyrsta mót. Þeir stóðu sig allir vel og sýndu flottar æfingar og stóð Víkingur Þór Jörgensson uppi sem sigurvegari í 6.þrepi drengja.
Til hamingju með mótið strákar.
Hópalistar - vorönn 2020
Á meðfylgjandi slóð má sjá hópalista fyrir vorönn 2020
Skráning hefst 1.janúar í alla hópa á skráningarsíðunni, https://fjolnir.felog.is/
Allir iðkendur þurfa að vera skráðir í réttan hóp áður en æfingar hefjast. Þjálfurum er óheimilt að taka á móti óskráðum iðkendum.
Athugið að foreldrar eiga aðeins að skrá í úthlutaðann hóp.
Það er mikilvægt að foreldrar skrái iðkendur í rétta hópa í réttri fimleikagrein. Tilfærslur geta haft auka kostnað í för með sér og því mikilvægt að vanda skráninguna.
Foreldrar iðkenda í þeim hópum sem falla undir fimleika fyrir alla verða að athuga að hópalistinn er ætlaður til þess að leiðbeina með skráningar, birtur nafnalisti þýðir ekki að það sé frátekið pláss í hópnum fyrir iðkandann því skráning í þessa hópa er opin fyrir alla.
Hópalista má finna HÉR
Athuga að það er hægt að fletta flipunum neðst á síðunni