Bikarmót í áhaldafimleikum

Bikarmót í áhaldafimleikum fór fram síðustu helgi og var keppt í 1. – 3. þrepi og frjálsum æfingum kvk og kk. Keppendur stóðu sig mjög vel, sýndu flottar æfingar og skemmtu sér vel á mótinu. Strákarnir sem kepptu í frjálsum æfingum áttu gott mót en þeir lentu í 3. sæti. Stúlkurnar áttu einnig gott mót og bættu sig margar frá því á síðast móti.


Fimleikar fyrir stráka

Fimleikasambandið stendur að ótrúlega flottu verkefni um þessar mundir og vilja gefa öllum strákum sem eru fæddir á árunum 2005-2011 sem hafa áhuga tækifæri á að kynnast fimleikum sér að kostnaðarlausu.

Næsta æfing verður haldin 22. febrúar í Íþróttamiðstöð Gróttu kl. 13:30-16:30. Ekki þarf að skrá sig á æfinguna, heldur er nóg að mæta og taka þátt.

Hægt er að fylgjast með verkefninu á facebook og instagram Hér 

Mælum með því að áhugasamir horfi á þetta kynningarmyndband um verkefnið.
https://www.youtube.com/watch…

https://www.youtube.com/watch?v=-agW0r3JG7Y&feature=youtu.be&fbclid=IwAR2Xk1U_tcQV4uu7FfIWIX9Xo3C4Dlu3oTFAXFVworOGJBI1Ws-HNtf8n1w


Ofurhetjumót Gróttu

Ofurhetjumót Gróttu fór fram núna um helgina og voru iðkendur frá 6 félögum að keppa í 4.,5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans.  Nokkrir flottir strákar frá Fjölni tóku þátt á mótinu og var þetta þeirra fyrsta mót. Þeir stóðu sig allir vel og sýndu flottar æfingar og stóð Víkingur Þór Jörgensson uppi sem sigurvegari í 6.þrepi drengja.

Til hamingju með mótið strákar.


Hópalistar - vorönn 2020

Á meðfylgjandi slóð má sjá hópalista fyrir vorönn 2020

Skráning hefst 1.janúar í alla hópa á  skráningarsíðunni, https://fjolnir.felog.is/
Allir iðkendur þurfa að vera skráðir í réttan hóp áður en æfingar hefjast.  Þjálfurum er óheimilt að taka á móti óskráðum iðkendum.

Athugið að foreldrar eiga aðeins að skrá í úthlutaðann hóp.
Það er mikilvægt að foreldrar skrái iðkendur í rétta hópa í réttri fimleikagrein. Tilfærslur geta haft auka kostnað í för með sér og því mikilvægt að vanda skráninguna.
Foreldrar iðkenda í þeim hópum sem falla undir fimleika fyrir alla verða að athuga að hópalistinn er ætlaður til þess að leiðbeina með skráningar,  birtur nafnalisti þýðir ekki að það sé frátekið pláss í hópnum fyrir iðkandann því skráning í þessa hópa er opin fyrir alla.

Hópalista má finna HÉR
Athuga að það er hægt að fletta flipunum neðst á síðunni


Haustmót í hópfimleikum

Haustmóti í hópfimleikum lauk um helgina en liðum er svo raðað upp í deildir eftir árangri á þessu fyrsta móti vetrarins . Mótinu var skipt í tvo hluta og keppt á tveimur helgum, 16.-17.nóvember og 23.nóvember.

Haustmót 1 var haldið í Stjörnuheimilinu í Garðabæ og þar var keppt í 4.flokk og 3.flokk og höfnuðu lið Fjölnis í 4.sæti í báðum flokkum.

Haustmót 2 fór fram á Selfossi laugardaginn var og þar kepptu lið frá Fjölni í 2.flokk, KK-eldri og Meistaraflokk B. Langur en skemmtilegur dagur að baki og margir iðkendur að keppa með ný stökk frá síðasta tímabili. Meistaraflokkurinn okkar frumsýndi nýjan dans sem stelpurnar í hópnum sömdu sjálfar.

Glæsilegur árangur hjá okkar iðkendum, innilega til hamingju öll.

Úrslit
4.flokkur – 4.sæti

3.flokkur – 4.sæti

2.flokkur – 4.sæti

KK-eldri – 2.sæti

Meistaraflokkur B – 1.sæti

 

Öll úrslit frá mótinu má skoða HÉR


Haustmót í stökkfimi

Haustmóti í stökkfimi fór fram í Keflavík fyrstu helgina í nóvember.
Tveir hópar úr Fjölni skráðu sig til leiks og mynduðu þau 4 lið sem voru öll skráð í B deild eldri.  Verðlaun voru veitt fyrir hvert áhald og var glæsilegur árangur hjá okkar liðum og reynsla í bankann hjá iðkendum. Viljum við óska iðkendum og þjálfurum innilega til hamingju með mótið.

 

Verðlaunasæti Fjölnisliða í B deild eldri

Fjölnir 3

2.sæti Gólf

1.sæti Dýna

1.sæti Trampolín

 

Fjölnir 4

5.sæti Dýna

2.-3. sæti Trampolín

 

Öll úrslit má skoða hér


Þrepamót 4. - 5. þrep

Helgina 2. og 3. nóvember fór fram þrepamót í 4. og 5. þrepi kk og kvk. Mótið fór fram í Ármanni og var Fjölnishópurinn stór og glæsilegur sem tók þátt í mótinu. Keppt var eftir nýju fyrirkomulagi Fimleikasambandsins þar sem eingöngu er keppt  til þess að ná þrepi. Þeir keppendur sem náðu þrepi fengu viðurkenningu og færast því upp þrep. Keppendur frá Fjölni stóðu sig mjög vel á mótinu og verður spennandi að fylgjast með þeim áfram á næstu mótum.

Keppendur sem náðu þrepi:

5.þrep
Helga Sólrún Bjarkadóttir
Sigrún Erla Baldursdóttir

4.þrep
Alexandra Sól Bolladóttir

Hægt er að skoða úrslit frá mótinu hér


Haustmót í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram Haustmót í áhaldafimleikum, 3.þrepi, 2.þrepi, 1.þrepi og frjálsum æfingum hjá báðum kynjum.
Mótið var einstaklega vel heppnað og viljum við hjá fimleikadeildinni koma fram þökkum til allra þeirra sjálfboðaliða sem hjálpuðu okkur um helgina.

Alls voru níu keppendur frá Fjölni sem tóku þátt á mótinu og sýndu glæsilegar æfingar og var árangur Fjölnis drengja virkilega flottur, þess má geta að Sigurður Ari keppti með nýtt flug á svifrá og er eini íslendingurinn sem hefur keppt með þetta mótment.
HÉR er hægt að sjá myndband á facebook síðu fimleikasambandsins

 

Fjölnir í verðlaunasætum í samanlögðum árangri

3.þrep KVK 12 ára og eldri

3.sæti Lúcía Sóley Óskarsdóttir

1.þrep KK

1.sæti-  Sigurður Ari Stefánsson

Unglingaflokkur KK

2.sæti - Davíð Goði Jóhannsson

3.sæti - Elio Mar Rebora

 

 

HÉRmá sjá öll úrslit frá mótinu


Starfskraftur óskast í fimleikadeild

Fimleikadeild Fjölnis í Egilshöll í Grafarvogi óskar eftir að ráða rekstrarstjóra fyrir deildina. Við leitum að jákvæðum, metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við skemmtileg en krefjandi verkefni fimleikadeildarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Daglegur rekstur deildarinnar
• Starfsmannahald
• Umsjón með fjármálum deildarinnar
• Áætlanagerð
• Stefnumótun og uppbygging deildarinnar
• Skipulagning viðburða á vegum deildarinnar

Hæfnikröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun og rekstri
• Reynsla af starfsmannahaldi
• Frumkvæði, skipulag og metnaður í starfi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hreint sakavottorð
• Þekking á íþróttastarfi

Frekari upplýsingar um starfið:
• Starfshlutfall 70% með endurskoðun eftir 3 mánuði
• Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri
• Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
• Í fimleikadeildinni eru um 750 iðkendur og 45 þjálfarar
• Yfirmaður er framkvæmdastjóri Fjölnis

Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á netfangið: stjorn.fimleikar.fjolnir@gmail.com
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til 20. október 2019.

#FélagiðOkkar


Fjölnir í Craft

Síðastliðinn föstudag undirrituðu þeir Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis og Haraldur Jens Guðmundsson, framkvæmdastjóri New Wave Iceland, umboðsaðila Craft, samstarf til næstu þriggja ára.

Samstarf þetta felur í sér að allar deildir innan félagsins sem eru ekki með samning við aðra búningaframleiðendur geta nú keypt vörur á góðum kjörum frá Craft.

Fimleikadeildin var fyrsta deildin til að semja við Craft og mun frá og með haustinu 2019 klæðast Craft.

Sérstakur mátunar- og pöntunardagur verður auglýstur sérstaklega á næstu dögum. Á sama tíma mun fimleikadeildin kynna nýja vörulínu.

Samningurinn er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og bindum við miklar vonir við farsælt samstarf við NWI til næstu ára.

Á myndinni frá vinstri: Haraldur Jens Guðmundsson, Guðmundur L Gunnarsson, iðkendur fimleikadeildar.

Frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson, markaðsfulltrúi á netfangið arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar

Mynd: Þorgils G