Þorrablót Grafavogs

Tryggðu þér miða strax í dag áður en það verður uppselt.

Borðapantanir á thorrablot@fjolnir.is.

Þú mátt melda þig og deila viðburðinum okkar „Þorrablót Grafarvogs“

#FélagiðOkkar

*Borðaskipan síðast uppfærð kl. 19:30 þann 11.október


Starfskraftur óskast í fimleikadeild

Fimleikadeild Fjölnis í Egilshöll í Grafarvogi óskar eftir að ráða rekstrarstjóra fyrir deildina. Við leitum að jákvæðum, metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við skemmtileg en krefjandi verkefni fimleikadeildarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:
• Daglegur rekstur deildarinnar
• Starfsmannahald
• Umsjón með fjármálum deildarinnar
• Áætlanagerð
• Stefnumótun og uppbygging deildarinnar
• Skipulagning viðburða á vegum deildarinnar

Hæfnikröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun og rekstri
• Reynsla af starfsmannahaldi
• Frumkvæði, skipulag og metnaður í starfi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hreint sakavottorð
• Þekking á íþróttastarfi

Frekari upplýsingar um starfið:
• Starfshlutfall 70% með endurskoðun eftir 3 mánuði
• Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri
• Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
• Í fimleikadeildinni eru um 750 iðkendur og 45 þjálfarar
• Yfirmaður er framkvæmdastjóri Fjölnis

Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi á netfangið: stjorn.fimleikar.fjolnir@gmail.com
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknarfrestur er til 20. október 2019.

#FélagiðOkkar


Starfskraftur óskast í Dalhús

Ungmennafélagið Fjölnir óskar eftir metnaðarfullri konu í þjónustustarf í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum.
Um er að ræða 100% starf.
Vinnutími er frá kl. 08:00 – 17:00 á virkum dögum.

Yfirmaður er rekstrarstjóri Dalhúsa
Æskilegt er að viðkomandi geti leyst af á kvöldvöktum.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Almenna gæslu í íþróttahúsinu
  • Þrif í íþróttamannvirkinu samkvæmt verklýsingu
  • Móttöku og samskipti við iðkendur/nemendur í samvinnu við þjálfara og kennara
  • Þvottur á íþróttafatnaði samkvæmt verklýsingu
  • Önnur verkefni í samráði við rekstrarstjóra Dalhúsa

Hæfniskröfur

  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri
  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
  • Hreint sakavottorð
  • Jákvæðni og sveigjanleiki

Ungmennafélagið Fjölnir var stofnað árið 1988 og er í dag stærsta íþróttafélag landsins með um 4.000 iðkendur í 13 mismunandi deildum, þ.e. fimleikar, frjálsar, handbolti, karate, knattspyrna, körfubolti, skák, sund, tennis, hokkí, listskautar, skokkhópur og almenningsdeild.

Aðalstarfsstöð Fjölnis er í Egilshöll.
Nánari upplýsingar um félagið má finna á www.fjolnir.is 

Starfsumsókn á Alfreð: https://alfred.is/starf/starfsmadur-i-ithrottamidstoedina-i-dalhusum

Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri í s. 852-3010
Umsóknarfrestur er til 20.október 2019

#FélagiðOkkar


Fjölnir og Sideline Sports

Ungmennafélagið Fjölnir og Sideline Sports hafa gert með sér þriggja ára samstarfssamning um notkun Fjölnis á hugbúnaði frá Sideline Sports. Fyrirtækið hefur um árabil boðið íþróttafélögum um allan heim upp á hugbúnað sem nýtist vel við skipulagningu á íþróttastarfi og til leikgreiningar.

Nýr samningur á milli Fjölnis og Sideline Sports gerir öllum þjálfurum Fjölnis kleift að vinna með Sideline í sínu starfi sem mun hjálpa félaginu við að efla umgjörð, skipulag og gæði í kringum íþróttastarf félagsins.

Jafnframt mun Fjölnir taka í notkun nýjan samskiptahluta í vörulínu Sideline. Samskiptahlutinn er ekki síst mikilvægur en með honum geta þjálfarar, iðkendur og forráðamenn haft yfirsýn með starfi Fjölnis í gegnum app í snjallsíma eða spjaldtölvu. Með Sideline appinu verður með einföldum hætti hægt að hafa yfirsýn yfir æfingar, mætingar og margt fleira. Þjálfari getur með einföldum hætti sent út tilkynningar og haft samskipti við iðkendur eða forráðamenn.

Markmiðið með innleiðingu á þessum samskiptahluta er að draga verulega út notkun á hópasíðum á Facebook sem mörg íþróttafélög hafa reitt sig á til að halda utan um íþróttastarf flokka. Notkun á samskiptahluta Sideline Sports fer af stað innan deilda Fjölnis í viku 42 (14. – 20.október). Með því að taka í notkun þessa nýjung frá Sideline gefst félaginu tækifæri á að efla verulega upplýsingagjöf til iðkenda og forráðamanna.

Frá og með 4.október mun Fjölnir hætta allri notkun á Sportabler appinu.

Þjálfarar, iðkendur og forráðamenn þurfa að reiða sig á heimasíðu félagsins og Facebook hópa fram að innleiðingu.

Aðeins þeir sem hafa gengið frá skráningu í félagið fá aðgang að appinu og því mikilvægt að ganga frá því á skráningasíðunni okkar https://fjolnir.felog.is/

Allar nánari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is


Vinningaskrá happdrættis

Búið er að draga í happdrætti Októberfest Fjölnis.

Vinningaskrá má nálgast HÉR og einnig með því að smella á myndirnar.

Vinninga skal vitja í síðasta lagi 31.október 2019.

#FélagiðOkkar


Happdrætti á Októberfest

Happdrættimiðar verða til sölu í matnum á Októberfest. Einnig gefst fólki tækifæri á að kaupa happdrættismiða í gegnum netfangið arnor@fjolnir.is.

Við drögum út mánudaginn 30.september.

  • Aðeins dregið úr seldum miðum
  • 1.500 miðar í boði

1 miði = 1.000 kr

5 miðar = 5.000 kr

10 miðar = 8.000 kr

Vinningaskrá má nálgast HÉR


Fjölnisjaxlinn 2019

Það var mögnuð stemning um helgina þegar fyrsti „FJÖLNISJAXLINN“ fór fram. Um hundrað íþróttaiðkendur, foreldrar, þjálfarar, leikmenn og aðrir áhugasamir tóku þátt í að gera þessa íþróttaþrekraun að veruleika. Boðið var upp á tvær útfærslur fyrir íþróttaiðkendur krakka og foreldra þ.e. synt 200 metra, hjólað 3km og hlaupið 1km. Fyrir íþróttaiðkendur unglinga, foreldra, þjálfara, leikmenn og þá sem æfa þríþraut var synt 400 metra, hjólað 10km og hlaupið 3km. Það var tvöfalt meiri þátttaka en gert hafði verið ráð fyrir, mögnuð stemning allan tímann og gríðarlega mikil ánæga með fyrsta jaxlinn. Áfram Fjölnir og áfram Fjölnisjaxlinn - Allir með á næsta ári!!!

Aðalstyrktaraðili Fjölnisjaxlins er eitt nýjasta og besta fyrirtækið í hverfinu Fanntófell og myndir er hægt að skoða hjá besta hverfisfjölmiðlinum okkar “Grafarvogsbúar”

https://www.facebook.com/Grafarvogsb%C3%BAar-111119802396520/

Knattspyrnudeild, Frjálsíþróttadeild og Sunddeild Fjölnis vilja sérstaklega þakka öllum fyrir sitt framtak til að gera Fjölnisjaxlinn að veruleika þ.e. þátttakendum/keppendum, starfsmönnum/sjálfboðaliðum, ÍTR og Grafarvogssundlaug, starfsmönnum Grafarvogslaugar, áhorfendum, öllum styrktaraðilum og hverfisfjölmiðlinum Grafarvogsbúar fyrir ljósmyndatöku.

Myndir frá jaxlinum má sjá hér.


Frábærum sumarlestri lokið

Sumarlestrarátak Fjölnis vakti mikla lukku meðal gesta Borgarbókasafnsins í Spöng í sumar, en þetta er annað árið sem Fjölnir stendur fyrir þessu átakinu. Átakið gengur út á að minna börn og fullorðna um mikilvægi lesturs og að gleyma ekki að viðhalda lestrarfærni yfir sumartímann.

„Ég hef setið ófáa fundi sem formaður Foreldrafélags Kelduskóla með skólastjórum og kennurum þar sem fjallað hefur verið um hve mikið lestrar færnidettur niður á sumrin. Mér fannst því tilvalið að nýta starf mitt í þágu barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fjölnis til að minna á mikilvægi lesturs á sumrin“ segir Sævar Reykjalín í barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Fjölnis.

Fjölnisfólk úr ýmsu greinum valdi sínar uppáhaldsbækur og var þeim í framhaldi stillt upp í sérstökum standi í Borgarbókasafninu í Spöng.

„Við urðum greinilega vör við áhuga og að gestir skoðuðu útstillinguna á bókunum og það sem sagt var um Fjölnisfólkið. Sérstaklega vakti þetta athygli hjá börnum og gaman hvað þau voru ánægð að sjá þjálfarann sinn eða leikmann sem þau voru hrifin af og varð það oft tilefni til smá spjalls þeirra á milli um bækurnar, íþróttirnar, Fjölni og fleira“ segir Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Spöng og Árbæ.

„Okkur starfsfólkinu þykir mjög gaman að geta tekið þátt í þessu og láta safnið þannig tengjast betur hverfinu og íbúum þess“

Fjölnir vill þakka öllum þeim sem komu að og tóku þátt í þessu átaki kærlega fyrir og það er alveg öruggt að þetta verður endurtekið á næsta ári.

#FélagiðOkkar


Fjölnisjaxlinn 2019

Ert þú það öflugur íþróttamaður/íþróttakona að þú getir klárað Fjölnisjaxlinn?

Knattspyrnudeild Fjölnis í samstarfi við frjálsíþróttadeild og sunddeild félagsins ætla að keyra í gang fyrsta „Fjölnisjaxlinn“ og skora á alla íþróttaiðkendur að skrá sig til leiks.

Skráning í einstaklingsáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScq1bDFYzjUxJd5EwS6y_VOunOejZbvZWymLUc-1Dp2KniUAw/viewform?usp=sf_link

Skráning í liðaáskorun: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfLWikt_hqZVGXX-MMf1WUEqNiIK_BdzgsyaPeFQkJ69cSV_g/viewform?usp=sf_link

#FélagiðOkkar


Fjölnir í Craft

Síðastliðinn föstudag undirrituðu þeir Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis og Haraldur Jens Guðmundsson, framkvæmdastjóri New Wave Iceland, umboðsaðila Craft, samstarf til næstu þriggja ára.

Samstarf þetta felur í sér að allar deildir innan félagsins sem eru ekki með samning við aðra búningaframleiðendur geta nú keypt vörur á góðum kjörum frá Craft.

Fimleikadeildin var fyrsta deildin til að semja við Craft og mun frá og með haustinu 2019 klæðast Craft.

Sérstakur mátunar- og pöntunardagur verður auglýstur sérstaklega á næstu dögum. Á sama tíma mun fimleikadeildin kynna nýja vörulínu.

Samningurinn er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og bindum við miklar vonir við farsælt samstarf við NWI til næstu ára.

Á myndinni frá vinstri: Haraldur Jens Guðmundsson, Guðmundur L Gunnarsson, iðkendur fimleikadeildar.

Frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson, markaðsfulltrúi á netfangið arnor@fjolnir.is.

#FélagiðOkkar

Mynd: Þorgils G