Íþróttaskóli Fjölnis
Nú fer að líða að því að við byrjum aftur í íþróttaskólanum eftir jólafrí og verður fyrsta æfingin okkar laugardaginn 11.janúar.
Við ætlum að færa okkur um set og verða æfingarnar á þessu tímabili í Dalhúsum (íþróttahúsið við sundlaug Grafarvogs) á laugardögum frá kl. 09:00-09:50.
Búið er að opna fyrir skráningar inná fjolnir.felog.is.
Æfingatímabilið er frá 11.janúar til 9.maí (Æfingar falla niður 21.mars og 11.apríl vegna viðburða í húsinu).
Verð fyrir vorönnina er 17.900 kr. og fá allir krakkar sem skrá sig Fjölnisbol 🙂
Við hlökkum til að sjá sem flesta!
Facebook: https://www.facebook.com/groups/155622881806764/
Fjölniskveðja,
Ester Alda og Guðrún Jóna
Íþróttafólk ársins
Íþróttafólk Fjölnis árið 2019 var heiðrað í gærkvöldi við hátíðlega athöfn í fimleikasalnum.
Íþróttakarl Fjölnis 2019
Úlfar Jón Andrésson (íshokkídeild) er leikmaður meistaraflokks karla. Hann skilar alltaf gríðarlega góðum árangri í leikjum og hefur átt stóran þátt í því að koma íshokkíliði meistaraflokks karla efst í sinni deild á þessum vetri. Hann hefur í mörg ár verið valinn í landslið karla í íshokkí þar sem hann hefur ávallt átt stórt hlutverk í árangri liðsins. Úlfar hefur ekki látið sitt eftir liggja við að miðla af reynslu sinni til yngri kynslóðarinnar. Hann hefur í gegnum tíðina þjálfað yngri leikmenn og unnið á leikjum þeirra í sjálfboðavinu. Úlfar Jón er góð fyrirmynd allra íþróttamanna og okkar hinna í daglegu lífi. Liðsfélagi Úlfars tók á móti verðlaununum í fjarveru hans.
Íþróttakona Fjölnis 2019
Eygló Ósk Gústafsdóttir (sunddeild) hefur verið afrekskona í sundi frá 13 ára aldri og hefur meðal annars keppt á tveimur Ólympíuleikum og verið valin Íþróttakona ársins árið 2015. Hún hefur náð stórkostlegum árangri í baksundum á heimsvísu, hún stefnir á að verða aftur í topp 8 í Evrópu og ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Japan á næsta ári. Nýlega var Eygló Ósk valin Sundkona Íslands árið 2019.
Fjölnismaður ársins 2019
Hjónin Lilja Björk Ólafsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson hlauparar í hlaupahóp Fjölnis. Þessi dugnaðarhjón tilheyra hópi fárra í heiminum sem klárað hafa sex stærstu marþon í heimi. Þau eru elst íslenskra hjóna sem það hafa afrekað. Hjónin, sem eru á sjötugsaldri, byrjuðu að hlaupa um fertugt og eru hvergi nærri hætt. Í Grafarvogi ólu þau upp börn sín fjögur og þegar þau voru að nálgast fertugt gafst loks tími fyrir áhugamál. Um leið og ungarnir voru flognir úr hreiðrinu reimuðu þau á sig hlaupaskóna og héldu af stað. Þau höfðu þá aldrei stundað hlaup en byrjuðu strax í hlaupahópi Grafarvogs, sem heitir nú hlaupahópur Fjölnis. Það var árið 1995 og hafa þau hlaupið meira og minna síðan.
Þau fundu sig vel í hlaupinu og áður en varði lá leiðin í maraþon. Það átti eftir að vinda upp á sig svo um munar. Sex stærstu hlaup heims eru í London, New York, Boston, Berlín, Tokýó og Chicago og hafa þau hjón klárað þau öll. „Þessi hlaup eru fjölmennust og það var einhver sem bjó til klúbb fyrir fólk sem hefur klárað öll þessi hlaup,“ segir hann en klúbburinn heitir Abbott World Marathon Majors og má finna þar rúmlega þrjátíu Íslendinga. Aðeins sex þúsund manns í heiminum geta státað af að hafa klárað öll þessi stærstu hlaup heims. Líklega eru fá hjón á sjötugsaldri í þeim hópi og eru þau Lilja og Guðmundur elst íslenskra hjóna sem það hafa afrekað.
Þau hjón eru líka óþreytandi við að hjálpa til á mótum eða annað sem frjálsíþróttadeildin leitar til þeirra eftir aðstoð með.
Íþróttafólk ársins (íþróttakarl- og kona) verður heiðrað við hátíðlega athöfn föstudaginn 27.desember kl. 17:30 í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll. Eins og undanfarin tvö ár eru íþróttakarl og kona valin af aðalstjórn.
Við munum einnig heiðra Fjölnismann ársins sem valinn er af aðalstjórn, ásamt því að kynna val á íþróttafólki deilda.
Tilnefningar deildanna:
Knattspyrnudeild: Hans Viktor Guðmundsson og Hlín Heiðarsdóttir.
Listskautadeild: Júlía Sylvía Gunnardóttir.
Sunddeild: Eygló Ósk Gústafsdóttir og Kristinn Þórarinsson.
Frjálsíþróttadeild: Vilhelmína Þór Óskarsdóttir og Daði Arnarson.
Karatedeild: Eydís Magnea Friðriksdóttir og Gabríel Sigurður Pálmason.
Körfuknattleiksdeild: Róbert Sigurðsson og Fanney Ragnarsdóttir.
Tennisdeild: Eygló Dís Ármannsdóttir og Teitur Ólafur Marshall.
Fimleikadeild: Sigurður Ari Stefánsson og Kristín Sara Stefánsdóttir.
Handknattleiksdeild: Breki Dagsson og Karen Birna Aradóttir.
Íshokkídeild: Úlfar Jón Andrésson og Unnur María Helgadóttir.
Skákdeild: Dagur Ragnarsson og Hrund Hauksdóttir.
Deildir eru beðnar að sjá til þess að einstaklingar innan þeirra raða mæti.
Við hvetjum alla Fjölnismenn og Grafarvogsbúa að fjölmenna og heiðra íþróttafólkið okkar fyrir frábæran árangur á árinu. Hófið er opið öllum.
Léttar kaffiveitingar í boði.
Þetta er í 30. sinn sem valið fer fram. Í fyrra voru þau Hera Björk Brynjarsdóttir tennisdeild og Kristinn Þórarinsson sunddeild valin íþróttafólk ársins og hópurinn í kringum getraunakaffið var valinn Fjölnismaður ársins.
Kíktu á viðburðinn okkar á Facebook.
Fjölnir stofnar þríþrautarhóp
Hjólreiðafélag Reykjavíkur, sunddeild Fjölnis og frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa tekið höndum saman og sett upp æfingaplan fyrir þá sem hafa áhuga á því að stunda þessar þrjár íþróttir samhliða.
Hvort heldur sem þig langar að koma þér í gott form, vera hluti af skemmtilegum æfingahópi, taka þátt í Landvættum eða einhvers konar þríþraut þá er þetta eitthvað fyrir þig!
Þaulreyndir þjálfarar taka á móti þér í hverri grein fyrir sig og við setjum okkur markmið saman. Skref fyrir skref náum við svo markmiðunum. Sendu okkur línu á trihfrogfjolnis@gmail.com eða skráðu þig bara og mættu!
Við byrjum á 4 vikna sundnámskeiði mánudaginn 6.janúar 2020. Námskeiðið kostar 15.000 kr, en ef þú heldur áfram í þríþrautarhópnum, þá ganga 10.000 kr upp í félagsgjaldið. Námskeiðið fer fram á ensku.
Athugið að sundnámskeiðið er kennt á mánudögum og föstudögum kl. 19-20 í Grafarvogslaug.
Verð fyrir janúar til júní 2020 er 30.000 kr. Skráningar opna 1.janúar á https://fjolnir.felog.is/ og mættu í fyrsta tímann mánudaginn 6.janúar.
Hlökkum til að sjá þig!
Jólaball Fjölnis
Jólaball Fjölnis verður haldið föstudaginn 27.desember frá kl. 16:00-17:00 í Íssalnum í Egilshöll (3.hæð).
Jólasveinar kíkja í heimsókn og gefa öllum börnum glaðning.
Jólaband Fjölnis spilar falleg lög í tilefni jólanna.
Aðgangseyrir kr. 500 fyrir börn, frítt fyrir fullorðna.
Miðasala HÉR.
Kíktu á viðburðinn okkar á Facebook
Opnunartími Fjölnis í kringum jól og áramót
Dalhús
Dalhús verða lokuð frá og með lau 21.des til og með mán 1.jan.
Egilshöll
Fjölnishöll, fimleikasalur, knatthöll og karatesalur verða lokuð dagana 24, 25, 26 og 31.des ásamt 1.jan.
Kær kveðja,
Starfsfólk Fjölnis
Allar æfingar fara fram í dag
Fréttin var uppfærð kl. 11:30 þann 11.desember
ALLAR æfingar fara fram í dag, miðvikudag.
Kær kveðja,
Skrifstofa Fjölnis
Risa ball í Grafarvogi
Við bjóðum þorrann velkomin með RISA BALLI!
Ingó – Ragga Gísla – Sigga Beinteins og Regína Ósk.
Húsið opnar kl. 23:00, beint á eftir borðhaldi á Þorrablót Grafarvogs 2020.
Verð í forsölu: 3.900 kr.
Miðasala fer fram á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.
Allar nánari upplýsingar á thorrablot@fjolnir.is.
Fundabókanir á einum stað
Við höfum ákveðið að velja Teamup fyrir fundabókanir. Breytingin tekur gildi strax. Þeir fundir sem voru bókaðir í gegnum arnor@fjolnir.is eru komnir í dagatalið.
Undir „fundabókanir“ á heimasíðunni er nú auðvelt að bóka fundi í Egilshöll.
- Smella á dagatalið
- Skrifa í titil t.d. „fundur“, „stjórnarfundur“, „videofundur“ etc.
- Velja dagsetningu og tíma
- Velja fundarherbergi, „Vogurinn“ eða „Miðjan“
- Skrifa hver pantar „nafn deildar – ábyrgðaraðili“
- Smella á save
Einnig er hægt að deila fundarboðinu í gegnum ýmsa miðla.
Allar frekari upplýsingar veitir Arnór Ásgeirsson á arnor@fjolnir.is.
Fjölnismessa næstkomandi sunnudag
Fjölnismessa í Grafarvogskirkju!
Ungmennafélagið Fjölnir og Grafarvogskirkja bjóða í nærandi og skemmtilega Fjölnismessu á sunnudaginn kl. 11.00.
Þessar tvær mannræktarstofnanir í Grafarvogi koma saman og lyfta að ljósi mikilvægi þess að vera heilbrigð sál í hraustum líkama.
Séra Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina. Iðkendur Fjölnis ganga saman inn með heiðursfána Fjölnis undir söng Fjölnislagsins.
Jón Karl Ólafsson, formaður aðalstjórnar, segir frá Fjölni og svarar spurningum um starfið. Ungir iðkendur úr starfi Fjölnis verða messuþjónar og flytja bænir.
Kór Grafarvogskirkju leiðir söng undir stjórn Hákons Leifssonar organista. Fjölnismennirnir Jón Karl og Ragnar Torfason leika á hljómborð og gítar. Halldóra Ósk Helgadóttir syngur einsöng.
Við hvetjum ykkur öll að koma í Fjölnislitunum og/eða Fjölnistreyjum.
Eftir góða stund í kirkjunni er ykkur öllum boðið að þiggja messukaffi.
Hlökkum til að sjá ykkur í kirkjunni á sunnudaginn.