Áfram lestur

Sumarlestrarátak Fjölnis og Borgarbókasafnins í Spöng er hafið, annað árið í röð.

Við viljum hvetja öll börn til að vera dugleg að lesa í sumarfríinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hvaða bækur eru í uppáhaldi hjá afreksfólkinu okkar.

Gríptu með þér eina eða tvær á Fjölnisstandinum í Borgarbókasafninu í Spöng.

Myndir af leikmönnum: Fótbolti.net og úr einkasafni

#FélagiðOkkar


Fjölnisvörur á frábæru verði

Við höfum til sölu flottar Fjölnisvörur á frábæru verði.

Vörurnar eru afhentar á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll.

ATH! Takmarkað magn.

Tryggðu þér flottar vörur á https://fjolnir.felog.is/verslun/flokkur/1


Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ 2019 fer fram um verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði í samstarfi við Ungmennasambandið Úlfljót (USÚ) og Sveitarfélagið Hornafjörð. Öll ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára geta skráð sig til leiks. Þar reyna þátttakendur með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag til að koma á Unglingalandsmót UMFÍ.

Eins og á öllum Unglingalandsmótum UMFÍ er keppt í fjölmörgum skemmtilegum greinum alla mótsdagana. Á kvöldin verða tónleikar með m.a. Bríeti, Daða Frey, Úlfi Úlfi, Sölku Sól, Unu Stef og GDRN.

Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráning á vefslóðinni: www.ulm.is


Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ verður að þessu sinni haldið í Neskaupstað dagana 28. – 30.júní. Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri skemmtun þar sem fólk á besta aldri hefur gaman saman. Mótið er opið öllum þátttakendum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Keppt verður í 16 íþróttagreinum. Þar á meðal í boccía, golfi og pútti, línudansi, ringó og pönnukökubakstri sem fyrir löngu er orðin klassísk grein. En nýjungar verða á mótinu eins og keppni í lomber, pílukasti og garðahlaupi sem er opið fyrir 18 ára og eldri. Ekki þarf að vera skráð/ur í íþrótta- eða ungmennafélag. Þátttökugjald á mótið er 4.900 krónur. Fyrir eitt gjald er hægt að skrá sig í margar greinar.

Nánari upplýsingar um keppnisgreinar og skráning á vefslóðinni: https://www.umfi.is/verkefni/landsmot-50plus/


Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Hreinn árangur

Lyfjaeftirlit Íslands stendur fyrir samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni "Hreinn árangur". Átakið snýst um að stuðla að heilbrigði í líkamsrækt og í íþróttum þar sem hreinn árangur í hvorutveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna.

Leiðbeiningar:

- Hér er linkur á svokallaðan Facebook filter (opnast í síma): www.facebook.com/fbcameraeffects/tryit/834319780280135/ Einnig er hægt að opna Facebook filterinn í gegnum Facebook síðu Hreins árangurs: www.facebook.com/hreinnarangur

- Einnig eru til svokallaðar GIF-myndir f. Instagram. Til að setja GIF-in ofan á myndir í Instagram-story er nóg að leita eftir „Hreinn“ og þá koma þeir upp.

Nánar má lesa um átakið á slóðinni www.hreinnarangur.is

Facebook síðan: www.facebook.com/hreinnarangur


Viðburðarík helgi að baki

Það má með sanni segja að um stóra helgi hafi verið að ræða fyrir #FélagiðOkkar.

Íslandsmeistarar, sigur í fyrsta leik í Inkasso, mótahald og vorsýning á svellinu er flokkar og deildir félagsins iðuðu af lífi.

Fjölnir er stórt félag, með frábæra aðstöðu, sjálfboðaliða úr öllum áttum og umgjörð á hæsta stigi.

 

Íslandsmeistarar í 3.fl karla í handbolta og 8.fl karla í körfubolta

Fjölnir eignaðist Íslandsmeistara í handbolta og körfubolta í gær.

3.fl karla í handbolta lék gegn Val í úrslitum við mikinn fjölda áhorfenda í Kaplakrikanum. Strákarnir höfðu undirtök allan leikinn og þrátt fyrir gott áhlaup Valsmanna í seinni hálfleik, tryggðu strákarnir okkar sigurinn í lokin. Lokatölur 23-20 og er niðurstaða tímabilsins frábær; Íslands- og bikarmeistarar.

8.fl karla í körfubolta lék á heimavelli í úrslitum A riðils. Fjölmargir lögðu leið sína í Dalhúsin og það hefur greinilega gefið strákunum okkar aukinn kraft enda Nánast fullt hús var báða leikdaga og svo fór að strákarnir okkar unnu alla 4 leiki sína og þar með tryggðu þeir sér Íslandsmeistarartitilinn.

 

Sigur í fyrsta leik í Inkasso deild karla

Allar aðstæður voru frábærar fyrir góðan fótbolta. Grasið grænt, Kárapallurinn klár og sólin skein. Það má með sanni segja að strákarnir okkar höfðu góð tök á leiknum og uppskáru tvo flott mörk, frá þeim Alberti Brynjari Ingasyni og Hans Viktori Guðmundssyni. Gestirnir náðu reyndar að klóra í bakkann í lok leiks en niðurstaðan var góður 2-1 sigur fyrir framan rúmlega 500 manns á Extra-vellinum.

 

Mótahald í Dalhúsum og Fjölnishöllinni

Það var mikið um að vera í báðum íþróttahúsum Fjölnis alla helgina þegar fjölliðamót í 6.fl karla yngra ár í handbolta og úrslitakeppni A-riðils í 8.fl karla í körfubolta fóru fram. Það má áætla að um 1000 manns hafi komið í íþróttahúsum Fjölnis þar sem fjörið var mikið. Fjöldinn allur af sjálfboðaliðum sá til þess að öll umgjörð var með besta móti.

 

Vorsýning skautaskólans

Skautaskóli Fjölnis hélt frábæra vorsýningu á laugardaginn þar sem iðkendur sýndu listir sínar undir merkjum fjölmargra þjóða og fóru með áhorfendum heimshornanna á milli.

 

Myndir: Baldvin B., Þorgils G. og Gunnar Jónatansson


Sumarnámskeið 2019

Við opnum fyrir skráningu á sumarnámskeið á morgun, fimmtudaginn 25.apríl

Allar nánari upplýsingar hér: https://fjolnir.is/felagid-okkar/sumarnamskeid-2019/

 


Nýr opnunartími skrifstofu félagsins

Nýr opnunartími skrifstofu félagsins.

Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga frá klukkan 13:00 - 16:00, símatími skrifstofu er á sama tíma.

Skrifstofan er staðsett í Egilshöll.

Sími 578-2700, netfang skrifstofa@fjolnir.is

Kær kveðja starfsfólk skrifstofu.