Besta leiðin á æfingu - Strætófylgd 2022
Fjölniskrökkum í 1. og 2. bekk í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal býðst að fá fylgd í Strætó
frá frístundaheimili sínu á æfingar í Egilshöll sem byrja kl. 14:40 og enda kl. 15:30 mánudaga
til fimmtudaga. Fylgdin er ekki í boði fyrir æfingar sem ljúka eftir þann tíma.
Krakkarnir eru sóttir á frístundaheimilin (Ingunnar-, Hamra-, Borga- og Rimaskóli) eða á strætóstoppistöðina (Folda-, Húsa-, Sæmundar- og Dalskóli). Þeim er svo fylgt til baka að lokinni æfingu og passað upp á að þau fari út á réttri
stoppistöð.
Við hvetjum iðkendur Fjölnis sem eru að stíga sín fyrstu skref í að bjarga sér sjálf á æfingar til
þess að nýta sér fylgdina og læra í leiðinni að taka Strætó.
Skráning í fylgdina fer fram í gegnum skráningakerfi félagsins fjolnir.felog.is.
Verðskrá fyrir fylgd á haustönn:
Æfing 1x í viku: 5.000 kr
Æfing 2x í viku: 10.000 kr
Æfing 3-4x í viku: 15.000 kr.
Mjög mikilvægt er að foreldrar tilkynni starfsfólki frístundarheimilis hvaða daga barnið á að fara á æfingu.
- Skrá þarf iðkandann á haustönn og svo aftur á vorönn, haldi barnið áfram eftir
áramót. - Börn 11 ára og yngri fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu, aðrar almennar
upplýsingar um fargjöld strætó má finna inni á straeto.is - Það er ekki fylgd í boði frá Engjaskóla þar sem þau eru í göngufæri við Egilshöllina
Stundatafla fyrir æfingar sem eru í boði með fylgdinni má sjá hér neðar á síðunni. Vinsamlegast skráið barnið í fylgdina og látið frístundaheimilið vita í síðasta lagi deginum áður en æfingar hefjast.
Gott er ef foreldrar/forráðamenn nái að fara eina ferð með krökkunum í strætó til og frá frístundaheimilinu áður en þau fara í sína fyrstu fylgd.
Þau börn sem fá fylgd verða í sér búningsklefum svo að auðveldara sé að halda utan um hópana. Við verðum í búningsklefum í Fjölnishöll eins og í fyrra.
Við hvetjum foreldra barna í 3. bekk og eldri til að taka strætó á æfingar áfram!
HÉR er hægt að sjá áætlanir ferða til og frá Egilshöll
*Uppfært haust 2022


Haustönn Fimleikadeild
Haustönn 2022
www.fjolnir.is/felagid-okkar/xps-aefinga-og-samskiptaforrit/
Byrjun annar - Fimleikadeild
Nú fer sumrinu að ljúka en við erum spennt að byrja nýja fimleikaönn.
Hlökkum til að sjá ykkur 🙂
Októberfest Grafarvogs
Takið daginn frá!! Það er loksins komið að þessu! 

Miðaverð er 10.900 kr / Miðaverð á ball er 4.900 kr
ATH! Aðeins er selt á 6 eða 12 manna borð – fyrstur kemur fyrstur fær!
Frítt tveggja daga hópfimleikanámskeið í ágúst
Fimleikadeild Fjönis ætlar að bjóða uppá frítt tveggja daga námskeið í hópfimleikum í ágúst fyrir stelpur og stráka.
Fjölnir hefur náð ótrúlega flottum árangri í hópfimleikum síðustu og þykir okkur því mikilvægt að halda uppbyggingunni áfram og ná til þeirra sem hafa áhuga á að máta sig í íþróttinni.
Námskeiðið verður haldið í fimleikasal Fjölnis í Egilshöll
Fyrir stráka fædda 2011-2014
- Mánudag 15.ágúst kl 12:00-13:30
- Þriðjudag 16.ágúst kl 12:00-13:30
Fyrir stelpur fæddar 2014
- Miðvikudag 17.ágúst kl 12:00-13:30
- Fimmtudag 18.ágúst kl 12:00-13:30
Við viljum halda vel utan um hópinn og því er mikilvægt að allir áhugasamir skrái sig HÉR
Við hlökkum við þess að kynnast nýjum upprennandi fimleikastjörnum.
Ef það koma upp spurningar eða ef þetta vekur athygli annara sem hafa áhuga en falla ekki undir þessa aldurshópa endilega sendið okkur fyrirspurn á fimleikar@fjolnir.is
Mótaröðin á Akureyri
Um helgina fór fram mótaröðin á Akureyri. Fjölnir sendi 1.flokk á mótið en á mótaröðinni gefst liðum tækifæri til að keppa með fleiri í hverri umferð. Félög geta sent keppendur úr 2.flokki og alveg upp í meistaraflokk.
Eftir langt og strangt ferðalag stóð 1.flokkur sig vel. Þær enduðu í 10 sæti þar sem gólfæfingar var þeirra besta áhald. Það voru mörg ný stökk á mótinu hjá liðinu enda kjörið tækifæri til að sýna það sem þær hafa æft í vetur.
Fimleikadeildin þakkar Fimak fyrir flott mót og frábæra gestrisni.
Bikarmót í þrepum
Bikarmót í 1.-3.þrepi
Um helgina fór fram Bikarmót í þrepum, þetta mót er frábrugðið öðrum áhaldafimleikamótum þar sem keppt er í liðum.
Mótið var haldið í Ármanni og var keppt í 1.-3.þrepi karla og kvenna.
Stúlkur úr Fjölni og fimleikadeild Keflavíkur mynduðu saman glæsilegt lið sem keppti í 2.þrepi og náðu þær öðru sæti á mótinu.
Virkilega skemmtilegt mót, til hamingju stelpur og þjálfarar.
Liðið mynduðu stelpurnar
Jóhanna Ýr, Keflavík
Íris Björk, Keflavík
Júlía Ísold, Fjölnir
Kolfinna Hermannsdóttir. Fjölnir