Þorrablót Grafarvogs - örfá laus sæti!!

Klukkan tifar og örfáir dagar í Þorrablót Grafarvogs!!
Örfá sæti eru laus á blótið vegna forfalla!
Sendið póst á vidburdir@fjolnir.is ef þið viljið næla ykkur í miða.
Fyrstur kemur (sendir), fyrstur fær!
Við minnum einnig á að sala á ballið er í fullum gangi inni á midix.is - https://www.midix.is/.../thorrablot-grafarvogs.../eid/455

Jólatrjáasöfnun meistaraflokka handknattleiksdeildar

Eins og undanfarin ár ætla meistaraflokkar handknattleiksdeildar að safna jólatrjám í hverfi 112 og koma þeim í förgun.

Söfnunin fer af stað mánudaginn 6. janúar og geta áhugasamir skráð sig hér fyrir neðan:

https://forms.gle/83TRQbe6YW5RigsSA

Hvert tré kostar 4000 kr

Desember fréttabréf listskautadeildar

Northern Lights Trophy

Helgina 25.-27. október fór fram alþjóðlega mótið Northern Lights Trophy í Egilshöll.

Voru nokkrir keppendur frá Fjölni á mótinu.
Í basic Novice Girls var í öðru sæti Hún Ermenga Sunna Víkingsdóttir með 33,42 stig, hæstu stigin hennar á tímabilinu. Maximu Hauksdóttir endaði með 27,14 stig í 7 sætinu af 19 keppendum.

Í Intermediate Women var það Elva Ísey Hlynsdóttir sem sigraði með 32,22 stig.  Lilja Harðardóttir náði þriðja sætinu með 24,49 stig.

Í Advanced Novice tók Elín Katla Sveinbjörnsdóttir þátt fyrir okkur. Eftir að hafa verið þriðja eftir stutta prógrammið hafnaði hún í fjórða sætinu samanlagt með 77.40 í heildarstig. Arna Dís Gísladóttir náði í 71,91 heildarstig og náði áttunda sætinu af 17 keppendum.

Mikil og góð reynsla sem kom af þessu móti.

Íslandsmót

Íslandsmót og Íslandsmeistaramót ÍSS fór fram í skautahöllinni í Egilshöll helgina 29.nóvember – 1.desember. Á þessu móti voru 8 keppendur frá Fjölni sem tóku þátt.

Elisabeth Rós, Elsa Kristín og Karlína tóku þátt í flokki Cubs unisex og stóðu sig með prýði en ekki eru veitt verðlaun í þessum flokki.

Í intermediate Women tók Lilja þátt fyrir hönd Fjölnis. Endaði hún á því að fá 21,16 stig sem skilaði 4. Sætinu til Lilju.

Ermenga Sunna og Maxime voru í Basic Novice og gerðu vel þar. Maxime fékk 25,66 stig og fékk fjórða sætið og Ermenga Sunna nældi sér í annað sætið með 30,40 stigum.

Elín Katla og Arna Dís tóku Advanced Novice flokkinn. Eftir fyrri daginn og stutta prógrammið að þá var ljóst að bæði Arna Dís með 25,28 stig og Elín Katla með 38,21 stig voru að ná persónulegum stigametum. Með þessu náði Arna að fara í seinni daginn í þriðja sæti og Elín í því fyrsta. Á degi tvö í frjálsa prógramminu fékk Arna Dís 41,76 stig sem skilaði henni á verðlaunapall í þriðja sætið. Fyrir sitt prógram í frjálsa fékk Elín Katla 60,95 stig og sigraði í Advanced Novice flokkinn með 99,16 heildarstig og er því nýr íslandsmeistari í þessum flokki.

Það voru svo Júlía Sylvía og Manuel sem tóku þátt í Senior Pairs. Júlía og Manuel skautuðu hreint prógram og uppskáru fyrir það 95.31 stig, persónulegt stigamet hjá þeim. Samanlagt fengu þau 137.61 stig. Ný krýndir Íslandsmeistarar í Senior Pairs, fyrsta parið á Íslandsmeistaramóti.

Við óskum öllum okkar keppendum til hamingju með sinn árangur og hlökkum til að sjá ykkur á næsta móti. Einnig viljum við þakka þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu til innilega fyrir þeirra framlag á mótinu.

Uppskeruhátíðir

Á dögunum fór fram uppskeruhátíð Fjölnis í Keiluhöllinni þar sem félagið viðurkennir framúrskarandi árangur karla og kvenna í öllum deildum ásamt íþróttakonu og íþróttakarli Fjölnis.

Var valið erfitt í okkar deild þar sem að margir aðilar hafa staðið sig mjög vel seinasta árið og hefur bætingin verið mjög mikil og árangurinn með því.

Skautakona og skautakarl ársins frá listskautadeild Fjölnis voru Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza.

Júlía og Manuel voru valin skautakona og skautakarl ársins hjá listskautadeildinni eftir einstök afrek í paralistskautum á árinu. Þau byrjuðu að vinna saman í paraskautum í sumar og eru fyrsta parið til að vera fulltrúi Íslands á alþjóðavettvangi í paraskautum. Nýlega unnu þau fyrstu verðlaun íslands á alþjóðavettvangi í paraskautum og náðu þeim merka áfanga að komast inn á EM.

Áður en Júlía fór yfir í parakeppni í sumar keppti hún í einstaklingskeppni fyrir hönd Fjölnis. Hún byrjaði árið á því að sigra Senior Women flokkinn á RIG og var fyrst Íslendinga til að fá gullverðlaun í Senior flokki á alþjóðlegu móti í listskautum. Í febrúar tók Júlía svo þátt í Norðurlandamóti og endaði á því að fá hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti.

Það var svo hún Júlía Sylvía sem tók ekki bara skautkonu ársins þetta kvöld heldur fékk hún líka þann heiður að vera valin Íþróttakona Fjölnis árið 2024 fyrir árangur sinn bæði í paraskautum sem og einstaklings.

Innilega til hamingju með valið Júlía og Manuel.

Ofan á það að vera valin hjá Fjölni sem skautakona og skautakarl að þá fengu Júlía og Manuel einnig viðkenningar annarstaðar frá.

Júlía og Manuel voru valin skautapar ársins hjá Skautasambandi Íslands en Júlía Sylvía var einnig valin skautakona ársins 2024 hjá Skautasambandinu.

Síðast en ekki síst var hún Júlía Sylvía ein af átta íþróttakonum sem tilnefnd voru til íþróttakonu Reykjavíkur árið 2024. Við óskum henni til hamingju með þessa viðurkenningu.

Ísabella tekur við verðlaunum fyrir hönd Júlíu Sylvíu

Val í landslið

Snemma í desember fór fram val skautara á Norðurlandamót 2025 hjá stjórn ÍSS í samvinnu við Afreksnefnd. Mótið fer fram í Asker í Noregi 6. – 9. Febrúar. Skemmst er frá því að segja að Arna Dís Gísladóttir og Elín Katla Sveinbjörnsdóttir voru valdar frá okkur í Fjölni til að taka þátt í Advanced Novice flokki á mótinu. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þeim mun ganga í Noregi á þessu móti á nýju ári.

Jólasýning

Seinustu helgi fór fram hin árlega jólasýning okkar í listskautadeildinni. Var sýningunni skipt í tvennt í þetta skiptið þar sem að skautaskólinn ásamt nokkrum atriðum hjá framhaldshópunum voru með fyrri sýninguna í sínum höndum. Seinni sýningin var svo samsett af framhaldshópunum. Á svæðinu var sjoppa, kökubasar og allskonar skemmtilegheit. Stóðu allir skautarar sig með prýði og var stemmingin mjög góð og skemmtileg. Vonandi að allir hafi skemmt sér vel á þessum sýningum okkar og þökkum við þeim sjálfboðaliðum sem tóku þátt í þessu með okkur og einnig þeim sem keyptu í sjoppunni og styrktu deildina með sínum kaupum.

Jólabúðir

Milli jóla og nýars verða í boði jólabúðir fyrir þá aðila sem hafa áhuga á. Búðirnar verða 27. – 30. Des og verða æfingar á bilinu 8:00-13:00 alla dagana. Iðkendum verður skipt upp í hópa eftir skráningu og koma þá þær upplýsingar sem þarf fyrir hvern hóp fyrir sig eins og hvenær æfingarnar eru og annað.

Skráning er opin og er inn á xps.is/shop/fjolnir

Takk fyrir önnina

Að lokum viljum við þakka öllum fyrir önnina sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur aftur á næstu önn. Kærar þakkir til allra sjálfboðaliða sem hjálpuðu við alls konar tilefni hjá okkur og vonandi að enn fleiri hjálpi til á næstu önnum.

Gleðilegar hátíðaróskir til ykkar allra.


Opnunartími skrifstofu um jólin

Skrifstofa Fjölnis verður lokuð eftir hádegi á Þorláksmessu til 27. desember.

Lokað verður á gamlársdag og nýjársdag.


Uppskeruhátíð Fjölnis 2024

Uppskeruhátíð Fjölnis fór fram á dögunum í Keiluhöllinni.
Í lok hvers árs viðurkennir félagið framúrskarandi árangur karla og kvenna í öllum deildum. Einnig voru útnefnd Íþróttakarl Fjölnis, Íþróttakona Fjölnis og Fjölnismaður ársins úr hópi öflugra sjálfboðaliða félagsins.
Íþróttakarl ársins kemur úr skákdeild Fjölnis:
Dagur Ragnarsson
Dagur hefur verið mjög sigursæll á árinu og er ma. Skákmeistari Reykjavíkur 2024. Hann var einnig í skáksveit Fjölnis varð Íslandsmeistari skákfélaga árið 2024 í fyrsta sinn á 20 ára afmælisári.
Íþróttakona ársins er úr listhlaupadeild:
Júlía Sylvía fyrst Íslendinga til að vinna alþjóðlegt listskautamót - Vísir
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir
Júlía Sylvía hefur verið að færa sig yfir í parakeppni og hefur þar öðlast keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu fyrst íslenskra skautara ásamt Manuel Piazza. Fyrr á árinu sigraði hún Senior Women flokkinn á RIG og var fyrst Íslendinga til að fá gullverðlaun í Senior flokki á alþjóðlegu móti í listskautum. Í febrúar tók Júlía þátt í Norðurlandamótinu og endaði á því að fá hæstu stig sem íslenskur skautari hefur fengið á Norðurlandamóti.
Fjölnismaður ársins er:
Baldvin Örn Berndsen
Baldvin hefur verið mjög öflugur liðsmaður Fjölnis um langt árabil. Hann hefur sett mestan sinn tíma í knattspyrnudeildinna þar sem fáir viðburðir fara framhjá honum með myndavélina á lofti. En hann hefir líka verið öflugur í að mæta á stærri viðburði félagsins og er ómetanlegur í að skrá sögu félagsins.
Það var einnig skemmtileg tilvíljun að sonur hans og nafni var valinn knattspyrnumaður Fjölnis 2024.
Hér eru íþróttamenn hverrar deildar, tilnefnd af deildunum sjálfum:
Fimleikadeild:
Natalía Tunjeera og Elio Mar Rebora
Frjálsíþróttadeild:
Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Bjarni Anton Theódórsson
Handknattleiksdeild:
Telma Sól Bogadóttir og Björgvin Páll Rúnarsson
Íshokkídeild:
Hilma Bóel Bergsdóttir og Viggó Hlynsson
Karate:
Sunna Rut Guðlaugardóttir og Gabríel Sigurður Pálmason
Knattspyrnudeild:
Hrafnhildur Árnadóttir og Baldvin Þór Berndsen
Körfuknattleiksdeild:
Stefanía Ósk Ólafsdóttir og Rafn Kristjánsson
Listskautadeild:
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza
Skákdeild:
Emilía Embla B. Berglindardóttir og Dagur Ragnarsson
Tennisdeild:
Bryndís Rósa Armesto Nuevo og Daniel Pozo


Happdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta

Hér eru vinningsnúmer úr happdrætti meistaraflokks kvenna í handbolta.

Búið er að hafa samband við vinningshafa!

 

Lotus grill frá Fastus 352
Árskort í Laugarásbíó og Gjafabréf frá Hafið fiskverslun 529
Gjafakarfa frá Forever Living Products og vekjaraklukka frá Úr og gull 535
Vekjaraklukka frá Úr og gull, Gjöf frá Terma snyrtivara og gjafakort frá Grazie Trattoria 312
Vekjaraklukka frá Úr og gull, Gjöf frá Terma snyrtivara 376
1 x batterí / brúsi / nudd bolti / vidamin töflur frá Hreysti og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í Bootcamp x 503
Gjöf frá ÓJ&K, og Gjöf frá Terma snyrtivara 380
Bætiefnabúllan - 1 vatnsbrusa, 10x 28g af proteindufti og 10x protein brownies, Gjafabréf frá Tekk, gjafabref frá Subway 49
Gjöf frá Terma snyrtivara og vekjaraklukka frá Úr og gull 570
Kertastjaki frá Tekk, gjöf frá Sensai, gjafabréf frá Serrano 651
Gjöf frá ÓJ&K, Gjafabréf frá Jungle og Gjöf frá Sensai 78
Hálsmen frá ORR og Gjafavara fra DORMA 72
Brúsi frá Vilma Home og Inniskór frá Betra bak 532
Gjafapoki frá Tekk, krydd frá Garra og Gjafabréf Hafið 122
Heilsuvörur frá HB Heildverslun og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í líkamsrækt 172
Heilsuvörur frá HB Heildverslun og Gjafabréf frá Sporthúsinu - mánuður í Bootcamp 372
Gjafa karfa frá forever living products og gjafabréf Hafið fiskverslun 257
Inniskór frá Betra bak og Gjafabréf Grazie - Trattoria 127
Gjafabréf frá Jungle Gjöf frá Krisma snyrtistofa 164
Gjöf frá Krisma snyrtistofa og Gjafabréf í verslanir GER (Húsgagnahöll, Dorma, Betra Bak) 314
Gjöf frá Dynjandi Vetrarfatnaður 46
Gjöf frá Dynjandi Vetrarfatnaður 137
Gjöf frá Regalo heildverslun og Gjafabréf frá Jungle 2
Quest Hair-Beer and Wiskey saloon gefur gjöf- KMS hárvörupakki og Gjafabréf Hafið fiskverslun 13
Gjafavara frá Garra og Gjafabréf í verslanir GER (Húsgagnahöll, Dorma, Betra Bak) 196
Inniskór frá Betra bak og Gjafabréf á Jungle 423
Vekjaraklukka frá Úr og gull, og Gjafabréf frá Tekk 89
Gjafabréf Sportís og Gjafapoki frá l'occitane 307

4. desember - MIKILVÆGT

Miðvikudaginn 4. desember, fara þjálfarar og starfsfólk á fræðslufund ÍBR.
Vegna þessa munu einhverjar æfingar falla niður!
Við hvetjum alla iðkendur og forráðamenn að fylgjast vel með XPS 💙

Lokahóf meistaraflokka í knattspyrnu 2024

Lokahóf meistaraflokka Fjölnis í knattspyrnu fór fram í hátíðasalnum Dalhúsum laugardaginn 28. september síðastliðinn. Þar komu saman leikmenn, þjálfarar og stjórnamenn og konur til þess að loka nýliðnu tímabili en boðið var upp á mat og drykk auk skemmtiatriða.
Alls voru veittar sex viðurkenningar fyrir sumarið en Máni Austmann Hilmarsson og María Sól Magnúsdóttir voru markahæst, Jónatan Guðni Arnarson og Emilía Lind Atladóttir voru efnilegust og svo voru Hrafnhildur Árnadóttir og Halldór Snær Georgsson valin best.
Eins var Guðmundi Karli leikmanni karlaliðsins færð blóm fyrir öll árin og frábæran tíma hjá félaginu. Verður það mikil eftirsjá enda magnaður leikmaður og Fjölnismaður þar á ferð.


Staða borða 17.10.24 kl. 18:00

Staða seldra borða á Þorrablót Grafarvogs fimmtudaginn 17. október kl. 18:00

Borðapantanir fara fram á vidburðir@fjolnir.is


Þorrablót Grafarvogs 2025

Miðasala fyrir Þorrablót Grafarvogs hefst í fyrramálið á slaginu 10:00!
Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is 🤠
12 manns á borði💃
Safnborð fyrir minni hópa🕺
Ferlið er einfalt!
1. Þú velur borð og sendir pöntun á netfangið vidburdir@fjolnir.is.
2. Við svörum þér hvort borðið sé laust.
3. Þú greiðir og sendir okkur kvittun.
4. Við staðfestum pöntun þegar kvittun berst.