Norðurlandamót 2025
Norðurlandamót 5. – 9. feb
Norðurlandamótið á listskautum fór fram í Asker í Noregi dagana 5. – 9. febrúar og átti Fjölnir tvo fulltrúa af fjórum sem tóku þátt. Voru það þær Arna Dís Gísladóttir og Elín Katla Sveinbjörnsdóttir. Einnig fór Benjamin Naggiar yfirþjálfari með sem þjálfari í ferðina.
Fyrri keppnisdagur
Fyrsti keppnisdagur var fimmtudagurinn 6. febrúar og var keppt í stutta prógramminu. Af íslensku skauturunum var Arna Dís fyrst á ísinn. Eftir sitt prógram fékk hún 24,05 stig og endaði fyrsta daginn í 17. sæti.
Elín Katla fór seinust af íslensku keppendum inn á svellið til að taka sitt stutta prógramm. Endaði hún í 8. sæti á fyrsta deginum með 32,86 stig fyrir sína frammistöðu.
Seinni Keppnisdagur
Á seinni keppnisdeginum sem var á föstudeginum fór Arna Dís inn á svell þriðja af íslendingunum. Fyrir sitt frjálsa prógram fékk hún 48,75 stig og með því endaði hún í 72,80 stig í heildarstigum. Með þessum árangri náði hún 14. sætinu í heildastigum.
Seinust íslendinganna inn á svellið til að taka frjálsa prógrammið var Elín Katla. Fyrir frjálsa prógrammið fékk Elín 61,32 stig sem skilaði Elínu í 96,18 stig og 6. sætinu í heildarstigum.
Hæstu stig á Norðurlandamóti
Með sínum 96,18 heildarstigum náði Elín Katla þeim glæsilega árangri að fá hæstu heildarstig sem íslenskur skautari hefur fengið í Advanced Novice flokki á Norðurlandamóti. Óskum henni til hamingju með þann árangur.




Elísabet Ósk Guðmundsdóttir ráðin sem rekstrarstjóri fimleikadeildar Fjölnis
Ný sundnámskeið: Ungbarnasund og skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna
Sundnámskeið fyrir alla – Skráning hafin hjá Fjölni! 🏊♂️💦
Fjölnir býður upp á spennandi sundnámskeið fyrir bæði foreldra með ung börn og fullorðna sem vilja bæta sundtæknina sína. Hvort sem þú ert að taka fyrstu sundspor með barninu þínu eða vilt læra skriðsund frá grunni, þá erum við með námskeið sem hentar þér!
Ungbarnasund – Frábær leið til að kynnast vatninu! 👶💙
Nýtt námskeið í ungbarnasundi hefst 23. febrúar og stendur til 6. apríl. Þetta er skemmtilegt og fræðandi námskeið fyrir börn á aldrinum 0-18 mánaða, þar sem lögð er áhersla á öryggi, leik og jákvæða reynslu í vatninu. Auk 6 skipta í laug verður boðið upp á myndatöku til að fanga fallegar minningar!
📅 Dagsetning: 23. febrúar – 6. apríl
📍 Staðsetning: Innilaug Grafarvogslaugar
🕘 Kennt á sunnudögum
🔹 09:00 – 09:40
🔹 09:45 – 10:25
🔹 10:30 – 11:15
👶 Hámark: 10 börn í hverjum hóp
💰 Verð: 18.000 kr.
👩🏫 Kennari: Tracy Horne
📩 Skráning og frekari upplýsingar á XPS!
Fullorðins skriðsund – Lærðu eða bættu tækni þína! 🏊♀️💪
Viltu læra skriðsund eða bæta sundtæknina þína? Þá er 10 skipta skriðsundsnámskeiðið okkar fullkomið fyrir þig! Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja fínpússa sundstílinn sinn. Kennt er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00-21:00, frá 18. febrúar til 21. mars.
📅 Dagsetning: 18. febrúar – 21. mars
📍 Staðsetning: Grafarvogslaug
🕗 Kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00 – 21:00
💰 Verð: 20.000 kr. (aðgangur í laugina ekki innifalinn)
👩🏫 Kennari: Tracy Horne
📩 Skráning og frekari upplýsingar á XPS!
Gríptu tækifærið og komdu í sund með okkur – hvort sem það er með litlu sundkappanum þínum eða til að bæta þína eigin sundfærni! 💦✨
Gunnar Már Guðmundsson nýr þjálfari meistaraflokks í fótbolta
Fjölnir 37 ára






Tilkynning frá Knattspyrnudeild Fjölnis
Tilkynning frá knattspyrnudeild
Fjölnir hefur rift ráðningarsamningi Úlfs Arnars Jökulssonar, þjálfara Lengjudeildarliðs félagsins. Úlfur hefur þjálfað liðið frá hausti 2021. Á þeim tíma hefur liðið í tvígang komist í umspil um sæti í Bestu deild.
Björgvin Jón Bjarnason, Formaður knattspyrnudeildar Fjölnis: “Við viljum þakka Úlla áralangt samstarf. Undir hans stjórn hefur fjöldi ungra pilta úr Grafarvogi fengið tækifæri með meistaraflokki félagsins. Þá hefur árangur félagsins liðsins verði með ágætum. Honum fylgja bestu óskir um gæfu í því sem hann tekur sér fyrir hendur.”
Úlfur Arnar Jökulsson “Ég vil þakka öllum leikmönnum, þjálfarateymi og öðrum sem hafa verið hluti af þessu verkefni fyrir frábært samstarf. Mér hefur þótt heiður að vinna með þessum hópi, og ég er stoltur af þeirri vegferð sem við höfum verið á saman, sérstaklega með ungu leikmennina sem hafa vaxið og þróast innan félagsins.
Ég óska Fjölni alls hins besta í framtíðinni og hlakka til næstu áskorana á mínum þjálfaraferli.”
🔶APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN 5. FEBRÚAR🔶
🔶APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN 🔶
Allar æfingar hjá barna- og unglingaflokkum falla niður í dag, miðvikudaginn 5. febrúar, vegna appelsínugulrar viðvörunar.
Farið varlega 🧡
Fjölnisfólk sigursælt á Jóla-Bikarmóti TSÍ
Jóla – Bikarmót TSÍ 2024 fór fram í lok desember. Tennisdeild Fjölnis mætti að sjálfsögðu til leiks og stóð sig með mestu prýði eins og vanalega.
Daniel Pozo lenti í þriðja sæti í meistaraflokki karla. Daníel spilar ennþá í U16 og er þetta því mjög góður árangur hjá honum. Daniel sigraði síðan í meistaraflokki í tvíliðaleik ásamt Sindra Snæ Svanbergssyni.
Í meistaraflokki kvenna komst Eygló Dís Ármannsdóttir í undanúrslit og endaði í fjórða sæti. Úrslit U18 kvenna í einliðaleik voru lituð gul en þrjú efstu sætin voru skipuð Fjölnisstúlkum. Eygló Dís Ármannsdóttir lenti í fyrsta sæti, Saulé Zukauskaite lenti í öðru sæti og Íva Jovisic skipaði síðan þriðja sætið.
Íva og Saule spiluðu síðan saman og sigruðu U18 barna í tvíliðaleik.
Ólafur Helgi Jónsson lenti í öðru sæti í 30+ karla og í fyrsta sæti í 50+ karla í einliðaleik.
Ásta Rósa Magnúsdóttir sigraði í 50+ kvenna í tvíliðaleik ásamt Kristínu Gunnarsdóttur.
Við erum ótrúlega stolt af öllu fólkinu okkar og óskum ykkur öllum innilega til hamingju með árangurinn <3
#FélagiðOkkar
Fulltrúar Fjölnis í yngri landsliðum í körfubolta
Fimm yngri landslið í körfubolta munu koma til æfinga í febrúar. Eru það U15 ára og U16 ára stúlkna og drengja sem og U18 ára lið drengja. Fjölnir á sex fulltrúa í þeim hópi og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn!
U16 stúlkna
Arna Rún Eyþórsdóttir
Elín Heiða Hermannsdóttir
Helga Björk Davíðsdóttir
Karla Lind Guðjónsdóttir
U16 drengja
Benóný Gunnar Óskarsson
Ísarr Logi Arnarsson
Vinningar úr happdrætti Þorrablóts 2025


