Fréttabréf körfuknattleiksdeildar
Fréttabréf körfuknattleiksdeildar
Samstarf við Soccer and Education USA
Fjölnir og Soccer and Education USA hafa skrifað undir samstarfsamning í knattspyrnu og körfubolta. Með samstarfinu opnast ný tækifæri fyrir iðkendur Fjölnis til að nýta íþróttina sína til háskólanáms erlendis, þar sem nám og keppni fara saman. SEUSA hefur á síðustu árum aðstoðað um 700 leikmenn við að komast í nám á íþróttastyrk.
Samstarfið verður kynnt frekar á heimasíðu á næstu dögum ásamt því að iðkendur munu fá tækifæri á kynningarspjalli hjá SEUSA gegnum Fjölni.
Meistarflokkar í baráttunni
Meistaraflokkar okkar í karla- og kvennaflokki halda áfram að láta að sér kveða í deildarkeppninni.
Bæði lið eru í hörkubaráttu um sæti í efstu deild og hvetjum við alla stuðningsmenn til að mæta í Dalhús og láta í sér heyra! Hér að neðan má sjá þá heimaleiki sem eftir eru.
Heimaleikir kvenna
5. feb vs Þór Akureyri
28. feb vs Vestri
15. mars vs Snæfell
Heimaleikir karla
13. feb vs Fylkir
28. feb vs Þór Akureyri
13. mars vs Snæfell
Scania Cup 2026
Strákarnir okkar í 2011 árganginum hafa verið í fremstu röð hér heima undanfarin ár og nú er komið að stóra sviðinu. Um páskana halda þeir til Södertälje í Svíþjóð til að taka þátt í Scania Cup, sem er óformlegt Norðurlandamót félagsliða. Mótið á sér sögu allt aftur til 1981 og þangað mæta aðeins sterkustu liðin. Þetta er frábært tækifæri fyrir strákana að máta sig við þá bestu á Norðurlöndunum.
Dósasöfnun yngri flokka
Í byrjun janúar fór fram sameiginleg dósasöfnun Fjölnis fyrir allar íþróttagreinar innan félagsins. Meistaraflokkur karla lét sig ekki vanta og hjálpuðu yngri iðkendum við söfnunina. Góður fjöldi iðkenda mætti frá körfuknattsleiksdeildinni og hvetjum við alla til að taka þátt í næstu söfnunum. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skrifstofu félagsins.
Æfingabúðir og framfarir
Stúlkurnar okkar í 9. og 10. flokki sitja ekki auðum höndum en þær eru á leiðinni í æfingabúðir saman. Slíkar ferðir eru ómetanlegar fyrir hópinn, bæði hvað varðar tæknilegar framfarir og liðsheildina.
Bikarúrslit yngri flokka – Allir í smárann
að er gríðarleg eftirvænting í loftinu því tveir af okkar öflugu strákaflokkum hafa tryggt sér sæti í sjálfum bikarúrslitunum! Þetta er stór stund fyrir þessa ungu iðkendur og við þurfum á ykkur öllum að halda í stúkunni til að búa til alvöru Fjölnisstemningu.
Leikirnir fara fram sunnudaginn 8. febrúar í Smáranum, Kópavogi:
- Kl. 12:00: 9. flokkur drengja | ÍA – Fjölnir
- Kl. 16:45: 11. flokkur drengja | Fjölnir – KR
Mætum í gulu og styðjum strákana okkar alla leið!
Árgangamótið 7. mars
Takið daginn frá! Hið geysivinsæla Árgangamót Fjölnis verður haldið laugardaginn 7. mars.
Þetta er dagurinn þar sem gamlar kempur og nýjar mætast, rifja upp gamla takta og skemmta sér saman. Nánari upplýsingar um skráningu koma fljótlega.







Fjölnir og Soccer and Education USA hafa skrifað undir samstarfsamning í knattspyrnu og körfubolta
Fjölnir og Soccer and Education USA hafa skrifað undir samstarfsamning í knattspyrnu og körfubolta

Oskar Wasilewski semur við Fjölni
Oskar Wasilewski semur við Fjölni

Oskar Wasilewski hefur samið við Fjölni til næstu tveggja ára.
Oskar, sem er 24 ára, kemur til liðsins frá Kára á Akranesi þar sem hann lék 18 leiki í 2. deild síðasta sumar. Auk þess hefur hann spilað í meistaraflokki með Aftureldingu og Selfossi, en hann er uppalinn hjá ÍA.
Oskar er fjölhæfur leikmaður sem kemur með dýrmæta reynslu inn í lið Fjölnis. Við hlökkum til að sjá hann í gulu í sumar.
Velkominn Oskar, áfram Fjölnir!
Aðrar fréttir af deildinni
Oskar Wasilewski semur við Fjölni
21/01/2026
Rafael Máni í ÍA
10/01/2026
Kristófer Dagur í Val
10/12/2025
Frábær árangur Daniels og Bryndísar á Meistaraflokksjólamóti í tennis
Frábær árangur Daniels og Bryndísar á Meistaraflokksjólamóti í tennis
Fréttabréf Listskautadeildar
Fréttabréf Listskautadeildar
Önnin fer vel af stað
Önnin fer vel af stað og hægt er að finna eitthvað fyrir alla, hvort sem þú ert tveggja ára eða fullorðinn, byrjandi eða lengra kominn. Skautaskólinn er fyrir krakka 2-12 ára og svo tekur unglinga- og fullorðinshópurinn við. Þegar skautarar eru svo tilbúnir að fara lengra taka framhaldshóparnir við. Þá bjóðum við einnig upp á skautahlaup. Það er aldrei of seint að skrá sig og það eru allir velkomnir að koma að prófa. Hægt er að lesa allt um deildina HÉR.
Félagsfatnaður
Listskautadeildin er í samstarfi við M Fitness varðandi æfingafatnað. Hér er hægt að panta Fjölnismerkt listskautaföt og afísbúnað HÉR.
Hraðasti skautarinn
Hraðasti skautarinn tímatökur fóru fram 9.janúar. 9 skautarar frá listskautadeild tóku þátt og stóðu sig með mikilli prýði, en þær skautuðu hringinn á 14,19-18,44 sekúndum og þrjá hringi á 40,69-52,15. Fleiri tímatökur eru eftir en áætlað er að þær fari fram í febrúar og apríl. Nánar er hægt að lesa um verkefnið HÉR.
Fjölskylduæfing
Laugardaginn 10.janúar héldum við fjölskylduæfingu hjá flestum hópum. Foreldrum og systkinum var boðið að taka þátt á æfingu til að fá innsýn í líf skautaranna. Þáttaka var mjög góð og gekk dagurinn vel.
Kristalsmót
Illa gengur að manna dómarastöður á Kristalsmóti. Enn er óvíst hvenær eða hvort takist að halda mótið. Skautasambandið stefnir á að halda dómaranámskeið og hvetjum við alla sem hafa áhuga að kynna sér það.
Fréttir af þjálfurum
Flottu þjálfararnir okkar hafa verið duglegir að bæta við sig menntun síðasta misserið. Þau Ísabella og Marinó luku 1.stigi þjálfunarmenntunar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands síðasta sumar. Elva, Ísabella og Marinó bættu síðan við sig 1.stigi þjálfunarmenntunar Skautasambands Íslands í haust, auk þess sem Ásta tók þar endurmenntun, en öll luku þau náminu í desember. Óskum við þeim öllum innilega til hamingju með þessa áfanga.
Ilaria er komin til starfa og viljum við bjóða hana velkomna til Fjölnis. Ilaria er reynslumikill þjálfari og við getum talið okkur heppin að fá hana til okkar. Viktória er að starfa sinn síðasta mánuð og verður hennar sárt saknað. Takk fyrir frábært samstarf Viktória og við óskum þér og þínum alls hins besta!
Paraskautun á EM
Júlía Sylvía og Manuel tóku þátt á Evrópumóti sem fór fram í Sheffield 13.-18. janúar. Þetta er í annað sinn sem þau keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti. Eftir stutta prógrammið lentu þau í 9.sæti með 57,45 stig. Fyrir frjálsa prógrammið fengu þau 105,17 og urðu þetta samtals 162,62 stig og 11.sætið. Þetta voru persónuleg met hjá parinu í stutta, frjálsa og heildareinkunn. Nú eru þau einungis 3 tæknistigum frá því að ná inn á Heimsmeistaramót. Gríðarlega góður árangur hjá parinu.
Norðurlandamót 2026
27.janúar – 1. febrúar fer fram Norðulandamót í Hvidovre í Danmörku. Tveir keppendur frá Fjölni, Arna Dís og Elín Katla, fara fyrir hönd Íslands. Það styttist í að þær leggi af stað og óskum við þeim góðrar ferðar og góðs gengis. Áfram Ísland!
Hópefli fyrir hópa 1-5
Þar sem allar æfingar falla niður vegna hokkímóts laugardaginn 7.febrúar ætla hópar 1-5 að gera sér glaðan dag og skella sér saman í keilu! Nánari upplýsingar á Abler. Hlökkum við mikið til og vonumst til að sjá sem flesta!
Stjórn
Nú fer aftur að styttast í aðalfund. Stjórnin er verulega undirmönnuð og vantar nýliðun í næstu stjórn. Endilega hjálpið okkur að vinna þetta saman. Rekstur svona deildar gengur ekki nema með hjálp sjálfboðaliða. Það að vera í stjórn gefur manni sýn á bak við tjöldin og betri skilning á þessari íþrótt sem börnin okkar elska.





Christina Alba með Íslandsmet í 60 metra hlaupi í flokki 18-19 ára
Christina Alba með Íslandsmet í 60 metra hlaupi í flokki 18-19 ára

Christina Alba Marcus Hafliðadóttir setti Íslandsmet í 60 metra hlaupi í flokki 18-19 ára stúlkna á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór nú um helgina. Alba hljóp 60 metrana á 7,44 sekúndum og bætti fyrra met um 3 sekúndubrot.
Tími Ölbu er einnig næst besti tími íslenskrar konu í 60 metra hlaupi frá upphafi, en Íslandsmetið er 7,35s.
Við óskum Ölbu innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur og hlökkum til að fylgjast áfram með henni á hlaupabrautinni.
Einar Örn Harðarson framlengir við Fjölni
Einar Örn Harðarson semur við Fjölni

Einar Örn Harðarson hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu tveggja ára.
Einar Örn gekk til liðs við Fjölnis í fyrra og spilaði 17 leiki með liðinu í Lengjudeildinni. Einar Örn kom til liðsins frá Þrótti Vogum, en var þetta annað sinn sem hann gekk til liðsins en hann spilaði einnig fyrir Fjölni árið 2019.
Það er mjög ánægjulegt að Einar Örn hafi framlengt samning sinn við Fjölni og taki slaginn í 2.deild með liðinu næsta sumar. Aðspurður um málið, hafði Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari meistaraflokks karla, þetta að segja: „Það er virkilega ánægjulegt að Einar Örn hafi skrifað undir nýjan samning, en hann er einn af leiðtogum liðsins. Hann kemur inn með áræðni, reynslu og mikla yfirvegun í liðið, sem á eftir að nýtast okkur vel á komandi tímabili“.
Það verður gaman að sjá Einar Örn í Fjölnistreyjunni á komandi tímabil, áfram Fjölnir!
Aðrar fréttir af deildinni
Oskar Wasilewski semur við Fjölni
21/01/2026
Rafael Máni í ÍA
10/01/2026
Kristófer Dagur í Val
10/12/2025
Rafael Máni í ÍA
Rafael Máni í ÍA
Rafael Máni Þrastarson hefur verið seldur frá Fjölni til ÍA.
Rafael Máni er uppalinn í Fjölni og lék alls 48 leiki fyrir félagið, þar sem hann skoraði 19 mörk. Á síðasta sumri spilaði hann 12 leiki í Lengjudeildinni og skoraði 4 mörk.
Fjölnir þakkar Rafael Mána fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum alls hins besta í næsta kafla á ferlinum.

Þorgeir Örn Tryggvason ráðinn markaðsstjóri Ungmennafélagsins Fjölnis
Þorgeir Örn Tryggvason ráðinn markaðsstjóri Ungmennafélagsins Fjölnis

Aðalstjórn Fjölnis hefur ráðið Þorgeir Örn Tryggvason í markaðstjóra félagsins. Í starfi sínu mun hann leiða markaðs-, kynningar- og fjáröflunarstarf félagsins í nánu samstarfi við skrifstofu, stjórnir deilda og sjálfboðaliða.
Þorgeir er uppalinn Fjölnismaður og hefur um árabil komið að starfi félagsins í fjölbreyttum hlutverkum. Hann hefur reynslu sem iðkandi, þjálfari, sjálfboðaliði og stjórnarmaður, auk þess að hafa sinnt markaðs- og kynningarmálum fyrir einstakar deildir innan félagsins. Sú reynsla veitir honum góða innsýn í starfsemi félagsins, menningu þess og þarfir ólíkra deilda.
Þorgeir lauk MMM-gráðu í markaðsstjórnun og MLM-gráðu í forystu og stjórnun árið 2024 frá Háskólanum á Bifröst. Hann starfaði áður hjá tryggingarfélaginu Sjóvá en hefur síðasta árið byggt upp eigið fyrirtæki á sviði markaðsmála, efnisgerðar og ljósmyndunar. Samhliða því hefur hann starfað sem aðstoðarkennari við Háskólann á Bifröst í áfanganum Stefnumótun og framtíðarsýn.
Í starfi markaðsstjóra mun Þorgeir leggja áherslu á að efla samræmda ímynd Fjölnis, styrkja upplýsingamiðlun og styðja við markaðs- og fjáröflunarstarf allra deilda félagsins. Þá verður lögð áhersla á aukinn sýnileika, faglega efnisgerð og skýrari ramma utan um samstarf við styrktaraðila og samfélagið í kringum félagið.
Aðalstjórn Fjölnis bindur vonir við að reynsla Þorgeirs, tenging hans við félagið og þekking á markaðsmálum muni styrkja starfsemi Fjölnis enn frekar á komandi árum.
Þorgeir hefur þegar hafið störf og tekur við af Örnu Guðnadóttur, sem er jafnframt þakkað fyrir hennar störf í þágu félagsins.











































