Karatekarl ársins: Gabríel Sigurður Pálmason

Gabríel er fyrirmyndar iðkandi. Einbeittur og duglegur karatemaður. Í ár hefur hann dregið heim silfurpeninga fyrir frammistöðu sína í kata á Grand Prix mótaröðinni, á Íslandsmeistaramóti ungling og brons fyrir frammistöðu sína á RIG. Það sem er skemmtilegt er að þetta er annað árið í röð sem hægt er að segja nákvæmlega það sama um keppnisniðurstöður hans.

Í salnum mætir hann á allar æfingar og afreksæfingar auk styrktaræfinga og hann gefur sig allan á öllum æfingum

Gabríel er fyrirmyndar íþróttamaður sem sannar að sjálfsagi og einbeiting skilar árangri.

Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.


Opnað hefur verið fyrir skráningar á haustönn

Sæll öll
Búið er að opna fyrir skráningar á haustnámskeiðin hjá okkur. Allir sem voru að æfa í byrjendahóp fyrir sumarið, þ.e.a.s. á mánudögum/miðvikudögum, og vilja halda áfram eiga að skrá sig nú í framhald.
Aldursskipting í framhaldshópa verður gróflega eftirfarandi :
Hópur 1 - börn yngri : 5 - 7 ára
Hópur 2 - börn eldri : 8 - 11 ára
Hópur 3 - unglinga : 12 - 15 ára
Hópur 4 - fullorðnir : 16 ára+
Hjá þeim sem eru búnir að vera í framhaldi í meira en eina önn fer skipting líka eftir þroska, líkamlegri og tæknilegri getu.
Byrjendanámskeið hefst mánudaginn 5.september og framhald daginn eftir, þriðjudaginn 6.september.
Meðfylgjandi er æfingatafla okkar fyrir haust/vetur 2022.
Sjáumst í september 🙂
Skráning fer fram á slóðinni: https://fjolnir.felog.is/

Æfingar hefjast að nýju 2022 - upplýsingar um skráningu

Allir sem voru að æfa í byrjendahóp haustið 2021 munu æfa áfram á byrjendanámskeiði á mánudögum/miðvikudögum á vorönn 2022.
  • Framhaldsnámskeið hefjast þriðjudaginn 4.janúar.
  • Byrjendanámskeið hefst miðvikudaginn 5.janúar.
Munum að gæta að hreinlæti, þvo og spritta okkur fyrir og eftir æfingar.
Skráning fer fram á: https://fjolnir.felog.is/
Hlökkum til að sjá ykkur.
Æfingaskrá karatedeildar

Æfingabúðir og beltapróf 30. október

Laugardaginn 30. október höldum við æfingabúðir með Sensei Steven Morris sem kemur til okkar frá Skotlandi fyrir ALLA karateiðkendur hjá Fjölni og Aftureldingu.

Æfingabúðirnar fara fram að Varmá í Mosfellsbæ.

Dagskráin er sem hér segir:

  • 10:00- 11:00 Æfingarbúðir og gráðun gult belti og neðar
  • 11:00-11:15 Viðurkenningar fyrir gráðun
  • 12:00-13:30 Æfingabúðir og gráðun hjá framhaldsiðkendum (appelsínugult belti og ofar)
  • 13:30-14:00 Viðurkenningar fyrir gráðun
  • 14:00-16:00 Staðfesting gráðunar hjá Dan gráðuhöfum.

Það er skyldumæting fyrir alla iðkendur.

Mætingalistum með tímasetningum verður deilt í vikunni.


Uppfærð æfingatafla

Við höfum gert smávægilegar breytingar á stundatöflu deildarinnar.

  • Æfingar byrjenda standa yfir frá 1. september til 6. desember 2021
  • Æfingar framhaldsiðkenda frá  2. september til 11. desember 2021

Íslandsmeistaramót unglinga

Í dag fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kata og átti Fjölnir tvo þátttakendur. Þau Gabríel Sigurð Pálmason og Eydís Magnea Friðrikssdóttir.Gabríel endaði með silfur i flokki 14 ára pilta og Eydís með brons í flokki 16-17 ára stúlkna. Eins og stundum verður á svona mótum þá var heimildamaður Fjölnis ekki við völlinn sem Gabríel var á og á því ekki myndir frá viðureignum hans. En þeim mun fleiri myndir frá viðureign Eydísar.

Til hamingju með krakkar!

 

Eydís með brons á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata

 

 

Eydís með brons á Íslandsmeistaramóti unglinga í kata

 

 

 

 

 


Mikilvægar dagsetningar næstu vikurnar

Athugið neðangreindar dagsetningar og hvernig þær hafa áhrif á þínar æfingar, eða æfingar þinna iðkenda.

Þetta er sett fram með fyrirvara um að óbreyttar sóttvarnaraðstæður í samfélaginu.

  • Fimmtudaginn 22.apríl, Sumardagurinn fyrsti – frí
  • Mánudaginn 3.maí, beltapróf byrjenda í æfingatíma. Þetta eru þau sem æfa á mánudögum og miðvikudögum.
  • Laugardaginn 8.maí, beltapróf fyrir brún beltara – hefðbundin kennsla fellur niður
  • Sunnudaginn 9.maí, beltapróf fyrir svart beltara
  • Fimmtudaginn 13.maí, Uppstigningardagur – frí
  • Laugardaginn 15.maí, íslandsmeistaramót unglinga í Kata
  • Sunnudaginn 16.maí, íslandsmeistaramót barna í Kata
  • Mánudaginn 24.maí, annar í hvítasunnu – frí
  • Miðvikudaginn 26.maí, síðasta kennslustund byrjenda
  • Laugardaginn 29.maí, beltapróf framhalds iðkenda og síðasti tími annarinnar
  • Laugardaginn 29.maí, íslandsmeistaramót fullorðinna í Kata
  • Sunnudaginn 30.maí : sumarfrí til 30.ágúst

Skráningar opnar og æfingar hafnar

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
Æfingar eru hafnar með sama hætti og síðasta ár endaði. Það er að segja, boðið er upp á hefðbunda þjálfun fyrir 16 ára og yngri og zoom kennsla fyrir eldri iðkendur. Við vonum að það verði hægt að keyra kennslu fyrir eldri iðkendur í gang sem allra fyrst.
Búið er að opna fyrir skráningar í Nori og halda allir sem voru að æfa í byrjendahóp á mánudögum og miðvikudögum áfram að æfa í byrjendahóp á sömu dögum og tímum sem áður.
Framhaldsiðkendur halda áfram að æfa á þriðjudögum/fimmtudögum/laugardögum og munu eldri framhaldsiðkendur sömuleiðis æfa þá daga þegar fer að liðkast um Covid 19 fjöldatakmarkanir.
Hlökkum til að sjá ykkur öll í Egilshöll sem flest sem allra fyrst
Dagskrá æfinga karatedeildar

Haustönn hefst

Tímasetningu æfinga má finna á heimasíðu deildarinnar undir valmyndinni Hópar.

  • Þau sem eru að byrja núna velja sér Byrjendahóp 5-8 ára, 9-16 ára eða 16+ ára.
  • Þau sem hafa áður lokið önn og gráðun velja sér  Framhaldshóp miðað við aldur.

Fyrstu æfingar byrja 3. september.

Fullkomið tækifæri til að efla styrk, snerpu og sjálfstraust í góðum hópi.

Hvernig skrái ég mig?

Við skráum iðkendur í einn af þremur flokkum; Byrjendur, Framhald og Fjörkálfa.
  •  Byrjendur er einungis fyrir þá sem eru að hefja iðkun.
  •  Framhald er fyrir þá sem lokið hafa einhverri gráðun (beltaprófi) hjá Fjölni.

Muna að skrá frístundastyrk hjá þeim sem geta nýtt hann. https://fjolnir.felog.is/

Drífum skráninguna af núna!


NÚ BYRJAR GAMANIÐ! .... AFTUR

Mánudaginn 4.maí hefjum við æfingar aftur í samræmi við leiðbeiningar heilbrigðisráðherra, þó með þeim breytingum sem við útlistum hér að neðan. Í ljósi alls þessa sem gengið hefur á munum við lengja æfingatímabilið frá því sem sem stóð til fram í miðjan júní – en nákvæm lokadagsetning verður auglýst síðar. Markmið okkar er að allir verði áfram með aðstöðu til að taka beltapróf á réttum tíma.

Við byrjum barnastarfið með sama hætti og áður var, samkvæmt sömu stundarskrá. Fyrstu æfingar verða haldnar hjá byrjendum á mánudeginum og svo framhaldshóparnir frá þriðjudeginum. Frístundafylgdin er ekki enn hafin, en við munum tilkynna um hana um leið og hún er i boði og þá hefja Fjörkálfanámskeiðið aftur.

Fullorðinsstarfið (eldri en 16 ára) verður með breyttu sniði. Þar sem ekki er hægt að vera með fleiri en 4 á æfingu innanhúss eða 7 utanhúss, hljóðar núverandi áætlun upp á að þjálfarar boði til æfinga á Facebook hópum félagsins innan dagsins. Þær æfingar verði þá haldnar útivið – á svæðinu við Egilshöll, nema annað sé auglýst sérstaklega. Í ljósi þess að um útiæfingar verður að ræða mun veðurfarið spila einhvern þátt í hversu margar æfingar verður hægt að halda.

Breytingar frá því sem verið hefur:

  • Þeir sem eru að koma í karatesalinn þurfa að ganga um suðurinngang í Egilshöll (aðalinngang). Þannig á að reyna að takmarka samgang eftir því sem hægt er.
  • Enginn kemur inn í sal nema þeir sem eru að fara á æfingu (foreldrar skila iðkendum af sér við innganginn og koma ekki inn í salinn).
  • Við dyrnar í æfingaraðstöðuna verður sótthreinsivarningur, gert er ráð fyrir að iðkendur noti hann bæði fyrir og eftir æfingar. Iðkendur þurfa jafnframt að gæta fyllsta hreinlætis fyrir og eftir æfingar.
  • Á æfingum verður miðað við að gera æfingar þar sem ekki er þörf á miklum líkamlegum snertingum.
  • Þjálfararnir munu aðstoða yngstu iðkendurnar við að virða ofangreint – við óskum jafnframt eftir því að foreldrar ræði þessar breytingar við krakkana.

Beltapróf eru svo fyrirhuguð sem hér segir.

  • Beltapróf – fara fram 2. vikuna í maí. 11.-16. maí
  • Brúnbeltaprófin sem fara áttu fram í apríl, fara fram laugardaginn 30. maí.

Hlökkum ósegjanlega til að sjá ykkur öll aftur.

Hvetjum ykkur til að fylgjast með heimasíðu Fjölnis til að sjá nánari útlistun á hvernig aðgengi að húsinu verður stýrt.

#FélagiðOkkar

Æfingaáætlun Karatedeildar vorið 2020