Handboltapassinn – Heimili handboltans

Handboltapassinn – Heimili handboltans

Við viljum kynna nýjung frá Símanum og HSÍ, Handboltapassann. Í Handboltapassanum verða allar íslensku deildirnar í handbolta, karla og kvenna, á einum stað. Í fyrsta skipti verða allir leikir í Olís og Grill 66 deildum karla og kvenna í beinni útsendingu.

Auk þess verður Handboltapassinn með beinar útsendingar frá 3. og 4. flokki karla og kvenna. Unnið er hörðum höndum að bæta þeim útsendingum við þjónustuna á næstunni.

Allir leikir eru aðgengilegir í 2 sólarhringa.

Aðgangur
Handboltapassinn er aðgengilegur í gegnum dreifileiðir Símans, hvort sem það er í myndlykil Símans eða Sjónvarp Símans appið í snjall-tækjum eða sjónvörpum.

Sjónvarp Símans appið er opið öllum óháð því hvar viðkomandi kaupir sína fjarskiptaþjónustu.

Áskrift af Handboltapassanum er afgreidd á sjálfsafgreiðsluvef Símans.

Útsending
Útsendingar fara fram í gegnum sjálfvirkar myndavélar sem nýta gervigreind til að koma útsendingum heim í stofu.

Auk þess þá verður einn leikur í hverri umferð í Olís deild karla og kvenna í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Þar fáum við áfram að njóta handboltans án gjalds á fimmtudagskvöldum í Olís deild karla og laugardögum í Olís deild kvenna.

Á handboltapassinn.is er hægt að tryggja sér áskrift á aðeins 1.290 kr. á mánuði og fá frekari upplýsingar um þjónustuna.


Þorrablót Grafarvogs 2024 - Staða borða

Miðasalan á Þorrablótið fer vel af stað! Miðjusvæðið er nánast alveg fullt en það eru bara tvö borð laus þar.

Þorrablótið fer fram í Fjölnishöllinni í Egilshöll 20. janúar 2024. Á blótinu verður happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, frábær matur frá Múlakaffi og endar kvöldið á rosalegu balli! Húsið opnar kl. 18:00 og blótinu líkur kl. 02:00.

Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is og á skrifstofu Fjölnis.
12 manna borð = 174.000 kr. matur og ball (aðeins seld 12 manna borð).

Hér til hliðar má sjá hvaða borð eru laus.

Þorrakóngurinn í Múlakaffi töfrar fram þorrahlaðborðið. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður eitthvað í boði fyrir alla!


Samstarfssamningur meistaraflokka handknattleiksdeildarinnar og Blikklausna!

Það gleður okkur að kynna nýjan samstarfsaðila handknattleiksdeildar Fjölnis, Blikklausnir. Blikklausnir verða á búningum meistaraflokka handknattleiksdeildar Fjölnis.

Við þökkum Blikklausnum kærlega fyrir og hlökkum mikið til samstarfsins á komandi árum.

Á myndinni eru Sverrir Jóhann og Gauti Fannar, eigendur Blikklausna ásamt Hildi Scheving markaðsstjóra Fjölnis.


Hinsegin íþróttakönnun fyrir mennta-og barnamálaráðuneytið

Samtökin ’78 eru að vinna að því að bæta upplifun hinsegin fólk í skólaíþróttum, líkamsrækt og skipulögðu íþróttastarfi. Við erum því að safna upplýsingum um særandi orðræðu og frasa, birtingamyndum mismununar og hvaða skref við þurfum að taka til að bæta upplifun hinsegin fólks á þessum stöðum. Meðfylgjandi er könnun þar sem þið getið skrifað inn ykkar upplifun eða annara, nafnlaust.

https://samtokin78.is/ithrottakonnun/?fbclid=IwAR3zT4Ib25BhtwysZFEFV4w7xso9E5FpHnOE-dq5bGD89mJQqTjybC4aNfw (Könnunin)


Fjölnismótið fer fram um helgina 11.-12. nóvember!

Nú um helgina fer Fjölnismótið fram! Fjölmargir þátttakendur eru skráðir til leiks og mikil spenna í mannskapnum.

HÉR er hægt að finna upplýsingar um mótið


Gummi Kalli framlengir!

Leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis hefur framlengt samningi sínum við Félagið Okkar!


Guðný Lára í unglingalandslið í víðavangshlaupum

Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum fer fram í Laugardalnum sunnudaginn 5.nóvember. Fjölniskonan Guðný Lára Bjarnadóttir var valin sem ein af þremur fulltrúum Íslands í stúlknaflokki mótsins.

Frjálsíþróttadeild Fjölnis óskar Guðnýju Láru til hamingju með landsliðsvalið!


Þorrablót Grafarvogs 2024 - Staða á seldum borðum

RISA ÞORRABLÓT GRAFARVOGS
Fjölnishöllin í Egilshöll 20. janúar 2024
Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.
Enn eru borð laus. Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is og á skrifstofu Fjölnis.
Dagskrá kvöldsins er í smíðum og verður kynnt fljótlega:
kl. 18:00 – Húsið opnar
——
kl. 02:00 – Blóti lýkur
12 manna borð = 174.000 kr. matur og ball (aðeins seld 12 manna borð).
Þorrakóngurinn í Múlakaffi töfrar fram þorrahlaðborðið. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður eitthvað í boði fyrir alla!


Efnilegir leikmenn skrifa undir hjá knattspyrnudeild Fjölnis

Rafael Máni Þrastarson og Birgir Þór Jóhannsson hafa skrifað undir sinn fyrsta samning við Fjölni. Báðir eru þeir fæddir 2007.

Birgir Þór Jóhannsson er öflugur bakvörður sem var fyrirliði 3. flokks karla sem unnu USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla í sumar. Birgir spilaði 20 leiki og skoraði í þeim eitt mark þrátt fyrir að vera ennþá í 3. flokki. Einnig var Birgir í hóp í bikarleiknum gegn Breiðablik og lokaleik tímabilsins gegn Njarðvík.

Rafael Máni Þrastarson er sóknarsinnaður miðjumaður sem eins og Biggi var lykilleikmaður í 3. flokki sem vann USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla. Rafael spilaði 8 leiki með 2. flokki en hann var að glíma við erfið meiðsli fyrri hluta sumars sem hann jafnaði sig af og stimplaði sig strax inn í 2. flokkinn.

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar strákunum til hamingju með samningana og hlakkar til að fylgjast með þeim á næstu árum!


Landsátak í sundi 1.-28. nóvember

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 28. nóvember 2023. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna.

Nú stinga landsmenn sér til sunds og safna sundmetrum.

Taktu þátt í að synda hringinn í kringum landið.
Skráðu þig inn og skráðu þína sundvegalengd.

Ef þú átt notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnunni getur þú notað það.

Allir þátttakendur fara í pott og geta unnið vegleg verðlaun.

Nánari upplýsingar er að finna inni á https://www.syndum.is/


UNGMENNAFÉLAGIÐ FJÖLNIR

Egilshöll | Fossaleyni 1 | 112 Reykjavík | Kt. 631288-7589

Opnunartími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
09:00-12:00 og 13:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Símatími skrifstofu

Mánudaga – fimmtudaga
10:00-11:30

Sími: 578-2700

Hafðu samband

skrifstofa@fjolnir.is

Translate »