Saule valin tennisspilari mánaðarins hjá Tennissambandi Íslands

Við endurbirtum hér grein frá TSÍ. https://tsi.is/2023/11/tennisspilari-manadarins-saule-zukauskaite-nov23/

Tennisspilari mánaðarins í nóvember er Saulé Zukauskaité sem er 15 ára gömul og hefur verið að æfa tennis frá því að hún var fjögurra ára og er ennþá á fullu í tennis í dag. Saulé sagði fyrst frá því að pabbi hennar hefði tekið eftir því hversu sterk hún var þegar hún var lítil og þótti honum tennis vera fullkomin íþrótt fyrir hana. Í dag æfir Saulé hjá Fjölni og hefur gert það síðastliðin 5 ár en fyrstu árin hennar í tennis æfði hún í Litháen.

Aðspurð um uppáhalds augnablikið hennar í tennis sagði Saulé frá því þegar hún vann sitt fyrsta alþjóðlega mót sem kallast Ten-Pro sem haldið var í Georgíu í september í fyrra í U16 flokki. Hvað varðar skemmtilegustu keppnisferðina nefndi Saulé ferð til Coventry þar sem hún keppti á International Children‘s Games en kvaðst hún vera virkilega þakklát fyrir reynsluna, tækifærið að kynnast nýju fólki og fá að styðja liðið sitt. Saulé talaði sömuleiðis um skemmtilegar tennisferðir til Sviss og París en hún tók annað sætið í U16 í Sviss og í U16 í París í ágúst síðastliðnum.

Þegar Saulé var spurð um ráð til annarra tennisspilara nefndi hún mikilvægi þess að ferðast um heiminn og spila með ólíkum spilurum. Saulé var einnig spurð hver uppáhalds meðspilari hennar væri en nefndi hún þá vinkonu sína Ívu Jovisic en þær hafa keppt mikið saman. Saulé sagði frá því að uppáhalds undirlagið hennar væri hard court en hún æfir mest á því undirlagi en sagði hún fljótt frá því að að hún kunni illa að spila á leirvöllum þar sem hún fær sjaldan tækifæri til að spila á slíkum völlum. Hvað varðar uppáhalds tennisspilara hennar nefndi Saulé spænska tennisspilarann Rafael Nadal en dáist hún einna helst að hugarfarinu hans.

Þessa dagana er Saulé búin að vera að keppa á alþjóðlega Ten-Pro mótinu í Rafa Nadal akademíunni en hún verður þar frá 20.nóvember til 3. desember en þar voru með henni þrír aðrir Íslendingar eða þeir Daniel Pozo, Ómar Páll og Andri Mateo. Saulé er ánægð með að fá að vera þarna með vinum sínum þar sem þau geta stutt hvort við annað í mótinu. Saulé sagði loks frá því að tennis geri hana mjög hamingjusama og hafi hún lært mikið af íþróttinni. Hún nefndi einnig að henni fyndist sérstaklega gaman að keppa og undirbúa sig fyrir mót en þá sé hún með hvata til að leggja enn meira á sig.

Uppáhalds skot: Forhönd og uppgjafir

Uppahalds tennisspilari: Rafael Nadal

Uppáhalds undirlag: Hard court

Ráð til að vera betri í tennis: Spila við ólíka einstaklinga


Handboltapassinn – Heimili handboltans

Handboltapassinn – Heimili handboltans

Við viljum kynna nýjung frá Símanum og HSÍ, Handboltapassann. Í Handboltapassanum verða allar íslensku deildirnar í handbolta, karla og kvenna, á einum stað. Í fyrsta skipti verða allir leikir í Olís og Grill 66 deildum karla og kvenna í beinni útsendingu.

Auk þess verður Handboltapassinn með beinar útsendingar frá 3. og 4. flokki karla og kvenna. Unnið er hörðum höndum að bæta þeim útsendingum við þjónustuna á næstunni.

Allir leikir eru aðgengilegir í 2 sólarhringa.

Aðgangur
Handboltapassinn er aðgengilegur í gegnum dreifileiðir Símans, hvort sem það er í myndlykil Símans eða Sjónvarp Símans appið í snjall-tækjum eða sjónvörpum.

Sjónvarp Símans appið er opið öllum óháð því hvar viðkomandi kaupir sína fjarskiptaþjónustu.

Áskrift af Handboltapassanum er afgreidd á sjálfsafgreiðsluvef Símans.

Útsending
Útsendingar fara fram í gegnum sjálfvirkar myndavélar sem nýta gervigreind til að koma útsendingum heim í stofu.

Auk þess þá verður einn leikur í hverri umferð í Olís deild karla og kvenna í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Þar fáum við áfram að njóta handboltans án gjalds á fimmtudagskvöldum í Olís deild karla og laugardögum í Olís deild kvenna.

Á handboltapassinn.is er hægt að tryggja sér áskrift á aðeins 1.290 kr. á mánuði og fá frekari upplýsingar um þjónustuna.


Þorrablót Grafarvogs 2024 - Staða borða

Miðasalan á Þorrablótið fer vel af stað! Miðjusvæðið er nánast alveg fullt en það eru bara tvö borð laus þar.

Þorrablótið fer fram í Fjölnishöllinni í Egilshöll 20. janúar 2024. Á blótinu verður happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, frábær matur frá Múlakaffi og endar kvöldið á rosalegu balli! Húsið opnar kl. 18:00 og blótinu líkur kl. 02:00.

Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is og á skrifstofu Fjölnis.
12 manna borð = 174.000 kr. matur og ball (aðeins seld 12 manna borð).

Hér til hliðar má sjá hvaða borð eru laus.

Þorrakóngurinn í Múlakaffi töfrar fram þorrahlaðborðið. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður eitthvað í boði fyrir alla!


Samstarfssamningur meistaraflokka handknattleiksdeildarinnar og Blikklausna!

Það gleður okkur að kynna nýjan samstarfsaðila handknattleiksdeildar Fjölnis, Blikklausnir. Blikklausnir verða á búningum meistaraflokka handknattleiksdeildar Fjölnis.

Við þökkum Blikklausnum kærlega fyrir og hlökkum mikið til samstarfsins á komandi árum.

Á myndinni eru Sverrir Jóhann og Gauti Fannar, eigendur Blikklausna ásamt Hildi Scheving markaðsstjóra Fjölnis.


Hinsegin íþróttakönnun fyrir mennta-og barnamálaráðuneytið

Samtökin ’78 eru að vinna að því að bæta upplifun hinsegin fólk í skólaíþróttum, líkamsrækt og skipulögðu íþróttastarfi. Við erum því að safna upplýsingum um særandi orðræðu og frasa, birtingamyndum mismununar og hvaða skref við þurfum að taka til að bæta upplifun hinsegin fólks á þessum stöðum. Meðfylgjandi er könnun þar sem þið getið skrifað inn ykkar upplifun eða annara, nafnlaust.

https://samtokin78.is/ithrottakonnun/?fbclid=IwAR3zT4Ib25BhtwysZFEFV4w7xso9E5FpHnOE-dq5bGD89mJQqTjybC4aNfw (Könnunin)


Fjölnismótið fer fram um helgina 11.-12. nóvember!

Nú um helgina fer Fjölnismótið fram! Fjölmargir þátttakendur eru skráðir til leiks og mikil spenna í mannskapnum.

HÉR er hægt að finna upplýsingar um mótið


Gummi Kalli framlengir!

Leikjahæsti leikmaður í sögu Fjölnis hefur framlengt samningi sínum við Félagið Okkar!


Guðný Lára í unglingalandslið í víðavangshlaupum

Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum fer fram í Laugardalnum sunnudaginn 5.nóvember. Fjölniskonan Guðný Lára Bjarnadóttir var valin sem ein af þremur fulltrúum Íslands í stúlknaflokki mótsins.

Frjálsíþróttadeild Fjölnis óskar Guðnýju Láru til hamingju með landsliðsvalið!


Þorrablót Grafarvogs 2024 - Staða á seldum borðum

RISA ÞORRABLÓT GRAFARVOGS
Fjölnishöllin í Egilshöll 20. janúar 2024
Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.
Enn eru borð laus. Miðapantanir fara í gegnum vidburdir@fjolnir.is og á skrifstofu Fjölnis.
Dagskrá kvöldsins er í smíðum og verður kynnt fljótlega:
kl. 18:00 – Húsið opnar
——
kl. 02:00 – Blóti lýkur
12 manna borð = 174.000 kr. matur og ball (aðeins seld 12 manna borð).
Þorrakóngurinn í Múlakaffi töfrar fram þorrahlaðborðið. Fyrir þá sem ekki þora í þorramatinn verður eitthvað í boði fyrir alla!


Efnilegir leikmenn skrifa undir hjá knattspyrnudeild Fjölnis

Rafael Máni Þrastarson og Birgir Þór Jóhannsson hafa skrifað undir sinn fyrsta samning við Fjölni. Báðir eru þeir fæddir 2007.

Birgir Þór Jóhannsson er öflugur bakvörður sem var fyrirliði 3. flokks karla sem unnu USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla í sumar. Birgir spilaði 20 leiki og skoraði í þeim eitt mark þrátt fyrir að vera ennþá í 3. flokki. Einnig var Birgir í hóp í bikarleiknum gegn Breiðablik og lokaleik tímabilsins gegn Njarðvík.

Rafael Máni Þrastarson er sóknarsinnaður miðjumaður sem eins og Biggi var lykilleikmaður í 3. flokki sem vann USA Cup og lykilleikmaður í 2. flokki karla. Rafael spilaði 8 leiki með 2. flokki en hann var að glíma við erfið meiðsli fyrri hluta sumars sem hann jafnaði sig af og stimplaði sig strax inn í 2. flokkinn.

Knattspyrnudeild Fjölnis óskar strákunum til hamingju með samningana og hlakkar til að fylgjast með þeim á næstu árum!