Opinn upplýsingafundur Íshokkídeildar Fjölnis
Skrifstofa Fjölnis býður forráðamönnum, sjálfboðaliðum og öðrum velunnurum íshokkídeildar Fjölnis á upplýsingafund fimmtudaginn 26. janúar kl. 18:00 í fundarrými félagsins í Egilshöll (Miðjan).
Kosningar í stjórnir - Aðalfundir Deilda
Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?
Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.
Helstu verkefni stjórna eru:
- Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
- Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á.
- Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
- Uppsetning æfingagjalda
- Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
- Sækja um styrki fyrir deildina
- Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
- Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
- Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
- Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar.
Formaður
Formaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.
Gjaldkeri
Gjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.
Ritari
Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.
Meðstjórnendur
Meðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.
Skrifstofa Fjölnis sér um:
- Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
- Allar fjárreiður
- Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í skráningarkerfi félagsins
- Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
- Skráningar og aðstoð við skráningar
- Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
- Yfirferð og afstemming á bókhaldi
- Búningasamninga
- Samskipti í erfiðum málum
Kosið verður um þá aðila sem hljóta sæti í stjórnum á aðalfundum hverrar deildar fyrir sig.
Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!
Til að gefa kost á sér þarf að senda tölvupóst á netfangið: gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund. Hér að neðan má sjá tímasetningar á fundum hverrar deildar fyrir sig.
Tímasetningar aðalfunda eru eftirfarandi:
06.02.2023 kl. 18:00 – Skákdeild
06.02.2023 kl. 20:00 – Frjálsíþróttadeild
08.02.2023 kl. 18:00 – Fimleikadeild
08.02.2023 kl. 20:00 – Íshokkídeild
09.02.2023 kl. 18:00 – Körfuboltadeild
09.02.2023 kl. 20:00 – Sunddeild
13.02.2023 kl. 17:00 – Knattspyrnudeild
15.02.2023 kl. 18:00 – Listskautadeild
15.02.2023 kl. 20:00 – Karate
16.02.2023 kl. 18:00 – Handbolti
20.02.2023 kl. 19:30 – Tennis (í Tennishöllinni, Kópavogi)
TÆKNINÁMSKEIÐ MEÐ LUKA HEFST 22. JANÚAR
Það er óhætt segja að fyrsta tækninámskeið okkar hafi heppnast gríðarlega vel, það var mikill metnaður, gleði og frábært andrúmsloft á æfingum. Krakkarnir voru að gera frábæra hluti og sýndu framfarir í þeim tækniatriðum sem voru kennd.
Ýmislegt var krefjandi og krakkarnir þurftu að leggja mikið á sig til að ná valdi á tækniatriðunum.
Brosið fylgdi öllum tækniæfingum vegna þess að það heppnast alltaf eitthvað af atriðum/æfingum sem voru lögð fyrir krakkana.
Við þökkum kærlega leikmönnum og foreldrum fyrir frábært námskeið.
Námskeið nr. 2 byrjar 22. janúar og mun standa í 2 mánuði, á námskeiðinu ætlum við að kenna skot og langar sendingar.
Fótboltasérfæðingar segja að skottækni sé grunnundirstaða í öllum spyrnum fótboltans: löngum sendingum, fyrirgjöfum, innanfótsendingum … Þeir leikmenn sem ná valdi á skottækni munu auðveldega læra allar aðrar spyrnur í fótboltanum. Í gegnum tíðina hef ég (Luka) mælt framfarir leikmanna í skottækni og niðurstaða mælinga er sú að leikmenn 15 ára og eldri bættu sig um 35-75% en leikmenn 10-14 ára bættu sig 140 – 380%. Mælingar sýna að kenning Arséne Wenger hefur mikið að segja, en kenning hans snýr að því að krakkar á þessum aldri eru móttækilegastir að læra tækniatriði.
Á námskeiðinu veður haldinn fyrirlestur um einstaklingsatriði sem eru kennd og æfingar munu fara fram eingöngu innandyra. Takmarkaður fjöldi verður í boði.
Skráning fer fram HÉR
Kær kveðja,
Luka og þjálfarar
Viltu taka þátt í stjórnarstörfum?
Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.
Tillögur að formanni og stjórnarmönnum þurfa að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund. Nánari upplýsingar um tímasetningar koma á næstu dögum.
Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?
Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.
Helstu verkefni stjórna eru:
- Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
- Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á.
- Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
- Uppsetning æfingagjalda
- Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
- Sækja um styrki fyrir deildina
- Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
- Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
- Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
- Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar.
Formaður
Formaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.
Gjaldkeri
Gjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.
Ritari
Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.
Meðstjórnendur
Meðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.
Skrifstofa Fjölnis sér um:
- Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
- Allar fjárreiður
- Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í Nóra
- Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
- Skráningar og aðstoð við skráningar
- Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
- Yfirferð og afstemming á bókhaldi
- Búningasamninga
- Samskipti í erfiðum málum
Nýtt skráningarkerfi á nýju ári
Við hjá Ungmennafélaginu Fjölni viljum þakka fyrir samfylgdina á liðnu ári og um leið óska ykkur gleðilegs nýs árs
Nýtt skráningarkerfi hefur verið tekið í notkun og fara allar skráningar fram í gegnum þessa slóð: https://xpsclubs.is/fjolnir/registration eða í gegnum iðkendaskráning á heimasíðu Fjölnis
Með því lýkur samstarfi Fjölnis við Nora sem hófst árið 2011 og við þökkum þeim fyrir gott samstarf!
#FélagiðOkkar 💛💙
Uppskeruhátíð Fjölnis 2022
Uppskeruhátið Fjölnis fór fram þann 15. desember síðastliðinn að viðstöddum 100 manns. Veitt voru verðlaun fyrir íþróttaafrek ársins, gull- og silfurmerki sjálfboðaliða ásamt vali á íþróttakarli og -konu. Þar að auki var Fjölnismaður ársins heiðraður fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins. Athöfnin fór fram í Keilhöllinni í Egilshöll og var einnig beint streymi frá viðburðinum í gegnum Facebook síðu Fjölnis. Jón Karl, formaður félagsins stýrði athöfninni og stóð hin stórglæsilega Regína Ósk fyrir tónlistaratriðum á athöfninni. Við þökkum Gunnari Jónatanssyni fyrir að taka myndbönd af athöfninni sem og ljósmyndurunum Baldvini Erni Berndsen og Þorgils G fyrir að mynda viðburðinn.
Takk kærlega fyrir komuna og kvöldið, hér fyrir neðan má sjá þá sem hlutu viðurkenningar.
Íþróttakarl Fjölnis árið 2022 er fimleikakarlinn Sigurður Ari Stefánsson
Íþróttakona Fjölnis árið 2022 er körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir
Fjölnismaður ársins 2022 er Kristján Rafnsson
Íþróttakarl ársins 2022: Sigurður Ari Stefánsson
Sigurður Ari eða Siggi átti glæsilegt fimleikaár. Sigurður Ari varð Íslandsmeistari unglinga í fjölþraut í áhaldafimleikum. Þar sigraði hann með yfirburðum auk þess að vinna gullverðlaun á fimm áhöldum af sex í keppni á einstökum áhöldum. Á árinu var Sigurður einnig valinn til þátttöku í fjölmörgum erlendum verkefnum á vegum Fimleikasambands Íslands. Meðal annars Evrópumóti unglinga, Norðurlandamóti unglinga og Ólympíuleikum æskunnar. Sigurður hefur nú fært sig yfir í Gerplu þar sem hann mun halda áfram sinni fimleikaiðkun undir handleiðslu landsliðsþjálfara Íslands og óskum við honum alls hins besta og hlökkum við til að fylgjast með honum í framtíðinni.
Íþróttakona ársins 2022: Dagný Lísa Davíðsdóttir
Dagný Lísa Davíðsdóttir var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður en ekki síður góður karakter sem nýtur virðingar liðsfélaga sem ekki er síður mikilvægt í hópíþróttum.
Fjölnismaður ársins: Kristján Rafnsson
Stjáni Rafns, eins og við köllum hann, er sá sem hefur verið lengst í kringum starfið af þeim sem nú eru að starfa við deildina. Þó að Stjáni hafi ekki verið formlega í stjórn er óhætt að fullyrða að verðmæti hans framlags sé engu síðra en annarra. Leikirnir sem Stjáni hefur dæmt án endurgjalds í yngri flokka starfinu verða seint fyllilega taldir en alltaf hefur hann verið klár í slaginn þegar til hans hefur verið leitað. Hann hefur verið duglegur að mæta á leiki meistarflokkanna og missir nánast aldrei af heimaleikjum þar sem hann hjálpar til við uppsetningu og tiltekt auk þess að taka að sér að vera á kústinum í leikjum. Ekkert í starfinu er Stjána óviðkomandi og hann alltaf tilbúinn að hjálpa til. Að auki hefur Stjáni keyrt meistaraflokkana báða í ófáar keppnisferðir, hvort sem er til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða eða Hafnar í Hornafirði í öllum tegundum af veðrum og vindum.
Fimleikadeild
Fimleikakarl: Sigurður Ari Stefánsson
Sigurður Ari eða Siggi átti glæsilegt fimleikaár. Hann varð íslandsmeistari unglinga í fjölþraut í áhaldafimleikum. Á árinu var hann einnig valinn til þátttöku í fjölmörgum erlendum verkefnum á vegum Fimleikasambands Íslands. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.
Fimleikakona: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Lilja Katrín var valin í úrvalshóp unglinga og í kjölfarið á því í æfingahóp fyrir Norðurlandamót unglinga sem fram fór hér á landi í lok júní. Við óskum henni alls hins besta í framtíðinni og hlökkum til að fylgjast með henni í framtíðinni.
Frjálsíþróttadeild
Frjálsíþróttakarl ársins: Bjarni Anton Theódórsson
Bjarni Anton hefur æft frjálsar íþróttir í fjöldamörg ár. Hann hefur einbeitt sér að styttri hlaupum og keppir aðallega í 200 og 400 m hlaupum. Á þessu ári hljóp hann best 400 m á tímanum 49,69 sek sem er jafnframt besti tíminn á árinu í 400 m hlaupi. Hann var einnig í boðhlaupssveit Fjölnis á Meistaramóti Íslands í 4×400 m boðhlaupi og vann Íslandsmeistaratitil með sigri sveitarinnar.
Frjálsíþróttakona ársins: Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (Óskar Hlynsson tók við verðlaunum fyrir hennar hönd)
Vilhelmína hefur æft frjálsar íþróttir frá unga aldri og hefur síðustu ár einbeitt sér að keppni í hlaupum. Hefur hún náð mjög góðum árangri í 60, 100, 200 og 400 m hlaupum. Hún á fimmta besta tímann á árinu í 200 og 400 m hlaupi. Vilhelmína eða Minna eins og hún er alltaf kölluð starfar sem þjálfari yngri iðkenda hjá frjálsíþróttadeildinni.
Handknattleiksdeild
Handboltakarl ársins: Óðinn Freyr Heiðmarsson
Óðinn Freyr stimplaði sig strax inn í ungt og efnilegt Fjölnislið þegar hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Hann býr yfir mikilli baráttugleði og dugnaði ásamt því að vinnusemi hans er til fyrirmyndar bæði á æfingum og í keppnum. Hann var lykilmaður í vörn og sókn þegar liðið var hársbreidd frá sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.
Handboltakona ársins: Þyri Erla Sigurðardóttir
Þyri Erla er uppalin í Fjölni og spilaði þar alla yngri flokka áður en hún fór að leika með meistaraflokknum. Þyri hefur gríðarlega marga kosti bæði innan vallar og utan og er frábær fyrirmynd fyrir alla iðkendur. Hún er mjög metnaðarfull og er alltaf tilbúin að leggja meira á sig til að bæta sig.
Íshokkídeild
Íshokkíkarl ársins: Martin Simanek
Með ástríðu og gleði, ásamt leiðtogahæfni hefur Martin sýnt okkur öllum að hann er mikil fyrirmynd og leikmaður með mikinn metnað fyrir íshokkídeild Fjölnis. Hann leggur sig ávallt fram og er fyrsti maður til að bjóða fram aðstoð sína.
Íshokkíkona ársins: Kolbrún Garðarsdóttir
Dugnaðarforkur og valkyrja sem berst af miklum eldmóð á ísnum en rífur upp gleðina með drengskap og gleði utan íssins.
Karatedeild
Karatekarl ársins: Gabríel Sigurður Pálmason
Gabríel er fyrirmyndar iðkandi. Einbeittur og duglegur karatemaður. Í ár hefur hann dregið heim silfurpeninga fyrir frammistöðu sína í kata á GrandPrix mótaröðinni, á Íslandsmeistaramóti unglinga og brons fyrir frammistöðu sína á RIG. Metnaður og Heilbrigði eru þau Fjölnisgildi sem Gabríel hefur staðið fyrir í starfi sínu innan karatedeildarinnar.
Karatekona ársins: Eydís Magnea Friðriksdóttir
Sem afrekskona átti Eydís frábært ár. Oftar en ekki kom hún heim með ekki einn, heldur tvo verðlaunapeninga eftir mót. Hún varð GrandPrix meistari í kata og svo bikarmeistari á Bikarmótaröð Karatesambands Íslands. Metnaður er það gildi Fjölnis sem Eydís hefur lifað í starfi sínu innan deildarinnar.
Knattspyrnudeild
Knattspyrnukarl ársins: Lúkas Logi Heimisson
Lúkas Logi Heimisson er afar fjölhæfur og sóknarþenkjandi leikmaður. Í gegnum tíðina hefur Lúkas leikið 9 landsleiki yfir yngri landslið Íslands. Þá hefur hann nú þegar spilað 52 leiki og skorað í þeim 14 mörk fyrir meistaraflokk félagsins þrátt fyrir ungan aldur. Lúkas er mikil fyrirmynd yngri leikmanna og á bjartan feril framundan sem knattspyrnumaður.
Knattspyrnukona ársins: Elvý Rut Búadóttir
Elvý Rut Búadóttir er uppalinn leikmaður hjá Fjölni. Elvý er öflugur miðvörður sem hefur verið lykilmaður í liðinu lengi en hún hefur spilað 179 leiki fyrir Fjölni og skorað 2 mörk. Hún smitar út frá sér jákvæðni og vinnusemi og er alltaf tilbúin að gefa allt sem hún á inn á vellinum. Elvý er frábær leikmaður og mikil fyrirmynd yngri leikmanna.
Körfuknattleiksdeild
Körfuboltakarl ársins: Karl Ísak Birgisson
Karl Ísak er uppalinn Fjölnismaður, mikil þriggjastigaskytta sem hefur verið burðarás í sínum aldursflokki auk þess að vera í lykilhlutverki hjá eldri árgöngum hjá Fjölni. Í vor varð hann bæði bikarmeistari og Íslandsmeistari með drengjaflokki auk þess sem hann var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiks Íslandsmótsins þá með 25 stig og 10 fráköst.
Körfuboltakona ársins: Dagný Lísa Davíðsdóttir
Dagný Lísa Davíðsdóttir var valin mikilvægasti leikmaður Subway deildar kvenna á síðasta tímabili þar sem hún leiddi Fjölni til deildarmeistaratitils, þess fyrsta hjá félaginu í boltagreinum í efstu deild. Einnig var hún valin í A-landslið Íslands á síðasta tímabili. Dagný Lísa er framúrskarandi leikmaður en ekki síður góður karakter sem nýtur virðingar liðsfélaga sem ekki er síður mikilvægt í hópíþróttum.
Listskautadeild
Listskautakona ársins: Júlía Sylvía Gunnarsdóttir
Júlía Sylvía er landsliðskona í Junior flokki. Hún hefur staðið sig vel á árinu og tekið miklum framförum. Hún stóð sig eftir væntingum í vor og keppti meðal annars á Reykjarvíkurleikunum og Norðurlandamóti í Danmörku. Á Íslandsmeistaramótinu stóð hún sig sérstaklega vel og varð Íslandsmeistari með mikilli bætingu og einu af hæstu skorum sem Íslendingur hefur náð.
Skákdeild
Skákkarl ársins: Jóhann Arnar Finnsson
Jóhann Arnar var einn af nemendum Rimaskóla sem hóf að æfa skák á sínum fyrstu grunnskólaárum. Eftir að grunnskólagöngu lauk hóf Jóhann Arnar að leiðbeina á hinum vinsælu skákæfingum Fjölnis og leiðir það starf ásamt Helga Árnasyni. Hann var m.a. í 6 manna skáksveit Fjölnis sem tefldi á EM félagsliða í Austurríki í sumar.
Skákkona ársins: Lisseth Acevedo Méndez
Liss eins og hún er alltaf kölluð er landsliðskona Íslands í skák. Hún tefldi með íslenska kvennalandsliðinu á Ólympíuskákmótinu á Indlandi nú í sumar og vann kvennaflokkinn á Alþjóðlega helgarskákmótinu í Gautaborg nú í haust. Liss er ein af fjórum konum frá Fjölni sem tilheyra landsliðshópi Íslands.
Sunddeild
Sundkarl ársins: Kristján Gylfi Þórisson
Kristján er stigahæstur sundmanna í afrekshóp og stóð sig einkar vel á árinu. Kristján hefur æft með félaginu meira og minna allan sinn feril og því er hann vel að þessum titli kominn.
Sundkona ársins: Coco Margaret Johansson
Coco er ung og efnileg sundkona og hefur æft með Fjölni síðustu 2 ár. Hún er stigahæst sundkvenna í afrekshóp og hefur staðið sig gríðarlega vel síðan hún kom til félagsins.
Tennisdeild
Tenniskona ársins: Saulé Zukauskaité
Saulé átti mjög gott ár og náði frábærum og eftirtektarverðum árangri. Þar má helst nefna sigur í einliðaleik á U14 móti í Georgíu, Íslandsmeistari í liðakeppni meistaraflokks og 1. sæti í einliðaleik á U16 Íslandsmóti utanhúss. Hún er dugnaðarforkur og mikil fyrirmynd.
Silfurmerkjahafar
Gullmerkjahafar
Frádráttarbærir styrkir til íþróttafélaga
Með lögum sem samþykkt voru 1. nóvember 2021 geta einstaklingar og fyrirtæki nú fengið endurgreiðslu frá skatti ef þau styrkja íþróttafélög.
Einstaklingar geta fengið skattfrádrátt (lækkun á tekjuskattstofni) með því að styrkja Fjölni um allt að 350.000 kr. en að lágmarki 10.000 kr.
Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 30.000 kr. styrk til Fjölnis fær skattafslátt að fjárhæð 9.435 kr. og greiðir þannig í raun 20.575 kr. fyrir 30.000 kr. styrk til félagsins.
Fyrirtæki geta líka fengið skattafslátt vegna styrkja. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum.
Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Fjölni um 500.000 kr. getur lækkað tekjuskattinn sinn um 100.000 kr. fyrirtækið greiðir þannig í raun 400.000 kr. fyrir 500.000 kr. styrk til Fjölnis.
Svona gengur ferlið fyrir sig:
• Þú millifærir upphæð að eigin vali að lágmarki 10.000 kr. og sendir kvittun á skrifstofa@fjolnir.is.
• Fjölnir sendir kvittun til baka á greiðanda þar sem fram kemur nafn og kennitala greiðanda ásamt upphæð styrks.
• Fjölnir sendir upplýsingar um styrki til skattsins, sem kemur skattafslættinum til skila til þín.
Til þess að geta nýtt heimildina fyrir árið 2022 þarf greiðsla að hafa borist fyrir 30. desember næstkomandi.
Reikningsupplýsingar:
0114-26-155
kt 631288-7589
Kvittun sendist á skrifstofa@fjolnir.is
Við hjá Ungmennafélaginu Fjölni sendum kærlegar þakkir til allra þeirra sem veitt okkur ómetanlegan stuðning í gegnum tíðina.
Velkominn heim Bjarni!
Það er Knattspyrnudeild Fjölnis sönn ánægja að tilkynna að Bjarni Gunnarsson er kominn aftur heim í Fjölni.
Bjarni sem er uppalinn Fjölnismaður snýr aftur í Grafarvoginn eftir tíu ára fjarveru. Hann hefur á sínum ferli spilað 202 leiki og skorað í þeim 39 mörk.
Við bjóðum Bjarna hjartanlega velkominn heim í Voginn!
Þorrablót 2023
Nú styttist í Þorrablótið, aðeins 51 dagur í þessa veislu!
Happdrætti, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matur og ball.
Enn er nokkur laus borð og því um að gera að fara panta sér borð.
Svona fara borðapantanir fram:
Þú sendir tölvupóst á vidburdir@fjolnir.is með eftirfarandi upplýsingum;
- Fullt nafn og símanúmer þess sem pantar
- Fjölda gesta á borði
- Númerið á borðinu sem þið óskið eftir
- Ef þið eruð fleiri eða færri en 12 þá látið þið okkur vita og við finnum út úr því.
Hér við hliðina má sjá þau borð sem eru laus (Uppfært 7. desember 2022)
Fréttir frá tennisdeild Fjölnis
Tennis og Fjölniskonan Bryndís Rósa Armesto Nuevo, lenti í 2. sæti í Universal Tennis Rating (UTR) móti sem haldið er á Spáni. UTR mótið er mjög mikilvægt þegar kemur að vali í háskóla en Bryndís stefnir einmitt að því að reyna að komast inn í tennisdeild í háskóla.
Einnig keppti nýlega Fjölnisfólkið Saulè Zukauskaitè, Íva Jovísic, Daniel Pozo og Þorsteinn Þorsteinsson á Lindex stórmóti TSÍ. Saule lenti í 1. sæti í U16, Íva lenti í 1. sæti í U14, Íva og Saule lentu í 1. sæti í unglinga A tvíliðaflokki og Daniel og Þorsteinn lentu í 2. sæti í unglinga A tvíliðaflokki.
Daníel Pozo sigraði á móti sterkum U16 spilara, Daniel Wang frá TFK og hafnaði í 2. sæti í U16 einliða kk. Einnig lenti hann í 2. sæti í U14 kk.
Meðfylgjandi eru myndir af þessum flottu upprennandi Fjölniskrökkum.