11 hlauparar frá Fjölni í Tokyo

Fimm Fjölnismenn luku 6 stóru maraþonunum (six stars) í Tokyo sunnudaginn 3. mars.
Þau eru: Ingibjörg Kjartansdóttir, Aðalsteinn Snorrason, Lilja Björk Ólafsdóttir, Karl Jón Hirst og Magnús Þór Jónsson.
Auk þeirra voru í hlaupinu Fjölnismennirnir: Guðrún Kolbrún Otterstedt, Eyjólfur Ingi Hilmarsson, Guðrún Axelsdóttir, Ingólfur Geir Gissurarson, Margrét Björk Svavarsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson en þau eru öll að klára six stars á næstu misserum.

Six stars maraþonin eru: New York maraþon, Chicago maraþon, Boston maraþon, London maraþon, Berlínar maraþon og Tokyo maraþon. Áður en Tokyo maraþon bættist við fyrir nokkrum árum voru hin maraþonin skilgreind sem fimm stærstu maraþon í heiminum.

Myndir: Erla Björg Jóhannsdóttir


Flottur árangur Fjölnishlaupara í Seville og Tókýó maraþoni

Skokkhópur Fjölnis hefur æft vel í vetur og má með sanni segja að þær æfingar séu að skila sér. Þann 17. febrúar síðastliðinn hlupu Angel Martin Bernál og Gunnar Stefánsson Seville maraþonið á Spáni og náðu þar flottum árangri. Tími Gunnars var 3:09,25 en Angel lauk hlaupinu á 3:42,11.
Þá luku fimm meðlimir úr hópnum 6 stóru maraþonunum (six stars) í Tokyo maraþoninu sunnudaginn 3. mars. Þau eru: Ingibjörg Kjartansdóttir, Aðalsteinn Snorrason, Lilja Björk Ólafsdóttir, Karl Jón Hirst og Magnús Þór Jónsson. Auk þeirra voru í hlaupinu Fjölnismennirnir: Guðrún Kolbrún Otterstedt, Eyjólfur Ingi Hilmarsson, Guðrún Axelsdóttir, Ingólfur Geir Gissurarson, Margrét Björk Svavarsdóttir og Guðmundur Magni Þorsteinsson en þau eru öll að klára six stars á næstu misserum. Six stars maraþonin eru: New York maraþon, Chicago maraþon, Boston maraþon, London maraþon, Berlínar maraþon og Tokyo maraþon. Áður en Tokyo maraþon bættist við fyrir nokkrum árum voru hin maraþonin skilgreind sem fimm stærstu maraþon í heiminum.

 

Tímar okkar fólks í Tókýó maraþoninu:

 

Ingólfur Geir Gissurarson 3:43,32
Karl Jón Hirst 3:44,19
Ingibjörg Kjartansdóttir 3:44,18
Magnús Þór Jónsson 3:49,22
Guðrún Axelsdóttir 3:53,16
Guðrún Kolbrún Otterstedt 3:55,02
Eyjólfur Ingi Hilmarsson 3:55,14
Lilja Björk Ólafsdóttir 4:29,47
Margrét Svavarsdóttir 4:51,34
Guðmundur Magni Þorsteinsson 4:49,27
Aðalsteinn Snorrason 5:57,10

Óskum við hlaupurunum öllum innilega til hamingju með árangurinn.

Myndirnar þrjár frá Tókýó eru teknar af Erlu Björg Jóhannsdóttur en myndin af Gunnari og Angel í Seville er af fésbókarsíðu Angel.


Bikar 15 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ fyrir 15 ára og yngri fór fram sunnudaginn 3. mars í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika. Fjölnir sendi sameiginlegt lið með Aftureldingu og var eitt strákalið og tvö stelpulið. Í heildina varð Fjölnir A í 7. sæti og Fjölnir B í 9. sæti. Af strákaliðunum varð Fjölnir A í 7. sæti og af stelpuliðunum varð Fjölnir A í 5. sæti og Fjölnir B í 9. sæti. Var lið Fjölnis skipað ungu og efnilegu íþróttafólki sem lagði sig virkilega fram, en sumir voru að keppa í fyrsta skipti. Voru margir að setja persónuleg met í sínum greinum.

Öll úrslit mótsins er hér.

Úrslit í stigastöðunni er hér.


Fjölnir í 4. sæti

Bikarkeppni FRÍ fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika laugardaginn 2. mars. Fjölnir sendi sameiginlegt lið með Aftureldingu á mótið. Í heildina varð liðið í 4. sæti en 9 lið tóku þátt í keppninni. Í karla og kveppakeppninni varð liðið einnig í 4. sæti. Er það sannarlega góður árangur.

Daði Arnarson náði 2. sæti í 1500m hlaupi og Bjarni Anton Theódórsson náði 3. sæti í 400m hlaupi.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir náði 3. sæti í 400m hlaupi og Helga Þóra Sigurjónsdóttir náði 3. sæti í hástökki.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Hér má sjá stigastöðuna.


Þrjár Fjölnisstúlkur í landsliðinu í frjálsum

Þær Helga Guðný Elíasdóttir, Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir hafa verið valdar í landslið Íslands í frjálsum íþróttum. Helga Guðný er 25 ára gömul og hefur náð langt í langhlaupum. Hennar bestu tímar eru 4:49,78 í 1500m hlaupi, 10:28,50 í 3000m hlaupi, 18:43,50 í 5000m hlaupi og 38:44 í 10 km götuhlaupi. Helga Þóra er 19 ára gömul og hefur náð mjög góðum árangri í hástökki. Hefur hún hæst stokkið 1,74m. Vilhelmína er 21 árs gömul og hefur náð mjög góðum árangri í styttri hlaupum. Hennar bestu tímar eru 25,84sek í 200m hlaupi og 57,17sek í 400m hlaupi. Þetta er flottur árangur hjá þessum duglegu Fjölnisstúlkum og óskar frjálsíþróttadeildin þeim til hamingju.


Ferðagjald knattspyrnudeildar 2019

Kæru foreldrar/forráðamenn

Eins og ykkur er kunnugt keppa iðkendur Fjölnis í 5. til 2. flokki á Íslandsmóti sem skipulagt er af KSÍ.  Hluti þessara leikja eru utan stór Reykjavíkursvæðisins og hafa ferðalög á þessa leiki verið skipulögð af foreldrum í samvinnu við viðkomandi þjálfara og í mörgum tilfellum hefur einhvert foreldri keyrt með hópinn.  Slíkt fyrirkomulag leggur mikla ábyrgð á herðar þessara foreldra þó sem betur fer hafi ekki orðið slys.

Kostnaður við þessar ferðir hefur verið mjög mismunandi en í öllum tilfellum greiddur sérstaklega af þeim iðkendum sem fara í viðkomandi ferð, dæmi eru um kostnað upp á allt að 25.000 fyrir iðkanda í ferð á einn leik en algeng tala í þessu er 10.000 – 12.000 fyrir einn leik.  Misjafnt er milli flokka og iðkenda hve mikill kostnaðurinn hefur verið en hann getur verið umtalsverður.

Fjölnir hefur því ákveðið að frá og með komandi sumri (2019) mun félagið rukka iðkendur þessara flokka um sérstakt gjald til að stand straum af þessum kostnaði. Allar ferðir sem eru í meira en einnar klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík verða skipulagðar af yfirþjáfara og íþróttafulltrúa Fjölnis.  Samið hefur verið við fyrirtæki sem mun annast akstur og mun því atvinnubílstjóri keyra hópinn.

Gjaldið fyrir sumarið 2019 er 6.000 krónur og mun greiðsluseðill birtast á heimabanka forráðamanna á næstu dögum.

Vakni einhverjar spurningar um framkvæmd þessa er öllum velkomið að hafa samband við skrifstofu félagsins í 578 2700 eða með tölvupósti á skrifstofa@fjolnir.is

Fjölnis kveðjur,
Stjórn BUR, (barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Fjölnis)


Góður árangur á MÍ

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika dagana 23. og 24. febrúar. Fjölnir átti 13 keppendur á mótinu sem stóðu sig mjög vel. Margir voru að ná góðum árangri og sumir að setja persónuleg met. Þau sem komust á verðlaunapall voru:

Daði Arnarson fékk silfur í 800m hlaupi á tímanum 1:56,36. Hann keppti einnig í 400m hlaupi og bætti sig í þeirri vegalengd.

Bjarni Anton Theódórsson fékk brons í 400m hlaupi á tímanum 50,11sek.

Hermann Orri Svavarsson fékk brons í langstökki með stökk uppá 6,57m og var það persónuleg bæting hjá honum. Hann keppni líka í 60m hlaupi og bætti sig þar einnig.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fékk brons í 400m hlaupi á tímanum 57,86sek.

Helga Guðný Elíasdóttir fékk brons í 3000m hlaupi á tímanum 10:58,33.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir fékk brons í hástökki með stökk yfir 1,64m.

Að lokum vann sveit Fjölnis brons í 4x400m boðhlaupi karla. Í sveitinni voru Hermann Orri Svavarsson, Daði Arnarson, Matthías Már Heiðarsson og Bjarni Anton Theódórsson.

Fleiri voru að bæta sinn persónulega árangur á mótinu. Bjartur Gabríel Guðmundsson keppti í þremur greinum; 60m hlaupi, 200m hlaupi og hástökki og bætti sig í öllum greinunum. Sara Gunnlaugsdóttir keppti í 200m hlaupi og bætti sig í þeirri vegalengd.

Öll úrslit mótsins eru hér.

Á myndinni er Daði Arnarson.


Handboltaveisla

>>> HANDBOLTAVEISLA Á ÞRIÐJUDAGINN <<<

Við hitum upp fyrir leikinn með skothittni í anddyri Egilshallar á mánudag milli kl. 17:00-17:45. Þú gætir unnið miða fyrir 2 á leikinn og gjafabréf í keilu.

Leikurinn verður í beinni á FjölnirTV í boði Thorworks og fyrir þá sem muna eftir umspilinu góða gegn Selfossi, þá mæta okkar bestu Jón Brynjar Björnsson og Viktor Lekve til leiks og lýsa gleðinni.

Ekki missa af Domino’s Pizza – Ísland skotinu í hálfleik.

Frítt fyrir 17 ára og yngri! Mætum í gulu.

Styðjum strákana til sigurs og hjálpum þeim að tryggja sæti sitt í Final 4.

Endilega deilið á vini og vandamenn #FyllumDalhúsin


Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis 15. mars

Herrakvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið föstudaginn 15. mars í Korpunni. 

Frábær dagskrá allt kvöldið:

-Ari Eldjárn verður með uppistand.
-Utanríkisráðherrann sjálfur Guðlaugur Þór er ræðumaður kvöldsins.
-Glæsilegar veitingar frá Hödda kokki.
-Happdrætti og margt fleira.
-Maggi Hödd stýrir veislunni.

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00

Hægt að taka frá borð á góðum stað ef heilt borð er keypt (10 miðar).

Pantið miða sem allra fyrst í gegnum netfangið geir@fjolnir.is

#FélagiðOkkar


Konukvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis 23. mars

Konukvöld Knattspyrnudeildar Fjölnis verður haldið laugardaginn 23. mars í veislusalnum Veislusmára 
(Sporhömrum 3, 112 Reykjavík)

Frábær dagskrá:

  • Veislustjóri Maggi Hödd
  • Ræðumaður kvöldsins
  • Karen Björg uppistandari úr hópnum Bara Góðar
  • Bragðgóðar veitingar
  • Vörukynning frá Blush
  • Happdrætti og margt fleira!

 

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00

Hægt er að kaupa bæði staka miða og heil borð (8 manna borð).

ATH miðasala fer mjög vel af stað og því mikilvægt að klára miðkaup sem fyrst.

Svona kaupið þið miða:

1) Fara inn á: https://fjolnir.felog.is/

2) Skrá sig inn með rafrænum skilríkjum í farsíma

3) Smella á texta hægra megin á síðu við nafnið sitt: Skráning í boði

4) Finna viðburðinn og ganga frá greiðslu

5) Kaupandi fær kvittun/staðfestingu senda á netfangi

#FélagiðOkkar