Eva Karen Sigurdórsdóttir semur við Fjölni

Eva Karen Sigurdórsdóttir hefur snúið aftur heim til Fjölnis og gert tveggja ára samning við félagið.
Eva hefur spilað í Lengjudeildinni með Fram, HK og Gróttu en þar fyrir utan á hún 49 leiki með félaginu í Lengjudeild og 2. deild kvenna.
Það er mikið gleðiefni fyrir félagið að fá Evu heim því hún er afar öflugur miðjumaður sem þekkir vel til innan félagsins.
Eva á að baki 2 leiki með U17 ára landsliði Íslands.
#FélagiðOkkar 💛💙

Harpa Sól framlengir við Fjölni

Miðjumaðurinn Harpa Sól Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu tveggja ára.
Harpa sem er afar öflugur og kraftmikill miðjumaður hefur leikið 39 leiki með félaginu í deild og bikar og skorað í þeim 14 mörk.
Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir félagið því Harpa er ekki bara mikilvægur hlekkur í liðinu heldur uppalin hjá félaginu og hluti af þeirri uppbyggingu sem á sér stað innan þess.
#FélagiðOkkar 💛💙