Fjölnir - Augnablik, 0:0

Fjölnir - Augnablik, 0:0

Fimmtudaginn 29. ágúst mættust Fjölnir og Augnablik í Grafarvoginum. Erfiður leikur fyrir Fjölniskonur gegn skipulögðum andstæðingi. Við stjórnuðum leiknum og sköpuðum nokkur góð færi til að skora en þetta var ekki okkar dagur. Stelpurnar reyndu allt til enda og það er aðeins hægt að hrósa þeim fyrir það.

Þetta 1 stig tryggir Fjölni fyrsta sætið í B úrslitum á Íslandsmótinu í ár.

Við viljum þakka fyrir góðan stuðning sem liðið fékk úr stúkunni og sérstakar þakkir fá frábæru ungu stelpurnar úr 5 og 6 flokki sem hjálpuðu til með boltana um völlinn.

Næsti leikur er 7. september gegn Sindra á Höfn.


Kveðja frá Knattspyrnudeild Fjölnis

Kæra Fjölnisfólk

Nú fer senn nýtt tímabil að hefjast, en æfingar í flestum flokkum byrja í næstu viku.

Nokkuð hefur verið um breytingar hjá okkur þar sem að báðir yfirþjálfararnir okkar, þeir Luka Kostic og Björn Valdimar Breiðfjörð, hafa látið af störfum og þökkum við þeim innilega fyrir óeigingjörn og vel unnin störf og óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Í þeirra stað leituðum við innanhús til þeirra Matthíasar Ásgeirs Ramos Rocha og Veselin Chilingirov.

Matthías (Matti) verður yfir karlastarfinu, hann kom til baka til Fjölnis í fyrra frá Hamri í Hveragerði þar sem að hann var yfirþjálfari yngri flokka. Á nýliðnu tímabili þjálfaði hann 3. og 5. flokk karla með góðum árangri og erum við spennt fyrir komandi tímabili undir hans stjórn

Veselin (Vesko) verður yfir kvennastarfinu.

Hann kom til okkar í fyrra frá Sindra á Höfn. Hann þjálfaði 2. og 3. flokk kvenna hjá okkur á nýliðnu tímabili. Það hefur verið gríðarleg ánægja með störf Vesko og alla hans nálgun á kvennastarfinu og verður spennandi að sjá það smitast niður í alla flokka í vetur.

Við erum í samstarfi við þá að ganga frá ráðningu á þjálfurum fyrir alla flokka og er það á lokametrunum.

Fjölniskveðja

Knattspyrnudeild Fjölnis

Barna og unglingaráð Fjölnis