Takk sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Við hér í Fjölni búum svo vel að eiga fjölda góðra sjálfboðaliða sem sjá til þess að verkefni innan félagsins eru unnin af kostgæfni.

Við erum ævinlega þakklát ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða okkar til félagsins en án þeirra væri ómögulegt að halda úti jafn öflugu starfi og raun ber vitni.

Takk fyrir ykkur sjálfboðaliðar og til hamingju með daginn!


JÓLANÁMSKEIÐ ARONS SIG!

JÓLANÁMSKEIÐ MEÐ ARONI SIG!
Jólanámskeiðið verður haldið dagana 27., 28., 29. og 30. desember við bestu aðstæður inni í Egilshöllinni í samstarfi við Fjölni! ☃️

Námskeiðið er fyrir 6., 5. og 4. flokk karla og kvenna og verða tveir æfingahópar sem æfa annars vegar kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00. 48 sæti eru laus í hvorn hópinn.

Þjálfarar á námskeiðinu verða Aron Sigurðarson, uppalinn Fjölnismaður og atvinnumaður í fótbolta hjá Horsens og Björn Breiðfjörð yfirþjálfari yngri flokka Fjölnis ásamt góðum aðstoðarþjálfurum. Á hverjum degi verður keppni þar sem veglegir vinningar verða fyrir efstu sæti. Einnig kíkja góðir gestir á námskeiðið alla dagana og heilsa upp á krakkana.

Námskeiðsgjald er 8.990 kr. og eru 48 laus pláss í hvorn hópinn! FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR!
Skráning fer fram í gegnum XPS https://xpsclubs.is/fjolnir/registration 🎅⛄️