Fjölnir og Víkingur mætast í úrslitum umspils um sæti í Olísdeild karla. Þetta varð ljóst eftir að bæði lið unnu andstæðinga sína, Þór Ak. og Kórdrengi. Strákarnir okkar áttu frábæra frammistöðu þegar þeir sigruðu Þór Ak. í öðrum leik umspilsins á mánudaginn síðastliðinn á Akureyri!

Liðið sem vinnur þrjár viðureignir hreppir sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð. Fyllum Dalhúsin á heimaleikjunum og fjölmennum einnig á útileikina í Safamýri.

Fyrsti leikur mun fara fram í Safamýrinni, þriðjudaginn 25. apríl nk. kl. 18:00

Næstu leikir:
Fjölnir – Víkingur | 28. apríl kl. 19:30
Víkingur – Fjölnir | 1. maí kl. 14:00

Ef þarf:
Fjölnir – Víkingur | 4. maí kl. 19:30
Víkingur – Fjölnir | 7. maí kl. 14:00

Áfram Fjölnir!