Fyrirliðinn framlengir!
Hans Viktor Guðmundsson fyrirliði meistaraflokks karla hefur framlengt samningi sínum til ársins 2024. Hans er uppalinn Fjölnismaður sem hefur allan sinn feril spilað með Fjölni. Á sínum ferli hefur hann spilað 143 leiki og skorað 18 mörk fyrir meistaraflokk félagsins.
Þetta eru frábærar fréttir enda er Hans fyrirliði liðsins og lykilleikmaður.
#FélagiðOkkar
Fjölniskrakkar fjölmennastir á Fischer - Spassky mótinu um helgina
Skáksamband Íslands stóð fyrir barna- og unglingamóti á Reykjavik Hotel Natura, föstudaginn, 28. október. Mótið var haldið samhliða Heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák.
Keppt var í fjórum flokkum og aðalverðlaun mótsins í hverjum flokki stúlkna og stráka voru árituð taflborð þeirra átta stórmeistara sem kepptu um heimsmeistaratitilinn á Íslandi
- Tristan Fannar í 4. bekk, Emilía Embla í 5. bekk og Benedikt í 2. bekk, öll í Rimaskóla, voru í hópi þeirra 8 heppnu sem unnu árituð taflborð.
- Flestir þátttakenda komu frá Skákdeild Fjölnis og tíu þeirra unnu til verðlauna.
- Lang, langflestar stúlkur á mótinu komu frá Skákdeild Fjölnis
Flott frammistaða hjá Fjölniskrökkum sem öll sýndu mátt sinn og megin í skáklistinni. Takk fyrir að fjölmenna Fjölniskrakkar og foreldrar.
#FélagiðOkkar


