RAFRÆNT GETRAUNAKAFFI!

Hið margrómaða Getraunakaffi Fjölnis fer aftur í gang núna á laugardaginn 14.ágúst og alla laugardaga eftir það til og með 9. október. Leikurinn er sáraeinfaldur en það eru tveir aðilar saman í liði að giska á úrslit í enska boltanum. Flottir vinningar í boði í hópleiknum en þeir verða kynntir síðar.

Við ætlum að vera með 9 vikna hópleik þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 5.900 kr. per hóp eða 2.950 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589(senda kvittun á 1×2@fjolnir.is). Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x 960 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.

Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu. Einfaldast er að tippa í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login. Einnig er hægt að senda raðirnar á 1×2@fjolnir.is fyrir þá sem ekki hafa tök á að tippa gegnum vefsíðurnar.

Við stefnum svo á, við fyrsta tækifæri, að hafa félagsaðstöðuna í Egilshöll opna milli kl.10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi en það verður nánar auglýst síðar.

Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum

Hér má finna sérstaka Facebook grúbbu fyrir Getraunakaffi Fjölnis

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Allir velkomnir!

#FélagiðOkkar