Júlía Sylvía Gunnarsdóttir hefur verið valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Junior Grand Prix mótaröðinni í ár. Hún mun keppa í Ljubljana í Slóveníu 22. – 25. september næstkomandi.

Mótaröðin samanstendur af sjö mótum og einu úrslitamóti. Á mótaröðinni keppa skautarar í junior flokki sem eru á hraðri uppleið í skautaheiminum og gefur skauturum sem eru á aldrinum 13 til 19 ára tækifæri til þess að keppa á háu getustigi alþjóðlega.

Júlía er 16 ára og hefur æft hjá félaginu frá unga aldri. Hún hefur átt gott tímabil í ár og verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með henni í vetur. Félagið er mjög stolt af því að eiga fulltrúa á sterku móti eins og JGP. Við óskum Júlíu góðs gengis með undirbúning og þátttöku á mótinu.