Fræðslufyrirlestraröð hjá handboltanum

Undanfarnar vikur hefur barna- og unglingaráð Fjölnis boðið iðkendum sínum upp á áhugaverða fræðslu frábærra fyrirlesara. Hreiðar Haraldsson frá Haus hugarþjálfun ræddi um afrekshugarfar við 3. og 4.flokk félagsins, Arnar Sölvi Arnmundsson íþróttanæringarfræðingur fór yfir hvernig næring getur skipt miklu máli í íþróttum fyrir 4. og 5.flokk og loks ræddi Pálmar Ragnarsson við 5. og 6.flokk um jákvæð samskipti til að byggja upp sterka liðsheild og öfluga leiðtoga.
Við þökkum fyrirlesurunum kærlega fyrir fræðsluna og vonum að iðkendurnir okkar muni nýta sér þessa fyrirlestraröð til að verða enn betri íþróttamenn.

Fréttatilkynning vegna komandi takmarkanna

Við viljum beina því til þjálfara, foreldra og iðkenda að vísa í fréttir af komandi takmörkunum á heimasíðu félagsins sem og FB síðu. Við munum uppfæra stöðuna um leið og ráðuneytið og ÍSÍ gefur út á sínum miðlum.

Eins og við höfum gert vel þá þurfum við að bretta upp ermar, standa þétt saman og koma okkur í gegnum komandi takmarkanir.

#FélagiðOkkar