Listhlaupadeildin verður með Jólaskautaskólann dagana 28., 29. og 30. desember kl. 9:00-12:45. Börnin mega mæta kl. 8:15 og verða rólegheit milli kl. 8:15-9:00 t.d. hægt að borða morgunmatinn sinn á staðnum. Í búðunum verður ýmislegt brallað, það verður farið á svellið, á afís, í leiki og að lokum teygt vel. Búið er að opna fyrir skráningu á fjolnir.felog.is og er verðið 8.000 kr. Einnig er boðið upp á námskeið fyrir framhaldshópana sömu daga.

Dagskráin er eftirfarandi

08:15-09:00 Mæting/morgunmatur
09:00-09:45 Afís
10:00-10:30 Svell
10:40-11:00 Nesti
11:00-11:30 Leikir
11:45-12:15 Svell
12:25-12:45 Teygjur

Vinsamlegast athugið að skráningu lýkur á miðnætti mánudaginn 21. desember.