Vinavikur handboltans

Næstu tvær vikurnar býður Handknattleiksdeild Fjölnis upp á "Vinavikur Fjölnis". Þá eru iðkendur hvattir til að bjóða vinum sínum eða vinkonum frítt að prófa æfingar.

Við viljum að sem flestir njóti þeirra frábæru þjálfara og þjálfunar sem við bjóðum upp á. Þess vegna hvetjum við sem flesta til að koma og prófa æfingar hjá okkur. Þjálfararnir taka vel á móti krökkunum.

Æfingatöflu 8. - 5.flokks karla og kvenna (f. 2014-2007) má sjá á meðfylgjandi mynd.

Áfram Fjölnir !

#FélagiðOkkar


Tillaga borgarstjóra um bætta aðstöðu knattspyrnumála í Grafarvogi

16. nóvember lagði borgarstjóri fram tillögu varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi. Tillagan var samþykkt en hana má sjá hér:

„Lagt er til að skoðaðir verði, með Fjölni o.fl., valkostir varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi.“

 

Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

„Knattspyrnuaðstaða í Grafarvogi er eitt þeirra verkefna sem raðaðist hæst í forgangsröðun íþróttamannvirkja. Í þessari tillögu er samþykkt að skoðaðir verði, með Fjölni og fleiri aðilum valkostir varðandi bætta aðstöðu vegna knattspyrnumála í Grafarvogi. Fyrir liggja hugmyndir félagsins um bætta aðstöðu við Dalhús eða Egilshöll sem nauðsynlegt er að rýna áður en ákvörðun um framhald verður tekin.“