Æfingar Íshokkídeildar 18. nóv – 2. des

Vegna ástandsins þurfum við að breyta stundartöflu til að ná að skipta upp hópum betur og til að fækka umgangi á svæðinum Skautahallarinnar.

  • Iðkenndur og aðrir tengdum íshokkídeild ganga ekki inn um aðalinngang Egilshallarinnar. Iðkendur skulu notast við inngang bakatil á Egilshöllinni. Stigagangur beint upp í skautahöll (Sjá mynd neðst í færstlu).
  • Við ráðleggjum öllum sem geta að taka íshokkí búnað með heim og klæða sig/börnin eins míkið og hægt er áður en komið er til æfinga.
  • Andlitsgrímu skylda er á alla aðra en iðkenndur (2005 eða yngri).
  • Við mælum með hanska notkun.
  • Viðahlda skal 2m reglunni.
  • Eitt foreldri /forráðamaður er leyft að koma og aðstoða barn við að klæða sig, svo verður foreldri/forráðamaður að fara út úr skautahöllinni þar til æfing er lokið. Að æfingu lokinni má foreldri/forráðamaður koma aftur og aðstoða við að klæða úr.
  • Foreldrum/forráðamönnum er meinaður aðgangur að búningsherbergjum. (notast skal við sameiginleg rými frammi).
  • Einungis 10 fullorðnir/foreldrar/forráðamenn eru leyfðir á sama tíma í húsinu (Þjálfarar og starfsmenn skautahallar teljast ekki með í þessum). Þannig að vinsamlegast virðið fjöldatakmörkun og ekki vera í húsinu nema að ítrustu nauðsyn.
  • Velkomið er að eldri systkini/skyldmenni (14 – 16 ára/8. – 10. bekkur) mæti og fylgi barninu eftir á æfingu.
  • Vinsamlegast hugið að sóttvörnum fyrir og eftir æfingu – handþvott, spritt o.s.frv.
  • Ef barnið eða aðrir fjölskyldumeðlimir finnur fyrir einkennum þá á að halda sig heima.
  • Vinsamlegast virðið þessi tilmæli.

Hér að neðan eru breyttir æfingatímar 18. nóv - 2. des  Einnig viljum benda á að fylgjast vel með upplýsingum á FB grúpum hvers og eins flokks.

Skautaskóli.
Fimmtudaga kl. 16:50 -17:30
Sunnudaga kl. 12:10- 13:00
Notast skal við aðstöðu frammi (við sjoppu) eða áhorfenda stúku til að klæða börn.

U8 og U10 
Þriðjudaga kl. 17:15- 18:05
Fimmtudaga kl. 17:30- 18:20
Sunnudaga kl. 08.00- 08:45
U8 og U10: Notar klefa nr. 5

U12
Þriðjudaga kl. 18:05- 19:00
Fimmtudaga kl. 18:20- 19:10
Sunnudaga kl. 08:45- 9:45
U12: Notar klefa nr. 4

U14
Mánudaga kl. 19:00- 20:20
Þriðjudaga kl. 19:15- 20:15
Fimmtudaga kl. 19:25- 20:30
Laugardaga kl. 18:15- 19:05
Sunnudaga kl.  10:00- 11:50
U14: Notar klefa nr. 3

U16
Mánudaga kl. 17:55- 19:00 & 20:35- 21:35
Þriðjudaga kl. 20:15- 21:15
Fimmtudaga kl. 20:30- 21:30
Laugardaga kl. 19:05- 20:05
Sunnudaga kl. 10:50- 11:50 & 20:15- 21:15
U16: Notar klefa nr. 2

Allar ísæfingar í U18, Meistaraflokki kvenna, Meistaraflokki karla, Skautaskóla Fullorðinna og Old boys falla niður 7.- 19. okt.

 

Allar nánari upplýsingar og spurningar verður svarað á Facebook síðu íshokkídeildar, grúppum hvers flokks eða hokki@fjolnir.is

 


Leiðbeiningar vegna tilslakana á samkomutakmörkunum

Uppfært 16.11.2020 kl. 16:00:

Samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi frá og með miðvikudeginum 18. nóvember er íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar (15 ára og yngri) heimilað.

Við beinum því til allra deilda að setja starfið á fullt aftur samkvæmt æfingatöflu.

Strætófylgdin fer af stað með hefbundnum hætti samhliða æfingum.

Hér má finna nánari útlistun á reglugerðinni

Ný reglugerð er í gildi frá og með 18. nóvember til og með 1. desember.

Hvaða áhrif hefur þetta á okkur?

  • Æfingar heimilar hjá iðkendum fædd 2005 og síðar (15 ára og eldri)
  • Æfingar óheimilar hjá iðkendum fædd 2004 og fyrr (16 ára og eldri)
  • Starfsfólk skrifstofu er ýmist að vinna í Egilshöll eða að heiman. Vinsamlega hafið beint samband við viðkomandi starfsmann ef þið þurfið að mæla ykkur mót.
    o Netföng starfsfólks: https://fjolnir.is/felagid-okkar/skrifstofa/
  • Þær deildir sem óska eftir fundaraðstöðu eru beðnar að hafa samband við Arnór á arnor@fjolnir.is.
  • Gengið inn í Egilshöll:
    • Handbolti og karfa inn austan megin
    • Aðrar deildir notast við aðalinngang

Við erum #FélagiðOkkar


Fjölnir semur við efnilega leikmenn fyrir framtíðina

Fjórir ungir og efnilegir knattspyrnumenn skrifuðu undir samning við knattspyrnudeild Fjölnis á dögunum. Þetta eru þeir Baldvin Þór Berndsen, Alexander Aron Tómasson, Kristófer Dagur Arnarsson og Júlíus Mar Júlíusson. Allir þessir drengir koma úr sterkum 2004 árgangi Fjölnis sem náði eftirtektar verðum árangri með 3.fl karla á liðnu keppnistímabili, liðið varð bikarmeistari og enduðu í 2. sæti á Íslandsmóti. Fjölnir bindur miklar vonir við að þessir leikmenn taki skrefið uppí meistaraflokk félagsins á komandi árum og eigi bjarta framtíð hjá félaginu.

Ljósmynd / Baldvin Berndsen: frá hægri Baldvin Þór, Alexander Aron, Kristófer Dagur og Júlíus Mar, ásamt Gunnari Má yfirþjálfara yngri flokka karla.