Afreksskóli Fjölnis 2020
Afreksskóli Fjölnis í handbolta fer fram 4. - 20.ágúst í Fjölnishöllinni. Skráningin fer fram í gegnum vefverslun Fjölnis (https://fjolnir.felog.is/verslun). Hægt er að skrá sig á einstakar vikur.
Verð og námskeiðsdagar:
4. - 6.ágúst / 5900 kr
11. - 13.ágúst / 5900 kr
18. - 20.ágúst / 5900 kr
Ef allar vikurnar eru teknar þá kostar það 12.900 kr
**ATH BREYTING**
Æfingarnar eru kl. 12:00-13:00 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og henta vel samhliða hefðbundnum handboltaæfingum sem hefjast eftir verslunarmannahelgi. Afreksskólinn verður sambland af fræðsluerindum og handboltaæfingum.
Afreksskólinn er fyrir þá sem verða í 7. - 10.bekk næsta vetur eða í 5. og 4.flokki félagsins.
Þjálfari Afreksskólans er Andri Sigfússon yfirþjálfari handknattleiksdeildar.
