Nýr rekstrarstjóri fimleikadeildar
Íris Svavarsdóttir hefur verið ráðinn rekstrarstjóri fimleikadeildar Fjölnis.
Íris er fimleikum vel kunn en hún hefur verið iðkandi og þjálfari, auk þess að vera með alþjóðleg dómararéttindi í hópfimleikum. Íris starfaði áður hjá Fimleikasambandi Íslands en þar starfaði hún í hátt í 7 ár.
Íris er íþróttafræðingur að mennt og með meistaragráðu í verkefnastjórnun.
Nýr rekstrarstjóri tekur formlega til starfa 1.maí og bjóðum við nýjan rekstrarstjóra hjartanlega velkominn til starfa hjá Fjölni.
#FélagiðOkkar

Páskaopnun
Opnunartími skrifstofu:
*LOKAÐ frá og með mánudeginum 6.apríl til og með mánudagsins 13.apríl sem og á sumardaginn fyrsta
*Hægt að senda fyrirspurn á netfangið skrifstofa@fjolnir.is
Kær kveðja,
Starfsfólk skrifstofu