Góður árangur á MÍ

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika helgina 22. – 23. febrúar. Að þessu sinni kepptu 12 iðkendur frá Fjölni á mótinu og stóðu sig mjög vel. Þrír þeirra komust á verðlaunapall.

Kjartan Óli Ágústsson vann silfur í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:58,76 og einnig vann hann brons í 1500 m hlaupi karla á tímanum 4:23,15.

Bjarni Anton Theódórsson vann silfur í 400 m hlaupi karla á tímanum 50,90 sek.

Birkir Einar Gunnlausson vann silfur í 1500m hlaupi karla á tímanum 4:12,31.

Öll úrslit mótsins eru hér.


Framhaldsaðalfundur körfuknattleiksdeildar

Aðalfundir deilda félagsins eru haldnir á eftirfarandi dögum:

04.03.2020 kl. 20:00 – Körfuknattleiksdeild (Egilshöll)

Dagskrá framhaldsaðalfundar skal vera:

d) Kjör formanns
e) Kjör stjórnarmanna

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.

Lög fjölnis https://fjolnir.is/felagid-okkar/log-felagsins/

#FélagiðOkkar


Ný stjórn sunddeildar

Ný stjórn tók við á aðalfundi sunddeildarinnar 20.febrúar sl. Fyrsti stjórnarfundur var haldinn mánudaginn 24.febrúar og var þessi mynd tekin við það tækifæri.

Stjórnina skipa:
Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður
Regína Ómarsdottir, varaformaður
Irma Sigurðadóttir, gjaldkeri
Kristján R. Halldórsson, ritari
Helga Ágúsdóttir, meðstjórnandi
Ágúst Guðmundsson, meðstjórnandi
Þórður Ásþórsson, meðstjórnandi

Ný stjórn vill þakka Jóhannesi H. Steingrímssyni fráfarandi formanni fyrir óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar og hlakkar til að vinna með honum áfram á vettvangi sundsins.

Með kveðju,
Ingibjörg Kristinsdóttir