U18 ára landsliðið í 2.sæti

U18 landsliðið lenti í 2. sæti eftir frábæran leik gegn Mexíkó þar sem Ísland vann með fimm mörkum gegn engu og átti Viggó Hlynsson stoðsendingu í tveimur af mörkunum.
Á myndinni má sjá fulltrúa Fjölnis með silfrið um hálsinn og verðlaunagripinn.

Séð frá vinstri til hægri:
Viggó Hlynsson
Hermann Haukur Aspar
Stígur Hermannson Aspar
Alexander Medvedev
Mikael Skúli Atlason
Orri Grétar Valgeirsson

Flottir fulltrúar sem við eigum og eru hluti af landsliði sem við getum öll verið stolt af.

Áfram Ísland ...
... og auðvitað, áfram Fjölnir!


Fjölnir fagnar lengri helgaropnun

Það er ánægjulegt fyrir íþróttaiðkendur félagsins og alla íbúa Grafarvogs að nú verður helgaropnunartími Grafarvogslaugar lengdur og opið verður til 22.00 föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Lengdur opnunartími í Grafarvogslaug byrjar í dag, föstudag og hvetjum við alla til að nýta sér strax þennan lengda helgaropnuartíma og skella sér í sund um helgina.

 

Til viðbótar við það að sundlaugin er heimæfingar og keppnislaug Sunddeildar Fjölnis þá skiptir sundlaugin allar deildir félagsins miklu máli enda fátt betra en það fyrir alla okkar íþróttaiðkendur og íþróttalið að skella sér í sund, heitan pott eða gufu að lokinni góðri æfingu eða leik. Hvetjum við Fjölnisfólk til að nýta þennan lengri opnunartíma vel og mikið.

 

Sjáumst í Grafarvogslaug!