Happdrætti 3. og 4.flokks

Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu hefur dregið úr happdrætti 3. og 4.flokks meðfylgjandi myndir eru af úrdrættinum.

Við óskum vinningshöfum til hamingju með vinningana og vonum að þeir njóti vel


Skákdeild Fjölnis leiðir Íslandsmótið

Skákdeild Fjölnis er í forystu á Íslandsmóti skákfélaga eftir fimm umferðir af níu. Framúrskarandi frammistaða Fjölnismanna kom mjög á á óvart enda skáksveitin í 4. sæti eftir styrkleikalista. Enginn gat séð þetta fyrir enda þótt Fjölnir hafi unnið til bronsverðlauna sl. tvö ár. Sjö af átta liðsmönnum Fjölnis hækka á stigum fyrir frammistöðuna. Sveitin er yngsta skáksveitin á mótinu með helming liðsmanna um tvítugt. Síðari hluti Íslandsmótsins fer fram helgina 28. feb - 2. mars 2019. Í þessari fræknu skáksveit eru Jesper Thybo Evrópumeistari U18, Rimaskólameistararnir Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harðarson, sænski alþjóðlegi meistarinn Pontus Carlson, Davíð Kjartansson fv. liðsstjóri Rimaskóla í skák, Tómas Björnsson og Sigurbjörn J. Björnsson. Fjölnir vann stórsigur á Skákdeild KR 7½-½. í 5. umferð Íslandsmótsins og tyllti sér á toppinn.